Vill umsagnir um hvort rétt sé að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júní 2020 10:45 Eyjafjörður er sjókvíalaus, enn sem komið er. Vísir/Tryggvi Páll Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði. Sveitarfélög á svæðunum hafa einnig verið beðin um umsögn. Stutt er síðan bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti að leggja til við Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi, eitthvað sem fór ekki vel í sveitarstjórnarmenn í Fjallabyggð við utanverðan Eyjafjörð, sem vilja kanna betur hvort fiskeldi við Eyjafjörð geti verið fýsilegur kostur þegar kemur að atvinnuuppbyggingu. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er búið að friða stóran hluta fjarða og flóa á Norður- og Austurlandi fyrir laxeldi í sjó, en Eyjafjörður og firðirnir tveir í Norðfjarðarflóa eru ekki friðaðir. Þá eru flestir firðir á Vestfjörðum ófriðaðir en umsagnarbeiðni ráðuneytisins nú nær til Jökulfjarða á Vestfjörðum, fimm fjarða sem ganga inn úr Ísafjarðardjúpi norðanverðu. Ekki má stunda laxeldi í sjó innan við rauðu línurnar. Í tilkynningu frá ráðuneytinu er tekið fram að ekkert af þessum svæðum sé burðarþolsmetið með tilliti til laxeldis í sjó og engin rekstrarleyfi eða umsóknir um rekstrarleyfi séu til staðar á þessum svæðum. Þá segir jafnframt að umsagnarbeiðnirnar séu sendar á grundvelli laga um fiskeldis þar sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra getur, að fenginni umsögn Fiskistofu, Matvælastofnunar, Hafrannsóknastofnunar og viðkomandi sveitarstjórnar, takmarkað eða bannað fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í einstaka fjörðum, flóum eða á svæðum sem teljast sérlega viðkvæm gagnvart fiskeldi. Sjávarútsvegsráðherra heldur opinn fund um fiskeldi á Norðurlandi í Hofi á Akureyri í kvöld klukkan átta. Akureyri Fjarðabyggð Ísafjarðarbær Fiskeldi Svalbarðsstrandarhreppur Hörgársveit Grýtubakkahreppur Dalvíkurbyggð Eyjafjarðarsveit Fjallabyggð Tengdar fréttir Strandsvæðaskipulag nauðsynlegt fyrsta skref Formaður bæjarstjórnar Akureyrar vill að unnið verði strandsvæðaskipulag fyrir Eyjafjörð, áður en ákveðið verður hvort friða eigi fjörðinn fyrir fiskeldi í sjó. 24. maí 2020 12:30 Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði. Sveitarfélög á svæðunum hafa einnig verið beðin um umsögn. Stutt er síðan bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti að leggja til við Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi, eitthvað sem fór ekki vel í sveitarstjórnarmenn í Fjallabyggð við utanverðan Eyjafjörð, sem vilja kanna betur hvort fiskeldi við Eyjafjörð geti verið fýsilegur kostur þegar kemur að atvinnuuppbyggingu. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er búið að friða stóran hluta fjarða og flóa á Norður- og Austurlandi fyrir laxeldi í sjó, en Eyjafjörður og firðirnir tveir í Norðfjarðarflóa eru ekki friðaðir. Þá eru flestir firðir á Vestfjörðum ófriðaðir en umsagnarbeiðni ráðuneytisins nú nær til Jökulfjarða á Vestfjörðum, fimm fjarða sem ganga inn úr Ísafjarðardjúpi norðanverðu. Ekki má stunda laxeldi í sjó innan við rauðu línurnar. Í tilkynningu frá ráðuneytinu er tekið fram að ekkert af þessum svæðum sé burðarþolsmetið með tilliti til laxeldis í sjó og engin rekstrarleyfi eða umsóknir um rekstrarleyfi séu til staðar á þessum svæðum. Þá segir jafnframt að umsagnarbeiðnirnar séu sendar á grundvelli laga um fiskeldis þar sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra getur, að fenginni umsögn Fiskistofu, Matvælastofnunar, Hafrannsóknastofnunar og viðkomandi sveitarstjórnar, takmarkað eða bannað fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í einstaka fjörðum, flóum eða á svæðum sem teljast sérlega viðkvæm gagnvart fiskeldi. Sjávarútsvegsráðherra heldur opinn fund um fiskeldi á Norðurlandi í Hofi á Akureyri í kvöld klukkan átta.
Akureyri Fjarðabyggð Ísafjarðarbær Fiskeldi Svalbarðsstrandarhreppur Hörgársveit Grýtubakkahreppur Dalvíkurbyggð Eyjafjarðarsveit Fjallabyggð Tengdar fréttir Strandsvæðaskipulag nauðsynlegt fyrsta skref Formaður bæjarstjórnar Akureyrar vill að unnið verði strandsvæðaskipulag fyrir Eyjafjörð, áður en ákveðið verður hvort friða eigi fjörðinn fyrir fiskeldi í sjó. 24. maí 2020 12:30 Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Strandsvæðaskipulag nauðsynlegt fyrsta skref Formaður bæjarstjórnar Akureyrar vill að unnið verði strandsvæðaskipulag fyrir Eyjafjörð, áður en ákveðið verður hvort friða eigi fjörðinn fyrir fiskeldi í sjó. 24. maí 2020 12:30
Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06