Sjá sig sem fanga í Trump-lestinni Samúel Karl Ólason skrifar 10. júní 2020 15:07 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Patrick Semansky Kjörnir fulltrúar Repúblikanaflokksins telja sig vera fanga í Trump-lestinni og þeir geti ekki hoppað frá borði án þess að missa stöður þeirra á þingi og innan flokksins. Heilt yfir hafa Repúblikanar verulegar áhyggjur af því að miklar óvinsældir Donald Trump, forseta, muni koma verulega niður á flokknum í kosningunum í nóvember. Tæpir fimm mánuðir eru í kosningarnar og er Trump orðinn nokkuð einangraður innan Repúblikanaflokksins. Þingmenn hafa að undanförnu lagt mikið á sig til að forðast að tjá sig um fjölmörg hneykslismál Trump. Þeir eru einnig ósáttir við einhliða ákvörðun Trump um að fækka hermönnum verulega í Þýskalandi og þar að auki eru deilur innan flokksins um mögulegar endurbætur á löggjöf varðandi löggæsluembætti í Bandaríkjunum. Multiple polls show Trump's approval rating slipping into the 30s. @Gallup, @politico @MorningConsult and @Reuters @Ipsos all have him at 39% and @CNN at 38%https://t.co/dO8lpnsH2Dhttps://t.co/33Lkhy3emYhttps://t.co/lvSOQgYIwm— Peter Baker (@peterbakernyt) June 10, 2020 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, sagði blaðamönnum í gær að hann hefði fengið eina svarta öldungadeildarþingmann flokksins, Tim Scott, til að leiða hóp þingmanna í vinnu að frumvarpi varðandi löggæslubreytingar. Hann hunsaði ítrekaðar spurningar um viðhorf Trump, sem hefur margsinnis sagt að hann vilji að lögregla og þjóðvarðlið beiti valdi til að stöðva mótmælin. Hann hefur jafnvel hótað því að beita herafla Bandaríkjanna. Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, og Jared Kushner, tengdasonur Trump og hans helsti ráðgjafi, funduðu þó með þingmönnum í gær. Eftir fundinn sagði hann lítið um hver staðan væri, annað en að Trump væri hlynntur einhvers konar breytingum og hann vildi þær fyrr en seinna. Hann vildi þó ekkert segja um áherslur Repúblikana og ríkisstjórnarinnar. Kannanir ekki jákvæðar fyrir Trump Kannanir sýna Trump vera töluvert á eftir Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, á landsvísu og að hann stefni á að tapa í mikilvægum ríkjum. Samkvæmt heimildum Washington Post innan Repúblikanaflokksins hafa háttsettir aðilar þar miklar áhyggjur af stöðunni og getu Trump til að ná fram sigri fyrir sjálfan sig og flokkinn. Áhyggjur þessar er bersýnilegar í því að margir af mikilsmetnum aðilum innan flokksins hafa lýst því yfir að þeir muni ekki styðja forsetann í kosningunum. Sjá einnig: Bush á meðal repúblikana sem ætla ekki að kjósa Trump Jafnvel óttast forsvarsmenn flokksins að Repúblikanaflokkurinn gæti tapað meirihluta sínum í öldungadeildinni. Kosið verður um 35 öldungadeildarsæti í nóvember og eru Repúblikanar að verjast í 23 þeirra. Einn heimildarmaður Washington Post, sem hefur lengi starfað innan Repúblikanaflokksins, sagði umræðuna meðal toppa flokksins einkennast af því að þeir væru á sáttarþrepi sorgarferlisins. Þeir skildu að Trump stýrði ferðinni, að það innsta fram í nóvember, og það væri ekkert sem þeir gætu gert. Þeir væru fangar um borð í Trump-lestinni. Reynslan hefur sýnt þingmönnum Repúblikanaflokksins að þeir sem tala gegn Trump eiga ekki framtíð innan flokksins og muni ekki koma vel út úr forvölum. Þrátt fyrir það eru einhverjir þingmenn sem þykja standa höllum fæti sem hafa gert sitt til besta til að fjarlægjast Trump. Ráðgjafar flokksins hafa lagt til að þeir þingmenn forðist það að tjá sig um umdeild málefni forsetans í stað þess að tala gegn þeim. Þeir þurfi að halda sér fjarri öllum deilumálum og í sama mund passa sig að reita Trump ekki til reiði svo hann geti stutt þá í næstu kosningum. Binda vonir við efnahaginn Trump sjálfur virðist meðvitaður um að framboð hans til endurkjörs eigi í vandræðum. Hann og ráðgjafar hans binda miklar vonir við það að efnahagur Bandaríkjanna verði aftur kominn á flug í haust. Kannanir hafa ítrekað sýnt að kjósendur vestanhafs hafa verið ánægðir með meðhöndlun Trump á efnahagsmálum. Þar að auki binda Trump-liðar vonir við að þeim takist að gera Biden óvinsælan. Til stendur að reyna að baða hann í neikvæðu ljósi og lýsa honum sem fjar-vinstri róttæklingi sem ætli sér að gerbreyta Bandaríkjunum. Sjálfur hefur Trump sagt að nái Demókratar völdum muni þeir „eyðileggja“ Bandaríkin. Sást það vel á einu tísti hans í dag þar sem hann sagði að hinir „róttæku“ Demókratar ætli sér að loka lögregluembættum víða í Bandaríkjunum. Það er ekki rétt. Joe Biden hefur þegar lýst því yfir að hann vilji ekki leggja niður lögregluna, þó ljóst sé að breytinga sé þörf. Vill endurskapa stemninguna AP fréttaveitan segir Trump vinna að því að safna saman þeim aðilum sem komu að framboði hans fyrir kosningarnar 2016 og hann vilji mynda sama hóp aftur. Þannig geti hann endurskapað aðstæðurnar sem komu honum í Hvíta húsið. Ráðgjafar hans segja þó mikinn mun á stöðunni nú og þá og, samkvæmt heimildum AP, hafa þeir áhyggjur af stöðu framboðsins. Sam Nunberg, sem kom að framboði Trump fyrir kosningarnar 2016, segir ólíklegt að þessar ráðningar muni hjálpa Trump. Getur ekki háð sama stríðið aftur „Raunveruleikinn er sá að hann rétt svo vann og hann hefur ekki gert neitt til að auka fylgi sitt,“ sagði Nunberg. „Hann getur ekki unnið á nostalgíu. Þetta er ekki sama kosningabaráttan. Þessi barátta mun ekki snúast um slagorð og þema. Hún mun snúast um: Hvað þú hefur gert fyrir mig og af hverju ætti ég að kjósa þig aftur?“ „Hann getur ekki háð sama stríðið aftur. Það er kominn tími til að aðlagast eða deyja,“ sagði Nunberg, sem mun ekki ganga aftur til liðs við framboð Trump. Þó útlitið sé eins og það er þá er senn margt sem getur gerst á næstu mánuðum. Eins og einn viðmælandi Washington Post orðaði það: „Ef næstu fimm mánuðir verða álíkir síðustu fimm mánuðum, hefur enginn hugmynd um hvernig útlitið verður í nóvember.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Kjörnir fulltrúar Repúblikanaflokksins telja sig vera fanga í Trump-lestinni og þeir geti ekki hoppað frá borði án þess að missa stöður þeirra á þingi og innan flokksins. Heilt yfir hafa Repúblikanar verulegar áhyggjur af því að miklar óvinsældir Donald Trump, forseta, muni koma verulega niður á flokknum í kosningunum í nóvember. Tæpir fimm mánuðir eru í kosningarnar og er Trump orðinn nokkuð einangraður innan Repúblikanaflokksins. Þingmenn hafa að undanförnu lagt mikið á sig til að forðast að tjá sig um fjölmörg hneykslismál Trump. Þeir eru einnig ósáttir við einhliða ákvörðun Trump um að fækka hermönnum verulega í Þýskalandi og þar að auki eru deilur innan flokksins um mögulegar endurbætur á löggjöf varðandi löggæsluembætti í Bandaríkjunum. Multiple polls show Trump's approval rating slipping into the 30s. @Gallup, @politico @MorningConsult and @Reuters @Ipsos all have him at 39% and @CNN at 38%https://t.co/dO8lpnsH2Dhttps://t.co/33Lkhy3emYhttps://t.co/lvSOQgYIwm— Peter Baker (@peterbakernyt) June 10, 2020 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, sagði blaðamönnum í gær að hann hefði fengið eina svarta öldungadeildarþingmann flokksins, Tim Scott, til að leiða hóp þingmanna í vinnu að frumvarpi varðandi löggæslubreytingar. Hann hunsaði ítrekaðar spurningar um viðhorf Trump, sem hefur margsinnis sagt að hann vilji að lögregla og þjóðvarðlið beiti valdi til að stöðva mótmælin. Hann hefur jafnvel hótað því að beita herafla Bandaríkjanna. Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, og Jared Kushner, tengdasonur Trump og hans helsti ráðgjafi, funduðu þó með þingmönnum í gær. Eftir fundinn sagði hann lítið um hver staðan væri, annað en að Trump væri hlynntur einhvers konar breytingum og hann vildi þær fyrr en seinna. Hann vildi þó ekkert segja um áherslur Repúblikana og ríkisstjórnarinnar. Kannanir ekki jákvæðar fyrir Trump Kannanir sýna Trump vera töluvert á eftir Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, á landsvísu og að hann stefni á að tapa í mikilvægum ríkjum. Samkvæmt heimildum Washington Post innan Repúblikanaflokksins hafa háttsettir aðilar þar miklar áhyggjur af stöðunni og getu Trump til að ná fram sigri fyrir sjálfan sig og flokkinn. Áhyggjur þessar er bersýnilegar í því að margir af mikilsmetnum aðilum innan flokksins hafa lýst því yfir að þeir muni ekki styðja forsetann í kosningunum. Sjá einnig: Bush á meðal repúblikana sem ætla ekki að kjósa Trump Jafnvel óttast forsvarsmenn flokksins að Repúblikanaflokkurinn gæti tapað meirihluta sínum í öldungadeildinni. Kosið verður um 35 öldungadeildarsæti í nóvember og eru Repúblikanar að verjast í 23 þeirra. Einn heimildarmaður Washington Post, sem hefur lengi starfað innan Repúblikanaflokksins, sagði umræðuna meðal toppa flokksins einkennast af því að þeir væru á sáttarþrepi sorgarferlisins. Þeir skildu að Trump stýrði ferðinni, að það innsta fram í nóvember, og það væri ekkert sem þeir gætu gert. Þeir væru fangar um borð í Trump-lestinni. Reynslan hefur sýnt þingmönnum Repúblikanaflokksins að þeir sem tala gegn Trump eiga ekki framtíð innan flokksins og muni ekki koma vel út úr forvölum. Þrátt fyrir það eru einhverjir þingmenn sem þykja standa höllum fæti sem hafa gert sitt til besta til að fjarlægjast Trump. Ráðgjafar flokksins hafa lagt til að þeir þingmenn forðist það að tjá sig um umdeild málefni forsetans í stað þess að tala gegn þeim. Þeir þurfi að halda sér fjarri öllum deilumálum og í sama mund passa sig að reita Trump ekki til reiði svo hann geti stutt þá í næstu kosningum. Binda vonir við efnahaginn Trump sjálfur virðist meðvitaður um að framboð hans til endurkjörs eigi í vandræðum. Hann og ráðgjafar hans binda miklar vonir við það að efnahagur Bandaríkjanna verði aftur kominn á flug í haust. Kannanir hafa ítrekað sýnt að kjósendur vestanhafs hafa verið ánægðir með meðhöndlun Trump á efnahagsmálum. Þar að auki binda Trump-liðar vonir við að þeim takist að gera Biden óvinsælan. Til stendur að reyna að baða hann í neikvæðu ljósi og lýsa honum sem fjar-vinstri róttæklingi sem ætli sér að gerbreyta Bandaríkjunum. Sjálfur hefur Trump sagt að nái Demókratar völdum muni þeir „eyðileggja“ Bandaríkin. Sást það vel á einu tísti hans í dag þar sem hann sagði að hinir „róttæku“ Demókratar ætli sér að loka lögregluembættum víða í Bandaríkjunum. Það er ekki rétt. Joe Biden hefur þegar lýst því yfir að hann vilji ekki leggja niður lögregluna, þó ljóst sé að breytinga sé þörf. Vill endurskapa stemninguna AP fréttaveitan segir Trump vinna að því að safna saman þeim aðilum sem komu að framboði hans fyrir kosningarnar 2016 og hann vilji mynda sama hóp aftur. Þannig geti hann endurskapað aðstæðurnar sem komu honum í Hvíta húsið. Ráðgjafar hans segja þó mikinn mun á stöðunni nú og þá og, samkvæmt heimildum AP, hafa þeir áhyggjur af stöðu framboðsins. Sam Nunberg, sem kom að framboði Trump fyrir kosningarnar 2016, segir ólíklegt að þessar ráðningar muni hjálpa Trump. Getur ekki háð sama stríðið aftur „Raunveruleikinn er sá að hann rétt svo vann og hann hefur ekki gert neitt til að auka fylgi sitt,“ sagði Nunberg. „Hann getur ekki unnið á nostalgíu. Þetta er ekki sama kosningabaráttan. Þessi barátta mun ekki snúast um slagorð og þema. Hún mun snúast um: Hvað þú hefur gert fyrir mig og af hverju ætti ég að kjósa þig aftur?“ „Hann getur ekki háð sama stríðið aftur. Það er kominn tími til að aðlagast eða deyja,“ sagði Nunberg, sem mun ekki ganga aftur til liðs við framboð Trump. Þó útlitið sé eins og það er þá er senn margt sem getur gerst á næstu mánuðum. Eins og einn viðmælandi Washington Post orðaði það: „Ef næstu fimm mánuðir verða álíkir síðustu fimm mánuðum, hefur enginn hugmynd um hvernig útlitið verður í nóvember.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent