Saksóknarar í Svíþjóð: „Skandia-maðurinn“ Stig Engström myrti Olof Palme Atli Ísleifsson skrifar 10. júní 2020 08:59 Stig Engström var talsvert í fjölmiðlum eftir morðið. Sagðist hafa verið einn sá fyrsti á vettvang og að hann gæti aðstoðað lögreglu við rannsóknina. Skjáskot Saksóknarar í Svíþjóð hafa nafngreint þann mann sem þeir segja hafa myrt forsætisráðherrann Olof Palme 28. febrúar 1986. Segja þeir það hafa verið Stig Engström sem hefur gengið undir nafninu Skandia-maðurinn í fjölmiðlum. Engström fyrirfór sér árið 2000 og segir saksóknarinn Krister Petersson að því verði ekki lögð fram ákæra í málinu og að rannsókninni verði því hætt þar sem ekki verði komist lengra. Palme var myrtur á horni Sveavägen og Tunnelgatan í miðborg Stokkhólms að kvöldi 28. febrúar 1986 og er morðrannsóknin sú umfangsmesta í sögu Svíþjóðar. Alls hafa 134 manns viðurkennt að hafa myrt forsætisráðherrann og þar af 29 manns beint við lögreglu. Kom fram í fjölmiðlum Skandia-maðurinn svokallaði hefur verið hluti af rannsókninni frá deginum eftir morðið þegar hann hringdi í lögreglu og sagðist vera vitni í málinu. Hann kom líka oft fram í fjölmiðlum eftir morðið á Palme og var þá duglegur að gagnrýna lögregluna. „Skandia-maðurinn“ starfaði á auglýsingadeild í Skandia-byggingunni í miðborg Stokkhólms á þeim tíma sem morðið átti sér stað. Hann stimplaði sig út úr vinnunni klukkan 23:19 umrætt kvöld og tveimur mínútum síðar var Palme og skotinn til bana. Saksóknarinn Petersson sagði á fundinum að vitnisburður Engström og lýsingar hans á framvindunni hafi ekki passað við frásagnir allra annarra sem voru á vettvangi. Hann hafi haft aðgang að vopni sem gæti hafa verið notað, að hann hafi verið virkur í hópnum sem hötuðust við Palme, hafi átt í fjárhagsvandræðum og glímt við áfengisfíkn. „Við teljum að við höfum komist eins langt og hægt er að fara fram á. Við komumst ekki hjá því að líta á einn mann sem árásarmanninn. Sá maður er Stig Engström,“ sagði Petersson á fundinum. Engström fyrirfór sér árið 2000. Olof Palme var forsætisráðherra Svíþjóðar á árunum 1969 til 1976 og aftur frá 1982 til dauðadags.Getty Petersson segir ennfremur að alls hafi um 90 þúsund manns komið við sögu í rannsókninni á Olof Palme og að búið væri að yfirheyra 10 þúsund manns. Hann sagði að Palme-hópurinn hafi farið að beina sjónum sínum að Engström á nýjan leik þegar nýir einstaklingar tóku við stjórn á rannsókninni árið 2016. Hafi þeir þá lesið skýrslu rannsóknarnefndarinnar frá árinu 1999. Einn einstaklingur, Stig Engström, hafi ekki passað inn í framvinduna og frásögn hans stangaðist á við frásagnir annarra vitna. „Við teljum að hann hafi hagað sér eins og morðingi myndi hafa hagað sér,“ sagði Petersson. Líklega ekki stærra samsæri Hann segir að rannsakendur hafi varið miklum tíma í að kanna hvort að morðið á Palme og aðild Engström hafi verið hluti af stærra samsæri. Þeir telji svo ekki vera þó að ekki sé hægt að útiloka það. Saksóknarinn segir að tæknileg sönnunargögn nú séu þau sömu og fyrir 34 árum. Byssukúlurnar væru í svo slæmu ásigkomulagi að ekki væri hægt að tengja þær við ákveðið vopn. Rannsakendur eru ekki með morðvopnið í höndunum líkt og sænskir fjölmiðar greindu frá fyrr í vikunni. Petersson sagði á blaðamannafundinum að klæðnaður Stig Engström umrætt kvöld passi vel við frásagnir fjölmargra annarra vitna. Þá hafi ekkert vitnanna bent á að Stig Engström hafi verið viðstaddur þar sem Palme-hjónin lágu í sárum sínum, líkt og Engström sagði sjálfur. Hafi hann verið þar hafi hann yfirgefið staðinn áður en önnur vitni hafi náð að meðtaka það. Petersson sagði ennfremur að upplýsingar frá Engström sjálfum passi að hluta til við gjörðir árásarmannsins. Hægt er að lesa um blaðamannafundinn í vaktinni að neðan.
Saksóknarar í Svíþjóð hafa nafngreint þann mann sem þeir segja hafa myrt forsætisráðherrann Olof Palme 28. febrúar 1986. Segja þeir það hafa verið Stig Engström sem hefur gengið undir nafninu Skandia-maðurinn í fjölmiðlum. Engström fyrirfór sér árið 2000 og segir saksóknarinn Krister Petersson að því verði ekki lögð fram ákæra í málinu og að rannsókninni verði því hætt þar sem ekki verði komist lengra. Palme var myrtur á horni Sveavägen og Tunnelgatan í miðborg Stokkhólms að kvöldi 28. febrúar 1986 og er morðrannsóknin sú umfangsmesta í sögu Svíþjóðar. Alls hafa 134 manns viðurkennt að hafa myrt forsætisráðherrann og þar af 29 manns beint við lögreglu. Kom fram í fjölmiðlum Skandia-maðurinn svokallaði hefur verið hluti af rannsókninni frá deginum eftir morðið þegar hann hringdi í lögreglu og sagðist vera vitni í málinu. Hann kom líka oft fram í fjölmiðlum eftir morðið á Palme og var þá duglegur að gagnrýna lögregluna. „Skandia-maðurinn“ starfaði á auglýsingadeild í Skandia-byggingunni í miðborg Stokkhólms á þeim tíma sem morðið átti sér stað. Hann stimplaði sig út úr vinnunni klukkan 23:19 umrætt kvöld og tveimur mínútum síðar var Palme og skotinn til bana. Saksóknarinn Petersson sagði á fundinum að vitnisburður Engström og lýsingar hans á framvindunni hafi ekki passað við frásagnir allra annarra sem voru á vettvangi. Hann hafi haft aðgang að vopni sem gæti hafa verið notað, að hann hafi verið virkur í hópnum sem hötuðust við Palme, hafi átt í fjárhagsvandræðum og glímt við áfengisfíkn. „Við teljum að við höfum komist eins langt og hægt er að fara fram á. Við komumst ekki hjá því að líta á einn mann sem árásarmanninn. Sá maður er Stig Engström,“ sagði Petersson á fundinum. Engström fyrirfór sér árið 2000. Olof Palme var forsætisráðherra Svíþjóðar á árunum 1969 til 1976 og aftur frá 1982 til dauðadags.Getty Petersson segir ennfremur að alls hafi um 90 þúsund manns komið við sögu í rannsókninni á Olof Palme og að búið væri að yfirheyra 10 þúsund manns. Hann sagði að Palme-hópurinn hafi farið að beina sjónum sínum að Engström á nýjan leik þegar nýir einstaklingar tóku við stjórn á rannsókninni árið 2016. Hafi þeir þá lesið skýrslu rannsóknarnefndarinnar frá árinu 1999. Einn einstaklingur, Stig Engström, hafi ekki passað inn í framvinduna og frásögn hans stangaðist á við frásagnir annarra vitna. „Við teljum að hann hafi hagað sér eins og morðingi myndi hafa hagað sér,“ sagði Petersson. Líklega ekki stærra samsæri Hann segir að rannsakendur hafi varið miklum tíma í að kanna hvort að morðið á Palme og aðild Engström hafi verið hluti af stærra samsæri. Þeir telji svo ekki vera þó að ekki sé hægt að útiloka það. Saksóknarinn segir að tæknileg sönnunargögn nú séu þau sömu og fyrir 34 árum. Byssukúlurnar væru í svo slæmu ásigkomulagi að ekki væri hægt að tengja þær við ákveðið vopn. Rannsakendur eru ekki með morðvopnið í höndunum líkt og sænskir fjölmiðar greindu frá fyrr í vikunni. Petersson sagði á blaðamannafundinum að klæðnaður Stig Engström umrætt kvöld passi vel við frásagnir fjölmargra annarra vitna. Þá hafi ekkert vitnanna bent á að Stig Engström hafi verið viðstaddur þar sem Palme-hjónin lágu í sárum sínum, líkt og Engström sagði sjálfur. Hafi hann verið þar hafi hann yfirgefið staðinn áður en önnur vitni hafi náð að meðtaka það. Petersson sagði ennfremur að upplýsingar frá Engström sjálfum passi að hluta til við gjörðir árásarmannsins. Hægt er að lesa um blaðamannafundinn í vaktinni að neðan.
Morðið á Olof Palme Svíþjóð Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira