Afstýrum kjaraskerðingu Drífa Snædal skrifar 29. maí 2020 14:30 Það hafa verið teknar afdrifaríkar ákvarðanir á skömmum tíma síðustu mánuði, ákvarðanir sem var ætlað að tryggja lífskjör og koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot fyrirtækja. Það var alveg ljóst að í þeirri vegferð yrðu gerð mistök en nú erum við á stað þar sem mistökunum á að fækka. Við höfum betri upplýsingar um stöðu mála og getum vandað okkur. Tvö stórmál liggja nú fyrir Alþingi og verða hugsanlega afgreidd í dag. Annars vegar lög um framlengingu hlutabótaleiðarinnar og hins vegar greiðslu hluta launa á uppsagnarfresti. Það hefur komið mörgum á óvart að verkalýðshreyfingin hefur stutt þá hugmynd að skattfé okkar fari í greiðslu launa á uppsagnarfresti en forsendur þess eru að ellegar færu þessi fyrirtæki í þrot, starfsfólk væri verr sett en áður (nú fær starfsfólk uppsagnarfrestinn greiddan áður en það þarf hugsanlega að leita í atvinnuleysistryggingar) og gjaldþrota fyrirtæki færu á brunaútsölu með tilheyrandi tapi verðmæta. Þessi stuðningur hreyfingarinnar er þó ekki skilyrðislaus. Fyrir utan þau skilyrði sem fyrirtæki þurfa að uppfylla og mikið hafa verið til umfjöllunar þá er það líka skilyrði af okkar hálfu að þegar fyrirtækin taka við sér, verði fólk endurráðið samkvæmt starfsaldursröð á sömu kjörum og það var á. Við höfum líka lagt áherslu á að fólk hafi tækifæri til endurmenntunar á uppsagnarfresti. Ekkert þessara atriða hefur ratað inn í frumvarpið í meðförum þingsins á þessum tímapunkti. Því er ljóst að fyrirtæki geta sagt fólki upp og endurráðið á lakari kjörum og sleppt því að endurráða starfsfólk sem hefur áunnið sér starfsaldurstengd réttindi. Ef frumvarpið nær fram að ganga í þessari mynd gæti það leitt til mestu kjaraskerðingar síðari tíma með stuðningi löggjafans. Við höfum sent þingmönnum bréf með ítrekuðum kröfum og átt milliliðalaust samtal við þingmenn í dag. Ég ætlast til þess af þingmönnum og öllum þeim sem geta látið rödd sína heyrast að þau tryggi að þetta stórslys verði ekki að veruleika. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Drífa Snædal Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það hafa verið teknar afdrifaríkar ákvarðanir á skömmum tíma síðustu mánuði, ákvarðanir sem var ætlað að tryggja lífskjör og koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot fyrirtækja. Það var alveg ljóst að í þeirri vegferð yrðu gerð mistök en nú erum við á stað þar sem mistökunum á að fækka. Við höfum betri upplýsingar um stöðu mála og getum vandað okkur. Tvö stórmál liggja nú fyrir Alþingi og verða hugsanlega afgreidd í dag. Annars vegar lög um framlengingu hlutabótaleiðarinnar og hins vegar greiðslu hluta launa á uppsagnarfresti. Það hefur komið mörgum á óvart að verkalýðshreyfingin hefur stutt þá hugmynd að skattfé okkar fari í greiðslu launa á uppsagnarfresti en forsendur þess eru að ellegar færu þessi fyrirtæki í þrot, starfsfólk væri verr sett en áður (nú fær starfsfólk uppsagnarfrestinn greiddan áður en það þarf hugsanlega að leita í atvinnuleysistryggingar) og gjaldþrota fyrirtæki færu á brunaútsölu með tilheyrandi tapi verðmæta. Þessi stuðningur hreyfingarinnar er þó ekki skilyrðislaus. Fyrir utan þau skilyrði sem fyrirtæki þurfa að uppfylla og mikið hafa verið til umfjöllunar þá er það líka skilyrði af okkar hálfu að þegar fyrirtækin taka við sér, verði fólk endurráðið samkvæmt starfsaldursröð á sömu kjörum og það var á. Við höfum líka lagt áherslu á að fólk hafi tækifæri til endurmenntunar á uppsagnarfresti. Ekkert þessara atriða hefur ratað inn í frumvarpið í meðförum þingsins á þessum tímapunkti. Því er ljóst að fyrirtæki geta sagt fólki upp og endurráðið á lakari kjörum og sleppt því að endurráða starfsfólk sem hefur áunnið sér starfsaldurstengd réttindi. Ef frumvarpið nær fram að ganga í þessari mynd gæti það leitt til mestu kjaraskerðingar síðari tíma með stuðningi löggjafans. Við höfum sent þingmönnum bréf með ítrekuðum kröfum og átt milliliðalaust samtal við þingmenn í dag. Ég ætlast til þess af þingmönnum og öllum þeim sem geta látið rödd sína heyrast að þau tryggi að þetta stórslys verði ekki að veruleika. Höfundur er forseti ASÍ.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun