„Stökktu aftur í búrið og þá gef ég þér banana“ Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2020 07:30 Aly Keita er markmaður og fyrirliði Östersund. VÍSIR/GETTY Dómari í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta fær ekki að dæma á næstunni eftir að hafa orðið uppvís að því að segja þeldökkum markverði að fara í markið sitt „því þá fengi hann banana“. Markvörðurinn sem um ræðir er fyrirliði Östersund, Aly Keita, sem greindi í hlaðvarpsþætti frá samskiptum sínum við dómarann Martin Strömbergsson í leik gegn Sundsvall í fyrra. „Í fyrra sagði dómari við mig: „Hættu að tala. Farðu aftur í markið þitt svo að ég geti kastað banönum til þín.“ Hann sagði fyrirgefðu og að hann hefði ekki meint þetta. En ég sagði honum að þetta væri hrikalega rasískt og að þetta væri ekki eitthvað sem ég gæti liðið. Mér fannst algjörlega sjúkt af honum að segja eitthvað þessu líkt. Það tók mig smástund að átta mig á því hvað hann hefði sagt, en svo varð ég mjög reiður.“ Strömbergsson kveðst fullur eftirsjár og segist hafa verið að reyna að grínast. „Ég fann það strax þegar ég sagði „stökktu aftur í búrið og þá gef ég þér banana“… Þetta er gamalt orðagrín frá Gävleborg, sem ég hef notað við markverði. Þetta snerist ekkert um það að hann væri dökkur á hörund,“ sagði dómarinn við Expressen. „Ég var alveg miður mín. Ég bað hann afsökunar og faðmaði hann. Ég dæmdi leik hjá Keita í næstu umferð og það fyrsta sem ég gerði var að biðjast afsökunar. Þetta er mér mikilvægt. Ég viðurkenni að þetta voru svakaleg mistök, en þetta er orðatiltæki og snýst bara um það. Ég er búinn að hringja í allt liðið og tala við þá. Ég er mjög leiður. Þetta voru mistök,“ sagði Strömbergsson. Samkvæmt Stefan Johannesson, yfirmanni dómaramála í Svíþjóð, mun Strömbergsson ekki dæma leiki á næstunni, eða að minnsta kosti þar til að málið hefur verið að fullu rannsakað. „Þetta voru alveg ótrúlega heimskuleg ummæli,“ sagði Johannesson, og sagði synd að Keita hefði ekki tilkynnt um ummælin strax. Sænski boltinn Kynþáttafordómar Svíþjóð Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Dómari í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta fær ekki að dæma á næstunni eftir að hafa orðið uppvís að því að segja þeldökkum markverði að fara í markið sitt „því þá fengi hann banana“. Markvörðurinn sem um ræðir er fyrirliði Östersund, Aly Keita, sem greindi í hlaðvarpsþætti frá samskiptum sínum við dómarann Martin Strömbergsson í leik gegn Sundsvall í fyrra. „Í fyrra sagði dómari við mig: „Hættu að tala. Farðu aftur í markið þitt svo að ég geti kastað banönum til þín.“ Hann sagði fyrirgefðu og að hann hefði ekki meint þetta. En ég sagði honum að þetta væri hrikalega rasískt og að þetta væri ekki eitthvað sem ég gæti liðið. Mér fannst algjörlega sjúkt af honum að segja eitthvað þessu líkt. Það tók mig smástund að átta mig á því hvað hann hefði sagt, en svo varð ég mjög reiður.“ Strömbergsson kveðst fullur eftirsjár og segist hafa verið að reyna að grínast. „Ég fann það strax þegar ég sagði „stökktu aftur í búrið og þá gef ég þér banana“… Þetta er gamalt orðagrín frá Gävleborg, sem ég hef notað við markverði. Þetta snerist ekkert um það að hann væri dökkur á hörund,“ sagði dómarinn við Expressen. „Ég var alveg miður mín. Ég bað hann afsökunar og faðmaði hann. Ég dæmdi leik hjá Keita í næstu umferð og það fyrsta sem ég gerði var að biðjast afsökunar. Þetta er mér mikilvægt. Ég viðurkenni að þetta voru svakaleg mistök, en þetta er orðatiltæki og snýst bara um það. Ég er búinn að hringja í allt liðið og tala við þá. Ég er mjög leiður. Þetta voru mistök,“ sagði Strömbergsson. Samkvæmt Stefan Johannesson, yfirmanni dómaramála í Svíþjóð, mun Strömbergsson ekki dæma leiki á næstunni, eða að minnsta kosti þar til að málið hefur verið að fullu rannsakað. „Þetta voru alveg ótrúlega heimskuleg ummæli,“ sagði Johannesson, og sagði synd að Keita hefði ekki tilkynnt um ummælin strax.
Sænski boltinn Kynþáttafordómar Svíþjóð Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira