Segir of langt á milli hjúkrunarfræðinga og ríkisins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júní 2020 10:56 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Erla Björg Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir ríkisins annars vegar, og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, FÍH, hins vegar, á sinn fund klukkan 14:30 í dag. Formaður FÍH segir stöðuna sem er uppi í kjaradeilum hjúkrunarfræðinga og ríkisins grafalvarlega. „Staðan er mjög svipuð og hún var eftir síðasta fund. Hún er bara grafalvarleg,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður FÍH, í samtali við Vísi. Aðspurð segir Guðbjörg langt á milli samninganefnda í deilunni. Of langt til þess að hún sjái fyrir sér að náð verði saman á næstunni. Hún segir einnig að þó sátt hafi náðst um margt, sé það launaliðurinn sem hafi sett verulegt strik í reikninginn, og valdi því hve langt er á milli samninganefndanna. „Ríkissáttasemjari stýrir þessum viðræðum og hefur boðað til fundar í dag. Við ætlum að mæta á hann, að sjálfsögðu. Svo sjáum við bara hvað verður rætt þar.“ Tilbúin til að funda meðan ástæða þykir til Guðbjörg segir viðræðurnar vera á erfiðu stigi, og allt útlit fyrir að af fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum hjúkrunarfræðinga, þann 22. júní næstkomandi, verði. „Við erum á mjög erfiðum stað í viðræðunum og það virðist bara vera of langt í milli hjá okkur. Samhliða því erum við bara að undirbúa verkfallsaðgerðir, því það tekur tíma og daga. Við erum bara á fullu í þeim undirbúningi.“ Guðbjörg segir þrátt fyrir þetta að FÍH sé tilbúið til að funda, í það minnsta meðan ástæða þykir til. „Við erum búin að sitja við þetta borð í 15 mánuði. Ég hef nú reynt að halda í bjartsýnina og þess vegna erum við þar sem við erum í dag, enn þá þarna [við samningaborðið]. Ég er alveg hætt að spá í þá kristalskúlu. Við tökum bara einn dag í einu. Kjaramál Heilbrigðismál Verkföll 2020 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir ríkisins annars vegar, og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, FÍH, hins vegar, á sinn fund klukkan 14:30 í dag. Formaður FÍH segir stöðuna sem er uppi í kjaradeilum hjúkrunarfræðinga og ríkisins grafalvarlega. „Staðan er mjög svipuð og hún var eftir síðasta fund. Hún er bara grafalvarleg,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður FÍH, í samtali við Vísi. Aðspurð segir Guðbjörg langt á milli samninganefnda í deilunni. Of langt til þess að hún sjái fyrir sér að náð verði saman á næstunni. Hún segir einnig að þó sátt hafi náðst um margt, sé það launaliðurinn sem hafi sett verulegt strik í reikninginn, og valdi því hve langt er á milli samninganefndanna. „Ríkissáttasemjari stýrir þessum viðræðum og hefur boðað til fundar í dag. Við ætlum að mæta á hann, að sjálfsögðu. Svo sjáum við bara hvað verður rætt þar.“ Tilbúin til að funda meðan ástæða þykir til Guðbjörg segir viðræðurnar vera á erfiðu stigi, og allt útlit fyrir að af fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum hjúkrunarfræðinga, þann 22. júní næstkomandi, verði. „Við erum á mjög erfiðum stað í viðræðunum og það virðist bara vera of langt í milli hjá okkur. Samhliða því erum við bara að undirbúa verkfallsaðgerðir, því það tekur tíma og daga. Við erum bara á fullu í þeim undirbúningi.“ Guðbjörg segir þrátt fyrir þetta að FÍH sé tilbúið til að funda, í það minnsta meðan ástæða þykir til. „Við erum búin að sitja við þetta borð í 15 mánuði. Ég hef nú reynt að halda í bjartsýnina og þess vegna erum við þar sem við erum í dag, enn þá þarna [við samningaborðið]. Ég er alveg hætt að spá í þá kristalskúlu. Við tökum bara einn dag í einu.
Kjaramál Heilbrigðismál Verkföll 2020 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira