Grænlandsjökull bráðnar tveimur vikum fyrr en vanalega Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2020 11:44 Bráðnunarvatn á Grænlandsjökli nærri Ilulissat á Vestur-Grænlandi í ágúst í fyrra. Mikil bráðnun varð á jöklinum í fyrra og hófst hún óvenjusnemma líkt og í ár. Vísir/Getty Hitabylgja á norðurskautinu þjófstartaði bráðnunartímabili Grænlandsjökuls tveimur vikum fyrr en að meðaltali undanfarinna áratuga. Á sumum svæðum hefur verið allt að ellefu gráðum hlýrra en vanalega á þessum árstíma. Sérfræðingar óttast nú að mikil bráðnun eigi sér stað á Grænlandsjökli í sumar. Þeir vísa til bráðnunar snemma í vor, lítillar snjóþekju á sumum svæðum og möguleikanum á kröftugum háþrýstisvæðum sem oft fylgja hlýindi á norðurskautinu síðar í sumar. Veðurspár benda til þess að bráðnun á suðurhluta jökulsins þar sem hann stendur einna hæst verði jafnvel sú mesta frá því í byrjun júní árið 1950, að því er segir í frétt E&E News sem Scientific American endurbirtir á vefsíðu sinni. Miðað er við að bráðnunartímabil sé hafið á Grænlandsjökli þegar að minnsta kosti 5% ísbreiðunnar bráðnar í þrjá daga samfleytt. Í vor gerðist það 13. maí, tæplega tveimur vikum fyrr en að meðaltali undanfarinna áratuga. Á sama tíma gekk hitabylgja yfir stóran hluta norðurskautsins. Skortur á snjó eykur líkurnar á því að bráðnun verði yfir meðaltali. Hvít fönnin endurvarpar sólarljósi og veldur þannig yfirborðskælingu. Þegar snjórinn hverfur drekkur yfirborðið í sig meiri varma frá sólinni sem getur hert á bráðnuninni. Veðurfar í sumar er þó enn stór óvissuþáttur í því hvernig bráðnun jökulsins vindur áfram. Síðasta sumar átti sérstaklega þaulsetin hæð yfir Grænlandi þátt í hröðustu bráðnun á jöklinum frá árinu 2012. Langtímaspár benda til þess að háþrýstisvæði verði fyrirferðarmikil í júlí. Judah Cohen, forstöðumaður hjá greiningarfyrirtækinu Atmospheric and Environmental Research, segir langtímaspárnar séu í samræmi við rannsóknir sem benda til þess að háþrýstisvæði verði algengari yfir Grænlandi, mögulega vegna áhrifa hnattrænnar hlýnunar á loftstrauma í lofthjúpi jarðar. Grænland Norðurslóðir Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Bráðnun á báðum hvelum sexfalt meiri en undir lok síðustu aldar Saman hafa Grænland og Suðurskautslandið tapað um 475 milljörðum tonnum af ís á hverju ári á þessum áratug sem er að líða. Það er margfalt meira en á 10. áratug síðustu aldar. 13. mars 2020 16:31 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Hitabylgja á norðurskautinu þjófstartaði bráðnunartímabili Grænlandsjökuls tveimur vikum fyrr en að meðaltali undanfarinna áratuga. Á sumum svæðum hefur verið allt að ellefu gráðum hlýrra en vanalega á þessum árstíma. Sérfræðingar óttast nú að mikil bráðnun eigi sér stað á Grænlandsjökli í sumar. Þeir vísa til bráðnunar snemma í vor, lítillar snjóþekju á sumum svæðum og möguleikanum á kröftugum háþrýstisvæðum sem oft fylgja hlýindi á norðurskautinu síðar í sumar. Veðurspár benda til þess að bráðnun á suðurhluta jökulsins þar sem hann stendur einna hæst verði jafnvel sú mesta frá því í byrjun júní árið 1950, að því er segir í frétt E&E News sem Scientific American endurbirtir á vefsíðu sinni. Miðað er við að bráðnunartímabil sé hafið á Grænlandsjökli þegar að minnsta kosti 5% ísbreiðunnar bráðnar í þrjá daga samfleytt. Í vor gerðist það 13. maí, tæplega tveimur vikum fyrr en að meðaltali undanfarinna áratuga. Á sama tíma gekk hitabylgja yfir stóran hluta norðurskautsins. Skortur á snjó eykur líkurnar á því að bráðnun verði yfir meðaltali. Hvít fönnin endurvarpar sólarljósi og veldur þannig yfirborðskælingu. Þegar snjórinn hverfur drekkur yfirborðið í sig meiri varma frá sólinni sem getur hert á bráðnuninni. Veðurfar í sumar er þó enn stór óvissuþáttur í því hvernig bráðnun jökulsins vindur áfram. Síðasta sumar átti sérstaklega þaulsetin hæð yfir Grænlandi þátt í hröðustu bráðnun á jöklinum frá árinu 2012. Langtímaspár benda til þess að háþrýstisvæði verði fyrirferðarmikil í júlí. Judah Cohen, forstöðumaður hjá greiningarfyrirtækinu Atmospheric and Environmental Research, segir langtímaspárnar séu í samræmi við rannsóknir sem benda til þess að háþrýstisvæði verði algengari yfir Grænlandi, mögulega vegna áhrifa hnattrænnar hlýnunar á loftstrauma í lofthjúpi jarðar.
Grænland Norðurslóðir Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Bráðnun á báðum hvelum sexfalt meiri en undir lok síðustu aldar Saman hafa Grænland og Suðurskautslandið tapað um 475 milljörðum tonnum af ís á hverju ári á þessum áratug sem er að líða. Það er margfalt meira en á 10. áratug síðustu aldar. 13. mars 2020 16:31 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Bráðnun á báðum hvelum sexfalt meiri en undir lok síðustu aldar Saman hafa Grænland og Suðurskautslandið tapað um 475 milljörðum tonnum af ís á hverju ári á þessum áratug sem er að líða. Það er margfalt meira en á 10. áratug síðustu aldar. 13. mars 2020 16:31