Tilfinningaþrunginn dagur fyrir Svía Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. júní 2020 19:00 Sænskir saksóknarar telja að Stig Engström, hinn svokallaði Skandia-maður, hafi orðið Olof Palme forsætisráðherra að bana þann 28. febrúar 1986. Rannsóknin á morðinu á Palme er sú umfangsmesta í sögu Svíþjóðar. Engström var upphaflega vitni í málinu en á blaðamannafundi í morgun sagði Krister Petersson saksóknari að vitnisburður Engström og lýsingar hans á framvindunni hafi ekki passað við frásagnir allra annarra sem voru á vettvangi. Hann hafi haft aðgang að vopni sem gæti hafa verið notað. Eitt er þó víst, Engström verður ekki ákærður enda stytti hann sér aldur árið 2000. „Þar sem Stig Engström er látinn get ég ekki sótt hann til saka né yfirheyrt. Því hef ég ákveðið að rannsókninni sé nú lokið, enda sá grunaði látinn,“ sagði Petersson. Joakim Palme, sonur þeirra Olof og Lisbet forsætisráðherrahjóna, segist viss um að Engström sé sá seki. „Mér þykir saksóknarar hafa nýtt sönnunargögnin af vettvangi eins vel og hægt er og það dugar til að sannfæra mig um það hver sá seki er,“ sagði Joakim Palme. Stefan Löfven, núverandi forsætisráðherra, boðaði til blaðamannafundar og sagði þetta afar tilfinningaþrunginn dag. „Í réttarríki er ekki ríkisstjórnarinnar að fella dóm né byggja ákvarðanir á niðurstöðu saksóknara. En sem manneskja og sem leiðtogi sama flokks og Olof Palme get ég sagt að þetta er afar tilfinningaþrunginn dagur. Besta leiðin til að binda endi á þetta hefði auðvitað verið að fá sakfellingu.“ Morðið á Olof Palme Svíþjóð Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Sænskir saksóknarar telja að Stig Engström, hinn svokallaði Skandia-maður, hafi orðið Olof Palme forsætisráðherra að bana þann 28. febrúar 1986. Rannsóknin á morðinu á Palme er sú umfangsmesta í sögu Svíþjóðar. Engström var upphaflega vitni í málinu en á blaðamannafundi í morgun sagði Krister Petersson saksóknari að vitnisburður Engström og lýsingar hans á framvindunni hafi ekki passað við frásagnir allra annarra sem voru á vettvangi. Hann hafi haft aðgang að vopni sem gæti hafa verið notað. Eitt er þó víst, Engström verður ekki ákærður enda stytti hann sér aldur árið 2000. „Þar sem Stig Engström er látinn get ég ekki sótt hann til saka né yfirheyrt. Því hef ég ákveðið að rannsókninni sé nú lokið, enda sá grunaði látinn,“ sagði Petersson. Joakim Palme, sonur þeirra Olof og Lisbet forsætisráðherrahjóna, segist viss um að Engström sé sá seki. „Mér þykir saksóknarar hafa nýtt sönnunargögnin af vettvangi eins vel og hægt er og það dugar til að sannfæra mig um það hver sá seki er,“ sagði Joakim Palme. Stefan Löfven, núverandi forsætisráðherra, boðaði til blaðamannafundar og sagði þetta afar tilfinningaþrunginn dag. „Í réttarríki er ekki ríkisstjórnarinnar að fella dóm né byggja ákvarðanir á niðurstöðu saksóknara. En sem manneskja og sem leiðtogi sama flokks og Olof Palme get ég sagt að þetta er afar tilfinningaþrunginn dagur. Besta leiðin til að binda endi á þetta hefði auðvitað verið að fá sakfellingu.“
Morðið á Olof Palme Svíþjóð Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira