Þurfa að skipta um stöð til að geta séð allan leikinn með Gylfa og félögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2020 09:30 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton mæta Norwich í öðrum leik sínum eftir hlé en sá fyrsti verður á móti Liverpool. EPA-EFE/Peter Powell Allir leikir verða sýndir beint á breskum sjónvarpsstöðvum þegar enska úrvalsdeildin hefst á nýjan leik eftir kórónuveirufaraldur. Sky Sports hefur verið með sjónvarpsréttinn í Bandaríkjunum ásamt BT Sport og Amazon Prime Video en breska ríkisútvarpið hefur verið með samantektarþættina Match of the Day og Match of the Day 2. Vegna þeirrar kröfu að sýna alla leiki beint þar sem áhorfendur eru bannaðir á leikjunum út af smithættu fékk BBC nokkra leiki til að sýna beint. Það hefur hins vegar skapað vandamál. BBC admit Norwich vs Everton live Premier League coverage is "not ideal" https://t.co/yzU5B3s4E6 pic.twitter.com/hLN3J13AN3— Mirror Football (@MirrorFootball) June 16, 2020 Það var fyrir löngu búið að ákveða alla dagskrána á breska ríkisútvarpinu en menn þar á bæ hafa reynt að troða inn útsendingunum. Fyrsta stóra vandamálið var leikur Norwich City og Everton á Carrow Road sem verður annar leikurinn sem breska ríkisútvarpið sýnir beint. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton heimsækja Norwich miðvikudaginn 24. júní næstkomandi og leikurinn verður sýndur á tveimur stöðvum. Ekki á sama tíma og ekki á sitthvorum tíma. Það þarf nefnilega að skipta um stöð til að geta horfa á seinni hálfleikinn. Fyrri hálfleikurinn verður sýndur beint á BBC Two en til að sjá þann síðari þurfa áhorfendur að skipta yfir á BBC One. Ástæðan er að fréttirnar þurfa að komast að á sínum tíma á BBC One og leikurinn getur því ekki byrjað á þeim tíma á þeirri stöð. „Þetta er engin kjörstaða en fréttir eru mjög mikilvægar á þessum tímum,“ sagði heimildarmaður BBC við blaðamann Daily Star. Fyrsti leikurinn sem verður sýndur á breska ríkisútvarpinu er leikur Bournemouth og Crystal Palace á næsta laugardag. Fyrstu tveir leikirnir í ensku úrvalsdeildinni eftir kórónuveirufaraldurinn verða tveir frestaðir leikir sem verða spilaðir annað kvöld. Fyrsta heila umferðin verður svo um helgina. Enski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sjá meira
Allir leikir verða sýndir beint á breskum sjónvarpsstöðvum þegar enska úrvalsdeildin hefst á nýjan leik eftir kórónuveirufaraldur. Sky Sports hefur verið með sjónvarpsréttinn í Bandaríkjunum ásamt BT Sport og Amazon Prime Video en breska ríkisútvarpið hefur verið með samantektarþættina Match of the Day og Match of the Day 2. Vegna þeirrar kröfu að sýna alla leiki beint þar sem áhorfendur eru bannaðir á leikjunum út af smithættu fékk BBC nokkra leiki til að sýna beint. Það hefur hins vegar skapað vandamál. BBC admit Norwich vs Everton live Premier League coverage is "not ideal" https://t.co/yzU5B3s4E6 pic.twitter.com/hLN3J13AN3— Mirror Football (@MirrorFootball) June 16, 2020 Það var fyrir löngu búið að ákveða alla dagskrána á breska ríkisútvarpinu en menn þar á bæ hafa reynt að troða inn útsendingunum. Fyrsta stóra vandamálið var leikur Norwich City og Everton á Carrow Road sem verður annar leikurinn sem breska ríkisútvarpið sýnir beint. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton heimsækja Norwich miðvikudaginn 24. júní næstkomandi og leikurinn verður sýndur á tveimur stöðvum. Ekki á sama tíma og ekki á sitthvorum tíma. Það þarf nefnilega að skipta um stöð til að geta horfa á seinni hálfleikinn. Fyrri hálfleikurinn verður sýndur beint á BBC Two en til að sjá þann síðari þurfa áhorfendur að skipta yfir á BBC One. Ástæðan er að fréttirnar þurfa að komast að á sínum tíma á BBC One og leikurinn getur því ekki byrjað á þeim tíma á þeirri stöð. „Þetta er engin kjörstaða en fréttir eru mjög mikilvægar á þessum tímum,“ sagði heimildarmaður BBC við blaðamann Daily Star. Fyrsti leikurinn sem verður sýndur á breska ríkisútvarpinu er leikur Bournemouth og Crystal Palace á næsta laugardag. Fyrstu tveir leikirnir í ensku úrvalsdeildinni eftir kórónuveirufaraldurinn verða tveir frestaðir leikir sem verða spilaðir annað kvöld. Fyrsta heila umferðin verður svo um helgina.
Enski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sjá meira