Ragnar Bragi Sveinsson verður ekki með Fylki næstu vikurnar eftir að hann skall illa með höfuðið saman við Daníel Laxdal í 2-1 tapinu gegn Stjörnunni í Pepsi Max deildinni í fótbolta í gærkvöld.
Ragnar Bragi, sem er fyrirliði Fylkismanna, staðfestir við dv.is að hann hafi tvíkinnbeinsbrotnað við áreksturinn og að hann verði frá keppni næstu 4-8 vikurnar. Hann missir því væntanlega af leikjum við Breiðablik, Gróttu, Fjölni, KA og FH hið minnsta, auk bikarleiks við ÍH.
Leikur Stjörnunnar og Fylkis var eins og aðrir leikir 1. umferðar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hér að neðan má sjá atvikið þegar Ragnar Bragi meiddist, en augljós hola myndaðist í kinn hans við áreksturinn eins og sjá má.