Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 varð í austanverðri Bárðarbunguöskjunni um klukkan hálf fimm í dag. Einn eftirskjálfti fylgdi í kjölfarið en sá var af stærðinni 1,2.
Enginn gosórói er þó sjáanlegur á svæðinu samkvæmt athugasemd jarðvísindamanns hjá Veðurstofu Íslands.
Svipaður skjálfti mældist í Bárðarbungu síðast þann 30. maí.