Þungur og erfiður fundur í Karphúsinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2020 18:09 Á Landspítala starfa 1.445 hjúkrunarfræðingar í alls 1.067 stöðugildum. vísir/vilhelm Samningafundur í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins sem lauk stuttu eftir klukkan fjögur í dag var þungur og erfiður segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í samtali við fréttastofu. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar að svo stöddu. „Það hefur verið mjög gott samstarf milli samninganefnda og unnið úr og með álitaefni. En þetta eru þungar og erfiðar viðræður,“ segir Aðalsteinn. Fundur hófst í Karphúsinu klukkan 14 í dag en Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga boðaði ótímabundið verkfall á föstudag eftir að félagsmenn höfðu greitt atkvæði um málið. Alls greiddu 85,5% félagsmanna með verkfallsaðgerðunum en 82,2 prósent félagsmanna greiddu atkvæði. Ef ekki tekst að semja fyrir boðað verkfall hefst það klukkan átta að morgni 22. júní. Enn ber mikið í milli, sérstaklega hvað varðar launaliðinn og hjúkrunarfræðingar gera kröfu um hækkun launa. Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði í samtali við RÚV að áfram miði í viðræðum á meðan enn sé fundað. Að öðru leiti vildi hann ekki tjá sig um fundinn. Þá sagði hann fyrir helgi að ríkið hefði teygt sig eins langt og kostur væri til að koma til móts við kröfur hjúkrunarfræðinga. Á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í dag sagðist hún vona að það kæmi ekki til verkfalls og samningar myndu nást fljótlega. Alma D. Möller landlæknir tók undir það og sagði yfirvofandi verkfall vera ógn við heilbrigðiskerfið og að það yrði ekki rekið án hjúkrunarfræðinga. Kjaramál Verkföll 2020 Heilbrigðismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Samningafundur í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins sem lauk stuttu eftir klukkan fjögur í dag var þungur og erfiður segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í samtali við fréttastofu. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar að svo stöddu. „Það hefur verið mjög gott samstarf milli samninganefnda og unnið úr og með álitaefni. En þetta eru þungar og erfiðar viðræður,“ segir Aðalsteinn. Fundur hófst í Karphúsinu klukkan 14 í dag en Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga boðaði ótímabundið verkfall á föstudag eftir að félagsmenn höfðu greitt atkvæði um málið. Alls greiddu 85,5% félagsmanna með verkfallsaðgerðunum en 82,2 prósent félagsmanna greiddu atkvæði. Ef ekki tekst að semja fyrir boðað verkfall hefst það klukkan átta að morgni 22. júní. Enn ber mikið í milli, sérstaklega hvað varðar launaliðinn og hjúkrunarfræðingar gera kröfu um hækkun launa. Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði í samtali við RÚV að áfram miði í viðræðum á meðan enn sé fundað. Að öðru leiti vildi hann ekki tjá sig um fundinn. Þá sagði hann fyrir helgi að ríkið hefði teygt sig eins langt og kostur væri til að koma til móts við kröfur hjúkrunarfræðinga. Á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í dag sagðist hún vona að það kæmi ekki til verkfalls og samningar myndu nást fljótlega. Alma D. Möller landlæknir tók undir það og sagði yfirvofandi verkfall vera ógn við heilbrigðiskerfið og að það yrði ekki rekið án hjúkrunarfræðinga.
Kjaramál Verkföll 2020 Heilbrigðismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira