Stjórnvöld fá ekki að komast upp með að lofa og svíkja Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. júní 2020 21:04 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir flest benda til þess að setjast þurfi aftur að samningaborðinu í haust. Vísir/Stöð2 Formaður VR á von á að lífskjarasamningunum verði sagt upp í haust. Hann segir hart sótt að verkalýðshreyfingunni nú og réttindum launafólks. Stjórnvöldum verði ekki leyft að komast upp með það að lofa og svíkja. Í byrjun september virkjast endurskoðunarákvæði sem er í lífskjarasamningunum en þá verður meðal annars hægt að segja samningnum upp. Samningarnir eiga að óbreyttu að gilda til ársins 2022. Stjórn VR fundaði í gær og ræddi endurskoðunina í haust. „Ég á frekar von á því að samningunum verði sagt upp. Mér líst ekki á blikuna og við funduðum um þetta stjórn VR í gær á stjórnarfundi og það er bara mjög þungt hljóðið í fólki,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Á meðal þess sem stjórnin er mjög ósátt við er að stjórnvöld hafi ekki staðið við loforð um afnám 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána. Ragnar segir að ef samningum verður sagt upp muni VR leggja fram nýjar kröfur í samræmi við það ástand sem skapast hefur vegna kórónuveirufaraldursins. „Hér er afkomuöryggi fólks ógnað alls staðar. Það er mjög hart sótt að verkalýðshreyfingunni, réttindum okkar sem við höfum tekið áratugi að byggja upp, þannig ég sé það fyrir mér að kröfugerðin hún verði uppfærð. Það verði margt nýtt sett inn bæði gagnvart stjórnvöldum og atvinnulífinu að öðrum kosti verði farið í mjög harkaleg átök.“ Ragnar segir sitt fólk tilbúið berjast fyrir sínu. „Ef að stjórnvöld ætla ekki að taka það ástand alvarlega eins og ég hef verið að benda á mánuðum saman varðandi lífskjarasamninginn, að halda þessu saman, að þá er bara voðinn vís og við erum ekki verkalýðshreyfing held ég sem ætlar að sitja á hliðarlínunni og leyfa stjórnvöldum að komast upp með það að lofa og svíkja. Ég held að það sé liðin tíð.“ Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Meiri líkur á að hækkanir lífskjarasamningsins nái í gegn Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur meiri líkur en minni á að launahækkanir sem samið var um í lífskjarasamningnum og taka eiga gildi um áramótin nái fram að ganga. Þetta er haft eftir honum í Morgunblaðinu í dag. 21. apríl 2020 07:11 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
Formaður VR á von á að lífskjarasamningunum verði sagt upp í haust. Hann segir hart sótt að verkalýðshreyfingunni nú og réttindum launafólks. Stjórnvöldum verði ekki leyft að komast upp með það að lofa og svíkja. Í byrjun september virkjast endurskoðunarákvæði sem er í lífskjarasamningunum en þá verður meðal annars hægt að segja samningnum upp. Samningarnir eiga að óbreyttu að gilda til ársins 2022. Stjórn VR fundaði í gær og ræddi endurskoðunina í haust. „Ég á frekar von á því að samningunum verði sagt upp. Mér líst ekki á blikuna og við funduðum um þetta stjórn VR í gær á stjórnarfundi og það er bara mjög þungt hljóðið í fólki,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Á meðal þess sem stjórnin er mjög ósátt við er að stjórnvöld hafi ekki staðið við loforð um afnám 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána. Ragnar segir að ef samningum verður sagt upp muni VR leggja fram nýjar kröfur í samræmi við það ástand sem skapast hefur vegna kórónuveirufaraldursins. „Hér er afkomuöryggi fólks ógnað alls staðar. Það er mjög hart sótt að verkalýðshreyfingunni, réttindum okkar sem við höfum tekið áratugi að byggja upp, þannig ég sé það fyrir mér að kröfugerðin hún verði uppfærð. Það verði margt nýtt sett inn bæði gagnvart stjórnvöldum og atvinnulífinu að öðrum kosti verði farið í mjög harkaleg átök.“ Ragnar segir sitt fólk tilbúið berjast fyrir sínu. „Ef að stjórnvöld ætla ekki að taka það ástand alvarlega eins og ég hef verið að benda á mánuðum saman varðandi lífskjarasamninginn, að halda þessu saman, að þá er bara voðinn vís og við erum ekki verkalýðshreyfing held ég sem ætlar að sitja á hliðarlínunni og leyfa stjórnvöldum að komast upp með það að lofa og svíkja. Ég held að það sé liðin tíð.“
Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Meiri líkur á að hækkanir lífskjarasamningsins nái í gegn Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur meiri líkur en minni á að launahækkanir sem samið var um í lífskjarasamningnum og taka eiga gildi um áramótin nái fram að ganga. Þetta er haft eftir honum í Morgunblaðinu í dag. 21. apríl 2020 07:11 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
Meiri líkur á að hækkanir lífskjarasamningsins nái í gegn Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur meiri líkur en minni á að launahækkanir sem samið var um í lífskjarasamningnum og taka eiga gildi um áramótin nái fram að ganga. Þetta er haft eftir honum í Morgunblaðinu í dag. 21. apríl 2020 07:11