Þorvaldur segir að Ísland þurfi betri og heiðarlegri stjórmálastétt Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2020 15:49 Þeir sem vilja kynna sér hagfræðilegan ágreining Bjarna Benediktssonar og Þorvaldar Bjarnasonar gerðu margt vitlausara en lesa nýja grein Þorvaldar í Tímariti máls og menningar. Þorvaldur Gylfason prófessor segir að Ísland þurfi að taka í gegn fjármálakerfi sitt og peningamál. Þá segir hann jafnframt að Ísland þurfi betri og heiðarlegri stjórnmálastétt. Sumir verða fokvondir Þetta kemur fram í fræðilegri ritgerð sem hann birti í Tímariti máls og menningar. Hann tengir við grein sína á Facebooksíðu sinni og fylgir henni úr hlaði með þeim orðum að um sé að ræða afmælisgrein um hrunið. „Sumir lesendur munu verða fokvondir, flestir þykist ég vita vegna þess að þeir líta atburðina sem um er fjallað sömu augum og ég -- sem er allsendis óreiður og sultuslakur,“ segir Þorvaldur og lætur broskall fylgja. Hann er þar án nokkurs vafa að vísa til þeirra mála sem hafa tröllriðið fréttamiðlum undanfarin dægur þess efnis að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi lagst gegn ráðningu hans sem ritstjóra faritsins samnorræna Nordic Economic Policy Review. „En, nokkrir vegna þess að þeim finnst sárt að bent sé á ábyrgð þeirra á hruninu og fleira,“ bætir Þorvaldur við. Ólígarkar í stórútgerð leggja auðlindina undir sig Í niðurstöðukafla hinnar ítarlegu greinar kemur fram sú skoðun að Ísland þurfi fjárhagslegt bókhald yfir auð þjóðarinnar og skiptingu hans. En Þorvaldur segir misskiptingu mikla á Íslandi. „Ekki síst vegna þess að ólígarkar í stórútgerð hafa, með málamyndaveiðigjöldum frá árinu 2002, fengið afhent 90% auðlindarentunnar af fiskveiðum. Almenningi, réttmætum eiganda auðlindarinnar lögum samkvæmt, eru skömmtuð 10%. Vanræksla stjórnvalda við að finna féð sem hvarf í Hruninu undirstrikar nauðsyn þessa og það gerir einnig framganga Seðlabanka Íslands sem bauð mönnum að flytja fé til Íslands 2012–2015 án þess að spyrja um uppruna fjárins og án þess að gera skattayfirvöldum viðvart nema síðasta árið.“ Þá segir Þorvaldur að Ísland þurfi að taka í gegn fjármálakerfi sitt og peningamál.“ Til þess standa ýmis rök að sögn Þorvaldar, ein röksemdin er hagræn byggð á sögu mikillar verðbólgu í landinu. Önnur röksemd er dæmi um Írland sem sýnir að sveigjanlegt gengi sé ekki nauðsynlegt til að ná fram hröðum efnahagsbata eftir fjármálaáföll, eins og færð hafa verið rök fyrir. Og þá segir jafnframt og meðal annars að Ísland þurfi betri, heiðarlegri og hæfari stjórnmálastétt, eins og Alþingi sjálft viðurkenndi í verki með einróma þingsályktun 2010. Ef að líkum lætur er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gerlega ósammála niðurstöðum Þorvaldar. Efnahagsmál Hrunið Tengdar fréttir Helga Vala sakar Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn um „berufsverbot“ Ummæli um Sjálfstæðisflokkinn vógu þungt í afstöðu Bjarna til Þorvaldar. 11. júní 2020 14:26 Bjarni segir það í samræmi við sinn vilja að varað var við Þorvaldi 11. júní 2020 10:36 Tjáir sig ekki um bréfin þar sem goldinn er varhugur við Þorvaldi Ólafur Heiðar Helgason sérfræðingur er sá sem stóð í umdeildum bréfaskriftum við norrænu ráðherranefndina. 10. júní 2020 14:42 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Þorvaldur Gylfason prófessor segir að Ísland þurfi að taka í gegn fjármálakerfi sitt og peningamál. Þá segir hann jafnframt að Ísland þurfi betri og heiðarlegri stjórnmálastétt. Sumir verða fokvondir Þetta kemur fram í fræðilegri ritgerð sem hann birti í Tímariti máls og menningar. Hann tengir við grein sína á Facebooksíðu sinni og fylgir henni úr hlaði með þeim orðum að um sé að ræða afmælisgrein um hrunið. „Sumir lesendur munu verða fokvondir, flestir þykist ég vita vegna þess að þeir líta atburðina sem um er fjallað sömu augum og ég -- sem er allsendis óreiður og sultuslakur,“ segir Þorvaldur og lætur broskall fylgja. Hann er þar án nokkurs vafa að vísa til þeirra mála sem hafa tröllriðið fréttamiðlum undanfarin dægur þess efnis að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi lagst gegn ráðningu hans sem ritstjóra faritsins samnorræna Nordic Economic Policy Review. „En, nokkrir vegna þess að þeim finnst sárt að bent sé á ábyrgð þeirra á hruninu og fleira,“ bætir Þorvaldur við. Ólígarkar í stórútgerð leggja auðlindina undir sig Í niðurstöðukafla hinnar ítarlegu greinar kemur fram sú skoðun að Ísland þurfi fjárhagslegt bókhald yfir auð þjóðarinnar og skiptingu hans. En Þorvaldur segir misskiptingu mikla á Íslandi. „Ekki síst vegna þess að ólígarkar í stórútgerð hafa, með málamyndaveiðigjöldum frá árinu 2002, fengið afhent 90% auðlindarentunnar af fiskveiðum. Almenningi, réttmætum eiganda auðlindarinnar lögum samkvæmt, eru skömmtuð 10%. Vanræksla stjórnvalda við að finna féð sem hvarf í Hruninu undirstrikar nauðsyn þessa og það gerir einnig framganga Seðlabanka Íslands sem bauð mönnum að flytja fé til Íslands 2012–2015 án þess að spyrja um uppruna fjárins og án þess að gera skattayfirvöldum viðvart nema síðasta árið.“ Þá segir Þorvaldur að Ísland þurfi að taka í gegn fjármálakerfi sitt og peningamál.“ Til þess standa ýmis rök að sögn Þorvaldar, ein röksemdin er hagræn byggð á sögu mikillar verðbólgu í landinu. Önnur röksemd er dæmi um Írland sem sýnir að sveigjanlegt gengi sé ekki nauðsynlegt til að ná fram hröðum efnahagsbata eftir fjármálaáföll, eins og færð hafa verið rök fyrir. Og þá segir jafnframt og meðal annars að Ísland þurfi betri, heiðarlegri og hæfari stjórnmálastétt, eins og Alþingi sjálft viðurkenndi í verki með einróma þingsályktun 2010. Ef að líkum lætur er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gerlega ósammála niðurstöðum Þorvaldar.
Efnahagsmál Hrunið Tengdar fréttir Helga Vala sakar Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn um „berufsverbot“ Ummæli um Sjálfstæðisflokkinn vógu þungt í afstöðu Bjarna til Þorvaldar. 11. júní 2020 14:26 Bjarni segir það í samræmi við sinn vilja að varað var við Þorvaldi 11. júní 2020 10:36 Tjáir sig ekki um bréfin þar sem goldinn er varhugur við Þorvaldi Ólafur Heiðar Helgason sérfræðingur er sá sem stóð í umdeildum bréfaskriftum við norrænu ráðherranefndina. 10. júní 2020 14:42 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Helga Vala sakar Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn um „berufsverbot“ Ummæli um Sjálfstæðisflokkinn vógu þungt í afstöðu Bjarna til Þorvaldar. 11. júní 2020 14:26
Tjáir sig ekki um bréfin þar sem goldinn er varhugur við Þorvaldi Ólafur Heiðar Helgason sérfræðingur er sá sem stóð í umdeildum bréfaskriftum við norrænu ráðherranefndina. 10. júní 2020 14:42