Réttarmeinafræðingur segir dauða Brooks hafa verið manndráp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júní 2020 08:41 Rayshard Brooks sofnaði í röðinni í bílalúgu á veitingastaðnum Wendy's. Lögreglan var kölluð til með þeim afleiðingum að Brooks var skotinn til bana. EPA/ JOHN AMIS/ STEWART TRIAL ATTORNEYS HANDOUT Dauði Rayshard Brooks, svarts manns sem var skotinn til bana af hvítum lögregluþjóni í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum á föstudag, var manndráp. Þetta segir í niðurstöðu réttarmeinafræðings Fulton County sem birt var á sunnudag. Í kjölfarið hófust mótmæli í Atlanta á ný en mótmælaalda hefur riðið yfir Bandaríkin og hefur kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi verið mótmælt. Mótmælin hófust fyrst í kjölfar dauða George Floyd, svarts Bandaríkjamanns sem lést í haldi lögreglu. Við krufningu sem gerð var á sunnudag kom í ljós að Brooks, sem var 27 ára gamall, hafi látist vegna blóðláts og líffæraskemmda sem orsökuðust af tveimur skotsárum. Þetta sagði réttarmeinafræðingur í yfirlýsingu. Þá sé dauði hans flokkaður sem manndráp. Brooks hafði sofnað í bíl sínum við bílalúgu veitingastaðarins Wendy‘s og var skotinn í bakið eftir átök við lögreglu. Lögreglustjórinn í Atlanta hefur látið af störfum eftir atvikið. Átök við lögreglu Rannsókn á dauða Brooks hefur leitt það í ljós að lögregla hafi verið kölluð að Wendy‘s staðnum eftir að tilkynnt hafi verið um mann sofandi í bíl sínum og stíflað röðina í bílalúguna. Að sögn lögreglu fór Brooks ekki að fyrirmælum þegar hann var handtekinn í kjölfar þess að hafa mælst með of hátt magn áfengis í blástursmæli. Myndbönd sem náðust af atvikinu sýna að samskipti lögreglunnar og Brooks hafi verið nokkuð vinaleg fyrst, Brooks talaði um afmæli dóttur sinnar. Þegar lögreglumaðurinn ætlaði að handtaka Brooks brutust út átök við lögreglumennina tvo sem voru á staðnum. Brooks náði að losa sig og hrifsaði rafbyssu af öðrum lögreglumannanna og hleypur svo í burtu yfir bílastæðið. Þá sést í öryggismyndavél veitingastaðarins að Brooks sneri sér við og virtist ætla að skjóta af rafmagnsbyssunni þegar annar lögreglumannanna dregur fram skammbyssu sína og skýtur af henni með þeim afleiðingum að Brooks fellur til jarðar. Lögreglumaðurinn sem er grunaður um morðið á Brooks hefur verið rekinn og hinn lögreglumaðurinn sem var á staðnum, einnig hvítur, hefur verið settur í leyfi frá störfum. Sá fyrrnefndi hafði starfað í sex ár innan lögreglunnar en hinn í tvö ár. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að dauði Brooks hafi verið morð en það hefur síðan verið leiðrétt. Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Bandaríkin Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Dauði Rayshard Brooks, svarts manns sem var skotinn til bana af hvítum lögregluþjóni í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum á föstudag, var manndráp. Þetta segir í niðurstöðu réttarmeinafræðings Fulton County sem birt var á sunnudag. Í kjölfarið hófust mótmæli í Atlanta á ný en mótmælaalda hefur riðið yfir Bandaríkin og hefur kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi verið mótmælt. Mótmælin hófust fyrst í kjölfar dauða George Floyd, svarts Bandaríkjamanns sem lést í haldi lögreglu. Við krufningu sem gerð var á sunnudag kom í ljós að Brooks, sem var 27 ára gamall, hafi látist vegna blóðláts og líffæraskemmda sem orsökuðust af tveimur skotsárum. Þetta sagði réttarmeinafræðingur í yfirlýsingu. Þá sé dauði hans flokkaður sem manndráp. Brooks hafði sofnað í bíl sínum við bílalúgu veitingastaðarins Wendy‘s og var skotinn í bakið eftir átök við lögreglu. Lögreglustjórinn í Atlanta hefur látið af störfum eftir atvikið. Átök við lögreglu Rannsókn á dauða Brooks hefur leitt það í ljós að lögregla hafi verið kölluð að Wendy‘s staðnum eftir að tilkynnt hafi verið um mann sofandi í bíl sínum og stíflað röðina í bílalúguna. Að sögn lögreglu fór Brooks ekki að fyrirmælum þegar hann var handtekinn í kjölfar þess að hafa mælst með of hátt magn áfengis í blástursmæli. Myndbönd sem náðust af atvikinu sýna að samskipti lögreglunnar og Brooks hafi verið nokkuð vinaleg fyrst, Brooks talaði um afmæli dóttur sinnar. Þegar lögreglumaðurinn ætlaði að handtaka Brooks brutust út átök við lögreglumennina tvo sem voru á staðnum. Brooks náði að losa sig og hrifsaði rafbyssu af öðrum lögreglumannanna og hleypur svo í burtu yfir bílastæðið. Þá sést í öryggismyndavél veitingastaðarins að Brooks sneri sér við og virtist ætla að skjóta af rafmagnsbyssunni þegar annar lögreglumannanna dregur fram skammbyssu sína og skýtur af henni með þeim afleiðingum að Brooks fellur til jarðar. Lögreglumaðurinn sem er grunaður um morðið á Brooks hefur verið rekinn og hinn lögreglumaðurinn sem var á staðnum, einnig hvítur, hefur verið settur í leyfi frá störfum. Sá fyrrnefndi hafði starfað í sex ár innan lögreglunnar en hinn í tvö ár. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að dauði Brooks hafi verið morð en það hefur síðan verið leiðrétt.
Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Bandaríkin Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira