Svona verður haldið upp á 17. júní í Reykjavík Andri Eysteinsson skrifar 11. júní 2020 11:58 Aldís Amah Hamilton var fjallkonan í fyrra. Aldís las upp ljóð eftir Bubba Morthens. Vísir/Friðrik Þjóðhátíðardagur Íslands verður haldinn hátíðlegur 17. júní næstkomandi en vegna alheimsfaraldurs kórónuveirunnar verða hátíðahöld í Reykjavík með óhefðbundnu sniði í ár. Borgarbúar eru hvattir til að halda upp á daginn með fjölskyldu og vinum og skreyta heimili sín og garða í fánalitum og með fánum. Reykjavíkurborg mun standa fyrir leiknum Teljum fána sem innblásinn er af einni vinsælustu afþreyingu landsins. Á þjóðhátíðardaginn er ætlunin að fólk gangi um hverfi borgarinnar og reyni að koma auga á fána í gluggum, görðum og víðar. Rétt eins og gert var með bangsa í miðju samkomubanni. Tvenn verðlaun verða í boði sem senda inn fánatölur á netfangið [email protected]. Hefðbundin dagskrá á Austurvelli Hefðbundin dagskrá verður haldin fyrri part dags en morgunathöfn á Austurvelli fer fram með hefðbundnu sniði. Forsætisráðherra heldur ávarp og fjallkonan frumflytur sérsamið ljóð við tilefnið. Nýstúdentar munu leggja blómsveig við leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur í Hólavallakirkjugarði áður en Forseti borgarstjórnar flytur ávarp á meðan skátar standa heiðursvakt. Boðið verður upp á létta stemmningu á milli 13-18 í miðborginni með aðstoð plötusnúðs á Klambratúni, matarvagnar verða á svæðinu og sirkuslistamenn sýna listir sínar. Lúðrasveitir verða í miðborginni frá 13-18 og kórar, listhópar og Götuleikhúsið bregða á leik til að skapa óvæntar upplifanir. Fólk er þó hvatt til að setja upp sína eigin þjóðhátíð með vinum og ættingjum. Saga Garðarsdóttir og Katrín Halldóra ætla að ráðleggja borgarbúum hvernig hægt er að halda upp á daginn með pompi og prakt heima fyrir eða í nágrenni heimilisins en eitt myndbandanna má sjá hér að neðan. Öll myndböndin birtast þó á Facebooksíðu 17. júní. 17. júní Reykjavík Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Þjóðhátíðardagur Íslands verður haldinn hátíðlegur 17. júní næstkomandi en vegna alheimsfaraldurs kórónuveirunnar verða hátíðahöld í Reykjavík með óhefðbundnu sniði í ár. Borgarbúar eru hvattir til að halda upp á daginn með fjölskyldu og vinum og skreyta heimili sín og garða í fánalitum og með fánum. Reykjavíkurborg mun standa fyrir leiknum Teljum fána sem innblásinn er af einni vinsælustu afþreyingu landsins. Á þjóðhátíðardaginn er ætlunin að fólk gangi um hverfi borgarinnar og reyni að koma auga á fána í gluggum, görðum og víðar. Rétt eins og gert var með bangsa í miðju samkomubanni. Tvenn verðlaun verða í boði sem senda inn fánatölur á netfangið [email protected]. Hefðbundin dagskrá á Austurvelli Hefðbundin dagskrá verður haldin fyrri part dags en morgunathöfn á Austurvelli fer fram með hefðbundnu sniði. Forsætisráðherra heldur ávarp og fjallkonan frumflytur sérsamið ljóð við tilefnið. Nýstúdentar munu leggja blómsveig við leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur í Hólavallakirkjugarði áður en Forseti borgarstjórnar flytur ávarp á meðan skátar standa heiðursvakt. Boðið verður upp á létta stemmningu á milli 13-18 í miðborginni með aðstoð plötusnúðs á Klambratúni, matarvagnar verða á svæðinu og sirkuslistamenn sýna listir sínar. Lúðrasveitir verða í miðborginni frá 13-18 og kórar, listhópar og Götuleikhúsið bregða á leik til að skapa óvæntar upplifanir. Fólk er þó hvatt til að setja upp sína eigin þjóðhátíð með vinum og ættingjum. Saga Garðarsdóttir og Katrín Halldóra ætla að ráðleggja borgarbúum hvernig hægt er að halda upp á daginn með pompi og prakt heima fyrir eða í nágrenni heimilisins en eitt myndbandanna má sjá hér að neðan. Öll myndböndin birtast þó á Facebooksíðu 17. júní.
17. júní Reykjavík Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira