Fá 163 milljónir í bætur verði ráðist í endurbyggingu eftir stórbruna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2020 18:53 Um stórbruna var að ræða, líkt og sjá má. Mynd/Lögreglan á Norðurlandi eystra Tryggingarfélagið Sjóvá þarf að greiða eigenda atvinnuhúsnæðis sem brann til grunna í miklum eldsvoða á Akureyri í maí árið 2017 alls 163,6 milljónur í vátryggingabætur vegna brunans, svo framarlega sem húsnæðið verði endurbyggt. Eigendurnir höfðu krafist þess að fá 295 milljónir frá tryggingafélaginu til þess að endurbyggja húsið. Á árinu 2017 kom tvívegis upp eldur í húsinu. Fyrri bruninn varð 27. janúar og hlutust af honum verulegar skemmdir á fasteigninni. Fasteignin var tryggð lögboðinni brunatryggingu hjá stefnda sem viðurkenndi fulla greiðsluskyldu vegna afleiðinga þess bruna. Þann 31. maí sama ár kviknaði svo aftur í húsinu þegar enn stóðu yfir endurbætur vegna fyrri brunans. Í þessum síðari bruna varð húsið fyrir svo miklum skemmdum að allt burðarvirki þess, klæðningar og innréttingar urðu ónýtar. Eldsupptök eru ókunn. Sjóvá mat tjónið við seinni brunann á 183,8 milljónir en tryggingarfélagið ákvað að bæturnar skyldu skertar um 50 prósent þar sem umbúnaður fasteignarinnar hafi ekki verið í samræmi við gildandi brunavarnarreglur, því myndi Sjóvá greiða alls 91,9 milljónir í bætur til eiganda hússins. Þetta gat eigandi hússins ekki sætt sig við og stefndi hann Sjóvá til greiðslu 295 milljóna króna. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er tekið undir með tryggingarfélaginu að eigandi hússins hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að tryggja ekki fullnægjandi brunavarnir í húsinu, en þó tekið fram að 50 prósent bótaskerðing teljist óhæfilega mikil, enda hafi tryggingafélagið ekki lagt fram nein gögn sem styðji svo mikla skerðingu. Eigandinn verði þó að bera ábyrgð á því að hafa ekki tryggt að brunavarnir húsnæðisins hafi verið komið fyrir með skikkanlegum hætti, því taldi héraðsdómur rétt að skerða bæturnar um 25 prósent. Í dómi Héraðsdóms segir að Sjóvá þurfi að greiða eigandanum vátryggingabætur upp á 163,6 milljónir en þó hlutfallslega samræmi við framvindu endurbyggingar fasteignarinnar. Þannig er tekið fram að þrátt fyrir að eigandinn hafi lýst því yfir að hann hafi ákveðið að endurbyggja fasteignina, hafi hann ekki sýnt fram á að hann hafi gert þær ráðstafanir til að framkvæma endurbyggingina, sem sé skilyrði fyrir því að réttur til greiðslu bótanna stofnist honum til handa. Þá þarf Sjóvá að greiða fimm milljónir í málskostnað vegna málsins. Akureyri Dómsmál Slökkvilið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Sjá meira
Tryggingarfélagið Sjóvá þarf að greiða eigenda atvinnuhúsnæðis sem brann til grunna í miklum eldsvoða á Akureyri í maí árið 2017 alls 163,6 milljónur í vátryggingabætur vegna brunans, svo framarlega sem húsnæðið verði endurbyggt. Eigendurnir höfðu krafist þess að fá 295 milljónir frá tryggingafélaginu til þess að endurbyggja húsið. Á árinu 2017 kom tvívegis upp eldur í húsinu. Fyrri bruninn varð 27. janúar og hlutust af honum verulegar skemmdir á fasteigninni. Fasteignin var tryggð lögboðinni brunatryggingu hjá stefnda sem viðurkenndi fulla greiðsluskyldu vegna afleiðinga þess bruna. Þann 31. maí sama ár kviknaði svo aftur í húsinu þegar enn stóðu yfir endurbætur vegna fyrri brunans. Í þessum síðari bruna varð húsið fyrir svo miklum skemmdum að allt burðarvirki þess, klæðningar og innréttingar urðu ónýtar. Eldsupptök eru ókunn. Sjóvá mat tjónið við seinni brunann á 183,8 milljónir en tryggingarfélagið ákvað að bæturnar skyldu skertar um 50 prósent þar sem umbúnaður fasteignarinnar hafi ekki verið í samræmi við gildandi brunavarnarreglur, því myndi Sjóvá greiða alls 91,9 milljónir í bætur til eiganda hússins. Þetta gat eigandi hússins ekki sætt sig við og stefndi hann Sjóvá til greiðslu 295 milljóna króna. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er tekið undir með tryggingarfélaginu að eigandi hússins hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að tryggja ekki fullnægjandi brunavarnir í húsinu, en þó tekið fram að 50 prósent bótaskerðing teljist óhæfilega mikil, enda hafi tryggingafélagið ekki lagt fram nein gögn sem styðji svo mikla skerðingu. Eigandinn verði þó að bera ábyrgð á því að hafa ekki tryggt að brunavarnir húsnæðisins hafi verið komið fyrir með skikkanlegum hætti, því taldi héraðsdómur rétt að skerða bæturnar um 25 prósent. Í dómi Héraðsdóms segir að Sjóvá þurfi að greiða eigandanum vátryggingabætur upp á 163,6 milljónir en þó hlutfallslega samræmi við framvindu endurbyggingar fasteignarinnar. Þannig er tekið fram að þrátt fyrir að eigandinn hafi lýst því yfir að hann hafi ákveðið að endurbyggja fasteignina, hafi hann ekki sýnt fram á að hann hafi gert þær ráðstafanir til að framkvæma endurbyggingina, sem sé skilyrði fyrir því að réttur til greiðslu bótanna stofnist honum til handa. Þá þarf Sjóvá að greiða fimm milljónir í málskostnað vegna málsins.
Akureyri Dómsmál Slökkvilið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Sjá meira