NBA deildin ræddi við KKÍ um að koma með NBA-liðin til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2020 15:20 LeBron James og Giannis Antetokounmpo eru tvær af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar og voru mögulega á leiðinni til Íslands áður en NBA ákvað að spila allt í Disney World. Getty/Andrew D. Bernstein Ísland átti möguleika á því að vera miðstöðin í endurkomu NBA-deildarinnar í körfubolta eftir COVID-19. Eins og hjá öðrum atvinnumannadeildum í Bandaríkjunum hefur NBA deildin leitað leiða til að koma keppninni aftur af stað eftir að hætt var að spila vegna kórónuveirunnar. Niðurstaðan liggur nánast fyrir því NBA deildin verður að öllum líkindum spiluð í Disney garðinum í Flórída-fylki. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá áttu sér stað formlegar viðræður á milli forsvarsmanna NBA og Körfuknattleikssambands Íslands. NBA íhugaði það að koma með liðin sín hingað til lands og leika hér hluta þeirra leikja sem eftir eru. Það hefði þýtt að liðin hefðu komið til Íslands með alla sína leikmenn, starfsmenn og þjálfara og gist á íslenskum hótelum. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, staðfesti í samtali við Íþróttadeild að formleg samskipti hefðu átt sér stað á milli sambandsins og NBA. Hann vildi ekki tjá sig um málin að öðru leiti. Adam Silver, framkvæmdastjóri NBA, þykir framsækinn og nýjungagjarn. Það var hann sem tók þátt i viðræðunum við Körfuknattleikssamband Íslands. Samband Íslands og NBA hefur í gegnum tíðina verið mjög gott. Stöð 2 var ein fyrsta sjónvarpsstöðin í heiminum fyrir utan Bandaríkin sem sýndi beint frá NBA. David Stern heitinn, sem er af mörgum talinn vera mikilvægasti framkvæmdastjóri NBA, var mikill Íslandsvinur og áttu hann og Einar Bollason, sem lýsti NBA-leikjum á árunum áður í íslensku sjónvarpi, í góðu sambandi. Hugmyndin um að halda leik áfram í NBA hafa snúið að því að liðin gisti á svipuðum stöðum í svokallaðri „búbblu“. Hugmyndin að vera með „búbluna“ á Íslandi var rædd formlega en að lokum ákvað stjórn NBA að fara ekki út fyrir bandaríska grundu. NBA Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
Ísland átti möguleika á því að vera miðstöðin í endurkomu NBA-deildarinnar í körfubolta eftir COVID-19. Eins og hjá öðrum atvinnumannadeildum í Bandaríkjunum hefur NBA deildin leitað leiða til að koma keppninni aftur af stað eftir að hætt var að spila vegna kórónuveirunnar. Niðurstaðan liggur nánast fyrir því NBA deildin verður að öllum líkindum spiluð í Disney garðinum í Flórída-fylki. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá áttu sér stað formlegar viðræður á milli forsvarsmanna NBA og Körfuknattleikssambands Íslands. NBA íhugaði það að koma með liðin sín hingað til lands og leika hér hluta þeirra leikja sem eftir eru. Það hefði þýtt að liðin hefðu komið til Íslands með alla sína leikmenn, starfsmenn og þjálfara og gist á íslenskum hótelum. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, staðfesti í samtali við Íþróttadeild að formleg samskipti hefðu átt sér stað á milli sambandsins og NBA. Hann vildi ekki tjá sig um málin að öðru leiti. Adam Silver, framkvæmdastjóri NBA, þykir framsækinn og nýjungagjarn. Það var hann sem tók þátt i viðræðunum við Körfuknattleikssamband Íslands. Samband Íslands og NBA hefur í gegnum tíðina verið mjög gott. Stöð 2 var ein fyrsta sjónvarpsstöðin í heiminum fyrir utan Bandaríkin sem sýndi beint frá NBA. David Stern heitinn, sem er af mörgum talinn vera mikilvægasti framkvæmdastjóri NBA, var mikill Íslandsvinur og áttu hann og Einar Bollason, sem lýsti NBA-leikjum á árunum áður í íslensku sjónvarpi, í góðu sambandi. Hugmyndin um að halda leik áfram í NBA hafa snúið að því að liðin gisti á svipuðum stöðum í svokallaðri „búbblu“. Hugmyndin að vera með „búbluna“ á Íslandi var rædd formlega en að lokum ákvað stjórn NBA að fara ekki út fyrir bandaríska grundu.
NBA Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira