George Floyd minnst í Minneapolis Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. júní 2020 18:45 Jacob Frey og Sarah Clarke, borgarstjórahjónin í Minneapolis, sjást hér við líkkistuna. Vísir/AP Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. Athöfnin á að standa yfir til klukkan átta og munu fjölskylda, vinir og vandamenn flytja ræður um hinn látna. Þaðan verður lík Floyd flutt til annarrar minningarathafnar í Norður-Karólínu og síðan til æskuslóða hans í Houston í Texas þar sem hann verður jarðsettur. Mótmælt víða um heim Áfram er lögregluofbeldi mótmælt innan sem utan Bandaríkjanna. Að minnsta kosti þrjú þúsund Grikkir gengu um götur Aþenu í dag. Til átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda eftir að lögregluþjónar vörpuðu táragasi. Enn fleiri mótmæltu í Lundúnum og lítill hópur safnaðist saman fyrir utan skrifstofu ræðismanns Bandaríkjanna í Istanbúl. Trump svarar Mattis Þungamiðja mótmælanna er þó enn í Bandaríkjunum og ekki er útlit fyrir að þeim linni í bráð. Eldsnemma í morgun var strax farið að mótmæla fyrir utan Hvíta húsið, bústað Donalds Trump forseta, í Washington. Trump var þó ef til vill að hugsa um annað, en James Mattis, varnarmálaráðherra fyrstu ára forsetatíðar Trumps, sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem hann skaut fast á forsetann. Líkti honum við nasista og sagði hann fyrsta forseta ævi sinnar sem reyndi ekki að sameina Bandaríkjamenn heldur sundra þeim. Trump brást við á Twitter og sagði það hafa verið mikinn heiður að fá að reka Mattis á sínum tíma. Mattis hefur reyndar sagst hafa hætt að eigin frumkvæði, vegna ákvörðunar forsetans um að kalla herinn heim frá Sýrlandi. Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira
Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. Athöfnin á að standa yfir til klukkan átta og munu fjölskylda, vinir og vandamenn flytja ræður um hinn látna. Þaðan verður lík Floyd flutt til annarrar minningarathafnar í Norður-Karólínu og síðan til æskuslóða hans í Houston í Texas þar sem hann verður jarðsettur. Mótmælt víða um heim Áfram er lögregluofbeldi mótmælt innan sem utan Bandaríkjanna. Að minnsta kosti þrjú þúsund Grikkir gengu um götur Aþenu í dag. Til átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda eftir að lögregluþjónar vörpuðu táragasi. Enn fleiri mótmæltu í Lundúnum og lítill hópur safnaðist saman fyrir utan skrifstofu ræðismanns Bandaríkjanna í Istanbúl. Trump svarar Mattis Þungamiðja mótmælanna er þó enn í Bandaríkjunum og ekki er útlit fyrir að þeim linni í bráð. Eldsnemma í morgun var strax farið að mótmæla fyrir utan Hvíta húsið, bústað Donalds Trump forseta, í Washington. Trump var þó ef til vill að hugsa um annað, en James Mattis, varnarmálaráðherra fyrstu ára forsetatíðar Trumps, sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem hann skaut fast á forsetann. Líkti honum við nasista og sagði hann fyrsta forseta ævi sinnar sem reyndi ekki að sameina Bandaríkjamenn heldur sundra þeim. Trump brást við á Twitter og sagði það hafa verið mikinn heiður að fá að reka Mattis á sínum tíma. Mattis hefur reyndar sagst hafa hætt að eigin frumkvæði, vegna ákvörðunar forsetans um að kalla herinn heim frá Sýrlandi.
Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira