Lilja segir flokksaðild ekki hafa skipt máli við skipan ráðuneytisstjóra Heimir Már Pétursson skrifar 5. júní 2020 12:07 Stöð 2/Einar Menntamálaráðherra segir það ekki hafa skipt máli að Páll Magnússon er samflokksmaður hennar þegar hún skipaði hann í embætti ráðuneytisstjóra. Hún taki úrskurð úrskurðarnefndar jafnréttismála alvarlega og málið sé til skoðunar í ráðuneytinu Úrskurðarnefnd jafnréttismála kvað upp þann úrskurð í vikunni að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hafi brotið gegn jafnréttislögum þegar hún skipaði Pál Magnússon flokksbróður hennar í Framsóknarflokknum í stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. Hafdís Helga Ólafsdóttir skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu var ein umsækjenda um stöðuna en hæfnisnefnd setti hana ekki í hóp fjögurra hæfustu. Hún kærði engu að síður skipunina til úrskurðarnefndar jafnréttismála sem kvað upp þann úrskurð í vikunni að menntamálaráðherra hefði brotið jafnréttislög á Hafdísi Helgu. „Við erum að fara núna yfir þennan úrskurð. Annars vegar erum við með hæfnisnefnd sem kemst að allt annarri niðurstöðu og hins vegar úrskurðarnefnd jafnréttismála og nú er ég að meta það með lögmönnum hver verða næstu skref,“ segir Lilja. Hún hafi gert sjálfstæða athugun á umsækjendum og ekki getað séð að það væru veigamiklar ástæður til að fara ekki að niðurstöðu hæfnisnefndarinnar. Hún fagni því að málið fái efnislega skoðun eins og hjá umboðsmanni Alþingis. „Það er nefnilega þannig að öll þau verk sem ég hef komið að á síðustu árum hafa alltaf verið unnin af algerri fagmennsku. Ég hef alltaf fengið færasta og öflugasta fólkið til liðs við mig,“ segir Lilja. Hún nefnir sem dæmi undirbúning og framlagningu frumvarps um menntasjóð sem feli í sér kerfisbreytingu sem ekki hafi tekist að ná fram í um þrjátíu ár en sem mun ná fram að ganga á yfirstandandi vorþingi. Lítur það þannig út að þarna hafi skipt máli að vera framsóknarmaður? „Alls ekki. Eins og ég segi það er alltaf hæfasta fólkið sem er valið hjá mér og verkin sýna það líka.“ En er það ekki álitshnekkir að fá svona úrskurð á sig? „Við ætlum að fara yfir þetta og kærunefnd jafnréttismála gegnir auðvitað veigamiklu hlutverki. Þess vegna tek ég þessu að sjálfsögðu mjög alvarlega,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Stjórnsýsla Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Segir líta út fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi Kærunefnd jafnréttismála segir menntamálaráðherra hafa brotið á einum umsækjenda um stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 2. júní 2020 20:00 Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21 Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Sjá meira
Menntamálaráðherra segir það ekki hafa skipt máli að Páll Magnússon er samflokksmaður hennar þegar hún skipaði hann í embætti ráðuneytisstjóra. Hún taki úrskurð úrskurðarnefndar jafnréttismála alvarlega og málið sé til skoðunar í ráðuneytinu Úrskurðarnefnd jafnréttismála kvað upp þann úrskurð í vikunni að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hafi brotið gegn jafnréttislögum þegar hún skipaði Pál Magnússon flokksbróður hennar í Framsóknarflokknum í stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. Hafdís Helga Ólafsdóttir skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu var ein umsækjenda um stöðuna en hæfnisnefnd setti hana ekki í hóp fjögurra hæfustu. Hún kærði engu að síður skipunina til úrskurðarnefndar jafnréttismála sem kvað upp þann úrskurð í vikunni að menntamálaráðherra hefði brotið jafnréttislög á Hafdísi Helgu. „Við erum að fara núna yfir þennan úrskurð. Annars vegar erum við með hæfnisnefnd sem kemst að allt annarri niðurstöðu og hins vegar úrskurðarnefnd jafnréttismála og nú er ég að meta það með lögmönnum hver verða næstu skref,“ segir Lilja. Hún hafi gert sjálfstæða athugun á umsækjendum og ekki getað séð að það væru veigamiklar ástæður til að fara ekki að niðurstöðu hæfnisnefndarinnar. Hún fagni því að málið fái efnislega skoðun eins og hjá umboðsmanni Alþingis. „Það er nefnilega þannig að öll þau verk sem ég hef komið að á síðustu árum hafa alltaf verið unnin af algerri fagmennsku. Ég hef alltaf fengið færasta og öflugasta fólkið til liðs við mig,“ segir Lilja. Hún nefnir sem dæmi undirbúning og framlagningu frumvarps um menntasjóð sem feli í sér kerfisbreytingu sem ekki hafi tekist að ná fram í um þrjátíu ár en sem mun ná fram að ganga á yfirstandandi vorþingi. Lítur það þannig út að þarna hafi skipt máli að vera framsóknarmaður? „Alls ekki. Eins og ég segi það er alltaf hæfasta fólkið sem er valið hjá mér og verkin sýna það líka.“ En er það ekki álitshnekkir að fá svona úrskurð á sig? „Við ætlum að fara yfir þetta og kærunefnd jafnréttismála gegnir auðvitað veigamiklu hlutverki. Þess vegna tek ég þessu að sjálfsögðu mjög alvarlega,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.
Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Stjórnsýsla Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Segir líta út fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi Kærunefnd jafnréttismála segir menntamálaráðherra hafa brotið á einum umsækjenda um stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 2. júní 2020 20:00 Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21 Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Sjá meira
Segir líta út fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi Kærunefnd jafnréttismála segir menntamálaráðherra hafa brotið á einum umsækjenda um stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 2. júní 2020 20:00
Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21
Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28