Ormar sem éta plast Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. júní 2020 10:00 Ormar nýtast ekki bara sem beita í veiði heldur geta þeir líka borðað plast. Tilraunir fyrir endurvinnslu fara fram um allan heim og mikil nýsköpun í gangi á því sviði. Það sama á við um að endurnýta efni eða eyða því. Nýlega var birt grein í American Chemical Society þar sem sagt er frá nokkuð nýstárlegri tilraun. Hún felur það í sér að til að eyða plasti, fá ormar plastið sem fæðu. Að sögn forsvarsmanna tilraunarinnar, Jiaojie Li og Dae-wan Kim, fór tilraunin þannig fram að 50 ofurormum, þ.e. tegund skilgreind á ensku sem ,,superworms,“ hafi verið komið fyrir í búri. Ofurormarnir eru í raun bjöllulirfur og segir í umfjöllun FastCompany að þessi tegund sé nokkuð vinsæl í gæludýrabúðum vestra. Í búrið hjá ormunum voru sett tvö grömm af pólýstýren plasti og gekk tilraunin út á að athuga hvort ormarnir myndu leita í plastið sem fæðu. Og viti menn: 21 degi síðar höfðu ormarnir étið um 70% af plastmagninu. En hvaðan kom hugmyndin? Að sögn forsvarsmanna tilraunarinnar vaknaði hugmyndin af því hvernig melting umræddra orma fer fram en þar spila mikið hlutverk sérstakar bakteríur sem búa í þörmum bjöllulirfanna og ensím sem þessi tiltekna baktería framleiðir. Þá var vitað fyrirfram að aðrar tegundir, á ensku skilgreindar sem ,,mealworms“ og ,,waxworms,“ borða plast. Munurinn á þessum maðkategundum er hins vegar sá að samkvæmt þessari tilraun, geta ofurormarnir góðu borðað meira magn af plasti og melt það hraðar. Segir í umfjöllun um tilraunina að ofurormarnir nái að borða átta sinnum meira magn af plasti til samanburði við aðrar tegundir sem borða plast. En hvernig fer plastið með heilsu ormanna? Svo virðist sem plastið hafi engin áhrif á líf og heilsu ormanna því 90% þeirra lifðu af þótt eina fæðan þeirra hafi verið plast í 21 dag. Þess skal getið að markmið tilraunarinnar er ekki það að til framtíðar muni ofurormar borða allt heimsins plast til að eyða því fyrir hönd neytenda. Tilraun vísindamannanna gangi út á að einangra þau efni í meltingarfærum ormanna, sem ná að eyða plastinu en með því er mögulega komin forsenda til frekari rannsókna á því hvernig hægt er að eyða plasti með sambærilegum efnum. Nýsköpun Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Sjá meira
Tilraunir fyrir endurvinnslu fara fram um allan heim og mikil nýsköpun í gangi á því sviði. Það sama á við um að endurnýta efni eða eyða því. Nýlega var birt grein í American Chemical Society þar sem sagt er frá nokkuð nýstárlegri tilraun. Hún felur það í sér að til að eyða plasti, fá ormar plastið sem fæðu. Að sögn forsvarsmanna tilraunarinnar, Jiaojie Li og Dae-wan Kim, fór tilraunin þannig fram að 50 ofurormum, þ.e. tegund skilgreind á ensku sem ,,superworms,“ hafi verið komið fyrir í búri. Ofurormarnir eru í raun bjöllulirfur og segir í umfjöllun FastCompany að þessi tegund sé nokkuð vinsæl í gæludýrabúðum vestra. Í búrið hjá ormunum voru sett tvö grömm af pólýstýren plasti og gekk tilraunin út á að athuga hvort ormarnir myndu leita í plastið sem fæðu. Og viti menn: 21 degi síðar höfðu ormarnir étið um 70% af plastmagninu. En hvaðan kom hugmyndin? Að sögn forsvarsmanna tilraunarinnar vaknaði hugmyndin af því hvernig melting umræddra orma fer fram en þar spila mikið hlutverk sérstakar bakteríur sem búa í þörmum bjöllulirfanna og ensím sem þessi tiltekna baktería framleiðir. Þá var vitað fyrirfram að aðrar tegundir, á ensku skilgreindar sem ,,mealworms“ og ,,waxworms,“ borða plast. Munurinn á þessum maðkategundum er hins vegar sá að samkvæmt þessari tilraun, geta ofurormarnir góðu borðað meira magn af plasti og melt það hraðar. Segir í umfjöllun um tilraunina að ofurormarnir nái að borða átta sinnum meira magn af plasti til samanburði við aðrar tegundir sem borða plast. En hvernig fer plastið með heilsu ormanna? Svo virðist sem plastið hafi engin áhrif á líf og heilsu ormanna því 90% þeirra lifðu af þótt eina fæðan þeirra hafi verið plast í 21 dag. Þess skal getið að markmið tilraunarinnar er ekki það að til framtíðar muni ofurormar borða allt heimsins plast til að eyða því fyrir hönd neytenda. Tilraun vísindamannanna gangi út á að einangra þau efni í meltingarfærum ormanna, sem ná að eyða plastinu en með því er mögulega komin forsenda til frekari rannsókna á því hvernig hægt er að eyða plasti með sambærilegum efnum.
Nýsköpun Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Sjá meira