12 dagar í Pepsi Max: Fyrsta tímabil Óla Jóh í sextán ár án titils Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2020 12:00 Ólafur Jóhannesson hefur gert fimm lið að Íslandsmeisturum, FH-inga þrisvar og Valsmenn tvisvar sinnum. Vísir/Bára Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 12 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Ólafur Jóhannsson tók við FH-liðinu fyrir 2003 tímabilið og átti eftir að gerbreyta verðlaunaskápnum í Kaplakrikanum. FH hafði aldrei unnið titil en nokkrum sinnum endað í öðru sæti þar á meðal einu sinni undir stjórn Ólafs. FH varð reyndar að sætta sig við silfurverðlaun sumarið 2003 en það var mikill sigur fyrir lið sem var fyrir tímabilið spáð falli úr deildinni í árlegri spá fyrirliða og þjálfara. Ólafur gerði FH-liðið síðan að Íslandsmeisturum haustið 2004 og liðið tók stóra titilinn næstu tvö ár líka. Enginn þjálfari hafði unnið þrjá Íslandsmeistaratitla í röð í 56 ár eða síðan Óli B. Jónsson gerði það með KR-liðið 1948, 1949 og 1950 . Sumarið 2007 missti FH af Íslandsmeistaratitlinum en varð aftur á móti bikarmeistari í fyrsta skiptið. Ólafur hætti þá með FH-liðið og tók við íslenska landsliðinu sem hann þjálfaði til 2011. Þegar Ólafur tók aftur við liðið þá var það B-deildarlið Hauka frá 2012 til 2013. Ólafur kom hins vegar ekki aftur í efstu deild fyrr en sumarið 2015 og þá sem þjálfari Valsmanna. Valsmenn unnu titil á fjórum fyrstu tímabilunum undir hans stjórn. Valur vann bikarinn 2015 og 2016 og svo Íslandsmeistaratitil 2017 og 2018. Ólafur var þar með búinn að vinna stóran titil, Íslandsmeistara- eða bikarmeistaratitil, á átta tímabilum í röð sem þjálfari í efstu deild. Það gekk aftur á móti lítið upp hjá Valsmönnum í fyrra og þeir voru langt frá titli, enduðu í sjötta sæti í deildinni og duttu út í 32 liða úrslitunum í bikarnum. Þar með lauk þessari miklu sigurgöngu Ólafs sem í fyrsta sinn í sextán ár vann ekki titil með lið í efstu deild. Ólafur er kannski hættur með Val en hann er ekki hættur í Pepsi Max deildinni. Ólafur Jóhannesson mun þjálfa Stjörnuna með Rúnari Pál Sigmundssyni í Garðabænum í sumar. Átta tímabil Ólafs Jóhannessonar í röð í efstu deild með titil: 2004 - Íslandsmeistari með FH 2005 - Íslandsmeistari með FH 2006 - Íslandsmeistari með FH 2007 - Bikarmeistari með FH 2015 - Bikarmeistari með Val 2016 - Bikarmeistari með Val 2017 - Íslandsmeistari með Val 2018 - Íslandsmeistari með Val Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Valur Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Fleiri fréttir Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 12 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Ólafur Jóhannsson tók við FH-liðinu fyrir 2003 tímabilið og átti eftir að gerbreyta verðlaunaskápnum í Kaplakrikanum. FH hafði aldrei unnið titil en nokkrum sinnum endað í öðru sæti þar á meðal einu sinni undir stjórn Ólafs. FH varð reyndar að sætta sig við silfurverðlaun sumarið 2003 en það var mikill sigur fyrir lið sem var fyrir tímabilið spáð falli úr deildinni í árlegri spá fyrirliða og þjálfara. Ólafur gerði FH-liðið síðan að Íslandsmeisturum haustið 2004 og liðið tók stóra titilinn næstu tvö ár líka. Enginn þjálfari hafði unnið þrjá Íslandsmeistaratitla í röð í 56 ár eða síðan Óli B. Jónsson gerði það með KR-liðið 1948, 1949 og 1950 . Sumarið 2007 missti FH af Íslandsmeistaratitlinum en varð aftur á móti bikarmeistari í fyrsta skiptið. Ólafur hætti þá með FH-liðið og tók við íslenska landsliðinu sem hann þjálfaði til 2011. Þegar Ólafur tók aftur við liðið þá var það B-deildarlið Hauka frá 2012 til 2013. Ólafur kom hins vegar ekki aftur í efstu deild fyrr en sumarið 2015 og þá sem þjálfari Valsmanna. Valsmenn unnu titil á fjórum fyrstu tímabilunum undir hans stjórn. Valur vann bikarinn 2015 og 2016 og svo Íslandsmeistaratitil 2017 og 2018. Ólafur var þar með búinn að vinna stóran titil, Íslandsmeistara- eða bikarmeistaratitil, á átta tímabilum í röð sem þjálfari í efstu deild. Það gekk aftur á móti lítið upp hjá Valsmönnum í fyrra og þeir voru langt frá titli, enduðu í sjötta sæti í deildinni og duttu út í 32 liða úrslitunum í bikarnum. Þar með lauk þessari miklu sigurgöngu Ólafs sem í fyrsta sinn í sextán ár vann ekki titil með lið í efstu deild. Ólafur er kannski hættur með Val en hann er ekki hættur í Pepsi Max deildinni. Ólafur Jóhannesson mun þjálfa Stjörnuna með Rúnari Pál Sigmundssyni í Garðabænum í sumar. Átta tímabil Ólafs Jóhannessonar í röð í efstu deild með titil: 2004 - Íslandsmeistari með FH 2005 - Íslandsmeistari með FH 2006 - Íslandsmeistari með FH 2007 - Bikarmeistari með FH 2015 - Bikarmeistari með Val 2016 - Bikarmeistari með Val 2017 - Íslandsmeistari með Val 2018 - Íslandsmeistari með Val
Átta tímabil Ólafs Jóhannessonar í röð í efstu deild með titil: 2004 - Íslandsmeistari með FH 2005 - Íslandsmeistari með FH 2006 - Íslandsmeistari með FH 2007 - Bikarmeistari með FH 2015 - Bikarmeistari með Val 2016 - Bikarmeistari með Val 2017 - Íslandsmeistari með Val 2018 - Íslandsmeistari með Val
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Valur Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Fleiri fréttir Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Sjá meira