Fundu sprengikúlu úr seinna stríði við jarðvinnu í Hafnarfirði Atli Ísleifsson skrifar 4. júní 2020 11:32 Sprengikúlan fannst við jarðvinnu á lóð húss í miðbæ Hafnarfjarðar. Landhelgisgæslan Séraðgerða- og sprengjueyðingardeild Landhelgisgæslunnar var kölluð út að húsi í Hafnarfirði í gærdag vegna torkennilegs hlutar sem fannst við jarðvinnu á lóð húss í miðbænum. Í tilkynningu frá Gæslunni segir að við athugun sprengjusérfræðinga hafi komið í ljós að um hafi verið að ræða 20mm sprengikúlu úr seinna stríði sem var virk og nokkuð ryðguð, enda komin til ára sinna. Landhelgisgæslan „Sprengjusérfræðingarnir settu sprengjuna í sérstakt box ásamt sandi svo hægt væri að flytja hana til eyðingar. Að auki var jarðvegurinn við húsið grandskoðaður og skimaður með málmleitartæki til að ganga úr skugga um að þar leyndust ekki fleiri sprengjur. Þegar búið var að gera sprengikúluna örugga til flutnings var ekið með hana að Stapafelli á Reykjanesskaga og henni eytt á svæði sem notað er til sprengjueyðingar. Landhelgisgæslan Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar hafa sinnt óvenju mörgum verkefnum þar sem hermunir úr seinna stríði finnast á víðavangi. Fyrir rúmri viku fann vegfarandi í hressingargöngu virka fallbyssukúlu á hinu svokallaða Patterson svæði í Reykjanesbæ sem var í góðu ástandi miðað við aldur og var henni eytt af séraðgerðasveitinni. Nú þegar búist er við því að landsmenn verði á faraldsfæti innanlands í sumar eru líkur á að sprengjur úr seinna stríði finnist víða um land. Landhelgisgæslan hvetur fólk til að vera á varðbergi og ekki hika við að hafa samband við lögreglu ef torkennilegir hlutir finnast,“ segir í tilkynningunni. Einn af sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar á æfingu.Landhelgisgæslan Hafnarfjörður Landhelgisgæslan Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Séraðgerða- og sprengjueyðingardeild Landhelgisgæslunnar var kölluð út að húsi í Hafnarfirði í gærdag vegna torkennilegs hlutar sem fannst við jarðvinnu á lóð húss í miðbænum. Í tilkynningu frá Gæslunni segir að við athugun sprengjusérfræðinga hafi komið í ljós að um hafi verið að ræða 20mm sprengikúlu úr seinna stríði sem var virk og nokkuð ryðguð, enda komin til ára sinna. Landhelgisgæslan „Sprengjusérfræðingarnir settu sprengjuna í sérstakt box ásamt sandi svo hægt væri að flytja hana til eyðingar. Að auki var jarðvegurinn við húsið grandskoðaður og skimaður með málmleitartæki til að ganga úr skugga um að þar leyndust ekki fleiri sprengjur. Þegar búið var að gera sprengikúluna örugga til flutnings var ekið með hana að Stapafelli á Reykjanesskaga og henni eytt á svæði sem notað er til sprengjueyðingar. Landhelgisgæslan Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar hafa sinnt óvenju mörgum verkefnum þar sem hermunir úr seinna stríði finnast á víðavangi. Fyrir rúmri viku fann vegfarandi í hressingargöngu virka fallbyssukúlu á hinu svokallaða Patterson svæði í Reykjanesbæ sem var í góðu ástandi miðað við aldur og var henni eytt af séraðgerðasveitinni. Nú þegar búist er við því að landsmenn verði á faraldsfæti innanlands í sumar eru líkur á að sprengjur úr seinna stríði finnist víða um land. Landhelgisgæslan hvetur fólk til að vera á varðbergi og ekki hika við að hafa samband við lögreglu ef torkennilegir hlutir finnast,“ segir í tilkynningunni. Einn af sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar á æfingu.Landhelgisgæslan
Hafnarfjörður Landhelgisgæslan Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira