Þór/KA ætlar í toppbaráttu – Fær bandarískan leikmann Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2020 19:30 Þór/KA hefur verið í hópi betri liða landsins í mörg ár og ætlar sér að halda þeirri stöðu. vísir/bára „Við viljum og ætlum okkur að vera í toppbaráttu,“ segir Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. Liðið hefur bætt markaskorara í sinn hóp. Hin 22 ára gamla Madeline Gotta hefur skrifað undir samning við Þór/KA og er verið að kára formsatriði fyrir félagaskiptin, samkvæmt heimasíðu liðsins. Gotta kemur frá San Diego í Kaliforníu en lék með Gonzaga háskólanum í Washington-ríki. Á lokaári sínu í háskólaboltanum spilaði hún alla 19 leiki liðs síns, skoraði sjö mörk og átti fjórar stoðsendingar, samkvæmt heimasíðu Þórs/KA. Við bjóðum nýjan leikmann velkomna til okkar í Þór/KA. Madeline (Maddy) Gotta bætist í okkar frábæra leikmannahóp. // The newest addition to our great squad, Maddy Gotta, 22 y.o. American. #ViðerumÞórKA #WeAreThorKA #fotboltinet #heimavollurinn pic.twitter.com/KONkKM24Vp— Þór/KA (@thorkastelpur) June 9, 2020 „Ég er mjög spennt að vera á Íslandi í sumar og spila fyrir Þór/KA. Nokkrar af vinkonum mínum hafa spilað á Íslandi og hafa talað svo fallega um deildina og landið,“ er haft eftir Gotta á heimasíðunni, og þar eru einnig ummæli Andra Hjörvars þjálfara þess efnis að liðið ætli sér meira í sumar en til að mynda hefur verið spáð hér á Vísi. Madeline Gotta verður með Þór/KA í sumar.mynd/thorsport.is „Ég hef sagt það áður að ég er skotinn í þessum leikmannahópi sem við höfum. Við munum tefla fram mörgum ungum leikmönnum sem uppaldar eru hjá félögunum og sumar þeirra að stíga sín fyrstu skref í efstu deild, innan um reyndari leikmenn eins og Örnu Sif og Láru Einars, svo dæmi sé tekið. Með því að bæta Maddy við þennan hóp verðum við vonandi enn beittari fram á við og ég bíð bara spenntur eftir að mótið hefjist. Þrátt fyrir miklar breytingar á leikmannahópnum undanfarin tvö ár hefur metnaðurinn ekkert minnkað hjá okkur. Við viljum og ætlum okkur að vera í toppbaráttu,“ sagði Andri Hjörvar. Pepsi Max-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Spáin fyrir Pepsi Max kvenna 2020: Varkáru liðin (6. til 7. sæti) Tvö stórveldi í kvennafótboltanum síðustu ár, sem jafnan setja stefnuna á Íslandsmeistaratitilinn, þurfa að passa sig í sumar ef þau ætla ekki að dragast niður í fallbaráttuna. 9. júní 2020 14:00 Þór/KA fær liðsstyrk úr Kópavogi Berglind Baldursdóttir hefur fært sig úr Kópavoginum til Akureyrar. 31. maí 2020 09:00 Þór/KA fær enskan Sauðkræking í markið Þór/KA hefur fengið til sín enska markvörðinn Lauren-Amie Allen sem hefja mun æfingar með liðinu á morgun og leika með því í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í sumar. 11. maí 2020 17:38 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
„Við viljum og ætlum okkur að vera í toppbaráttu,“ segir Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. Liðið hefur bætt markaskorara í sinn hóp. Hin 22 ára gamla Madeline Gotta hefur skrifað undir samning við Þór/KA og er verið að kára formsatriði fyrir félagaskiptin, samkvæmt heimasíðu liðsins. Gotta kemur frá San Diego í Kaliforníu en lék með Gonzaga háskólanum í Washington-ríki. Á lokaári sínu í háskólaboltanum spilaði hún alla 19 leiki liðs síns, skoraði sjö mörk og átti fjórar stoðsendingar, samkvæmt heimasíðu Þórs/KA. Við bjóðum nýjan leikmann velkomna til okkar í Þór/KA. Madeline (Maddy) Gotta bætist í okkar frábæra leikmannahóp. // The newest addition to our great squad, Maddy Gotta, 22 y.o. American. #ViðerumÞórKA #WeAreThorKA #fotboltinet #heimavollurinn pic.twitter.com/KONkKM24Vp— Þór/KA (@thorkastelpur) June 9, 2020 „Ég er mjög spennt að vera á Íslandi í sumar og spila fyrir Þór/KA. Nokkrar af vinkonum mínum hafa spilað á Íslandi og hafa talað svo fallega um deildina og landið,“ er haft eftir Gotta á heimasíðunni, og þar eru einnig ummæli Andra Hjörvars þjálfara þess efnis að liðið ætli sér meira í sumar en til að mynda hefur verið spáð hér á Vísi. Madeline Gotta verður með Þór/KA í sumar.mynd/thorsport.is „Ég hef sagt það áður að ég er skotinn í þessum leikmannahópi sem við höfum. Við munum tefla fram mörgum ungum leikmönnum sem uppaldar eru hjá félögunum og sumar þeirra að stíga sín fyrstu skref í efstu deild, innan um reyndari leikmenn eins og Örnu Sif og Láru Einars, svo dæmi sé tekið. Með því að bæta Maddy við þennan hóp verðum við vonandi enn beittari fram á við og ég bíð bara spenntur eftir að mótið hefjist. Þrátt fyrir miklar breytingar á leikmannahópnum undanfarin tvö ár hefur metnaðurinn ekkert minnkað hjá okkur. Við viljum og ætlum okkur að vera í toppbaráttu,“ sagði Andri Hjörvar.
Pepsi Max-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Spáin fyrir Pepsi Max kvenna 2020: Varkáru liðin (6. til 7. sæti) Tvö stórveldi í kvennafótboltanum síðustu ár, sem jafnan setja stefnuna á Íslandsmeistaratitilinn, þurfa að passa sig í sumar ef þau ætla ekki að dragast niður í fallbaráttuna. 9. júní 2020 14:00 Þór/KA fær liðsstyrk úr Kópavogi Berglind Baldursdóttir hefur fært sig úr Kópavoginum til Akureyrar. 31. maí 2020 09:00 Þór/KA fær enskan Sauðkræking í markið Þór/KA hefur fengið til sín enska markvörðinn Lauren-Amie Allen sem hefja mun æfingar með liðinu á morgun og leika með því í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í sumar. 11. maí 2020 17:38 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
Spáin fyrir Pepsi Max kvenna 2020: Varkáru liðin (6. til 7. sæti) Tvö stórveldi í kvennafótboltanum síðustu ár, sem jafnan setja stefnuna á Íslandsmeistaratitilinn, þurfa að passa sig í sumar ef þau ætla ekki að dragast niður í fallbaráttuna. 9. júní 2020 14:00
Þór/KA fær liðsstyrk úr Kópavogi Berglind Baldursdóttir hefur fært sig úr Kópavoginum til Akureyrar. 31. maí 2020 09:00
Þór/KA fær enskan Sauðkræking í markið Þór/KA hefur fengið til sín enska markvörðinn Lauren-Amie Allen sem hefja mun æfingar með liðinu á morgun og leika með því í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í sumar. 11. maí 2020 17:38