Liverpool goðsögn óttast að Klopp fari frá Liverpool og taki við Bayern Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2020 15:30 Virgil van Dijk og Jürgen Klopp hafa væntanlega ástæðu til að fagna á næstunni. Getty/Andrew Powell Jürgen Klopp er sex stigum frá því að gera Liverpool að enskum meisturum í fyrsta sinn í þrjátíu ár og verða um leið fyrsti knattspyrnustjóri Liverpool til að vinna ensku úrvalsdeildina. Jürgen Klopp tók við liðinu árið 2015 og hefur byggt upp frábært lið á Anfield, lið sem er ekki aðeins að vinna ensku úrvalsdeildina í ár, heldur rústa henni. Vangaveltur Liverpool goðsagnarinnar Steve McManaman eru því kannski ekki skemmtilegur lestur fyrir stuðningsmenn Liverpool liðsins sem vilja nú fagna því að enska úrvalsdeildina sé aftur að fara af stað og að þeir geti loksins farið að fagna enska meistaratitlinum. Steve McManaman tips Jurgen Klopp to leave Liverpool for Bayern Munich https://t.co/05o0iRbyiJ pic.twitter.com/zVkGurLex2— Mirror Football (@MirrorFootball) June 11, 2020 Steve McManaman var spurður út í Jürgen Klopp og framtíð hans hjá Liverpool. „Ég held að hann elski Liverpool og ensku úrvalsdeildina. En ég sé hann líka fyrir mér fara aftur til Þýskalands og taka við liði Bayern München,“ sagði Steve McManaman við Daily Star. „Hvernig félagið er rekið og hvernig er komið fram við þýsku stjórana þarna. Ég held að við getum ekki útilokað það. Fyrir nokkrum árum leit eins og Bayern væri á á síðasta snúningi en núna eru þeir með marga spennandi unga og hungraða leikmenn í bland við þá eldri,“ sagði McManaman. Real Madrid hefur verið orðað við Jürgen Klopp eins og marga af hans stjörnuleikmönnum. Steve McManaman efast hins vegar um að Klopp hefði áhuga á því að fara til Spánar. „Ég er ekki viss um að Klopp hafi ástríðuna fyrir því að taka við Real Madrid eða Barcelona og ég sé ekki af hverju hann ætti að fara til Spánar,“ sagði Steve McManaman. Steve McManaman er alinn upp hjá Liverpool og lék með liðinu frá 1990 til 1999 en hann fór þaðan til Real Madrid og endaði svo ferilinn hjá Manchester City. Enski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Sjá meira
Jürgen Klopp er sex stigum frá því að gera Liverpool að enskum meisturum í fyrsta sinn í þrjátíu ár og verða um leið fyrsti knattspyrnustjóri Liverpool til að vinna ensku úrvalsdeildina. Jürgen Klopp tók við liðinu árið 2015 og hefur byggt upp frábært lið á Anfield, lið sem er ekki aðeins að vinna ensku úrvalsdeildina í ár, heldur rústa henni. Vangaveltur Liverpool goðsagnarinnar Steve McManaman eru því kannski ekki skemmtilegur lestur fyrir stuðningsmenn Liverpool liðsins sem vilja nú fagna því að enska úrvalsdeildina sé aftur að fara af stað og að þeir geti loksins farið að fagna enska meistaratitlinum. Steve McManaman tips Jurgen Klopp to leave Liverpool for Bayern Munich https://t.co/05o0iRbyiJ pic.twitter.com/zVkGurLex2— Mirror Football (@MirrorFootball) June 11, 2020 Steve McManaman var spurður út í Jürgen Klopp og framtíð hans hjá Liverpool. „Ég held að hann elski Liverpool og ensku úrvalsdeildina. En ég sé hann líka fyrir mér fara aftur til Þýskalands og taka við liði Bayern München,“ sagði Steve McManaman við Daily Star. „Hvernig félagið er rekið og hvernig er komið fram við þýsku stjórana þarna. Ég held að við getum ekki útilokað það. Fyrir nokkrum árum leit eins og Bayern væri á á síðasta snúningi en núna eru þeir með marga spennandi unga og hungraða leikmenn í bland við þá eldri,“ sagði McManaman. Real Madrid hefur verið orðað við Jürgen Klopp eins og marga af hans stjörnuleikmönnum. Steve McManaman efast hins vegar um að Klopp hefði áhuga á því að fara til Spánar. „Ég er ekki viss um að Klopp hafi ástríðuna fyrir því að taka við Real Madrid eða Barcelona og ég sé ekki af hverju hann ætti að fara til Spánar,“ sagði Steve McManaman. Steve McManaman er alinn upp hjá Liverpool og lék með liðinu frá 1990 til 1999 en hann fór þaðan til Real Madrid og endaði svo ferilinn hjá Manchester City.
Enski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Sjá meira