Tár á hvarmi eftir mark Kristins - Enginn hringdi eftir síðasta tímabil Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2020 14:00 Kristinn Steindórsson skorar hér langþráð mark sitt gegn Gróttu. VÍSIR/HAG „Það mátti sjá tár á hvarmi. Það voru allir ofboðslega ánægðir fyrir hönd Kidda,“ sagði Gummi Ben í Pepsi Max stúkunni þegar rætt var um Kristin Steindórsson og langþráð mark hans gegn Gróttu á sunnudag. Kristinn skoraði lokamarkið í 3-0 sigri Breiðabliks, í sínum fyrsta leik Blika eftir níu ár í atvinnumennsku og hjá FH. Markið laglega er það fyrsta sem Kristinn skorar í deildarleik síðan árið 2014. „Gaurinn hérna við hliðina á mér hlýtur að vera brjálaður að sjá þetta. Hvar var þetta í Hafnarfirðinum? „I want my money back“,“ sagði Hjörvar Hafliðason léttur í bragði og horfði til sessunautar síns, Davíðs Þórs Viðarssonar, sem lék með Kristni hjá FH síðustu tvö ár. Innslagið má sjá neðst í greininni og mark Kristins má sjá hér að neðan. Klippa: Magnað mark og viðtal við Kristin Steindórsson „Það vita það allir að hann er frábær leikmaður,“ sagði Davíð. „Maður sá þetta alveg þegar hann var í FH, það var ekki málið, á æfingum og slíkt. En hann náði sér ekki á strik, það er engum blöðum um það að fletta, en hann fékk líka kannski ekki að spila sig inn í eina, ákveðna stöðu. Hann byrjaði úti á væng, svo kom hann inn á miðja miðjuna, svo var hann fremstur á miðjunni, svo aftastur. Það var kannski dálítið erfitt fyrir hann. En það er frábært að hann hafi náð að skora þetta mark því ég held að það gefi honum virkilega mikið. Ég vona innilega að hann nái sér á strik með Blikunum; frábær leikmaður og frábær náungi,“ sagði Davíð. Hefði getað endað í 2. deild Hjörvar benti á að Kristinn hefði í raun verið í talsverðri óvissu eftir að samningur hans við FH rann út síðasta haust. Hann skrifaði undir samning við Breiðablik í febrúar. „Það er líka svo magnað að eftir að FH-tímabilinu lauk í fyrra þá voru liðin ekkert að hringja í hann. Hann var kannski bara, með fullri virðingu fyrir því metnaðarfulla verkefni, á leiðinni í Kórdrengi [sem leika í 2. deild]. Hann var bara úti með símann að sjá hvort það ætlaði ekki einhver að hringja í sig. Hvort það væri ekki samband. „Er enginn að fara að hringja?“ En Blikarnir taka hann inn á æfingar, sjá hvernig standi hann er í, og að sjálfsögðu tóku þeir hann. Ég held að það séu allir að vonast til að þetta gangi upp,“ sagði Hjörvar. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um Kristin Steindórsson Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Breiðablik Tengdar fréttir Kristinn braut loks ísinn eftir 92 leiki án marks | Sjáðu markið Kristinn Steindórsson skoraði sitt fyrsta deildarmark síðan í október 2014 í gær þegar Breiðablik vann Gróttu 3-0 á Kópavogsvelli. 15. júní 2020 18:00 Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05 Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
„Það mátti sjá tár á hvarmi. Það voru allir ofboðslega ánægðir fyrir hönd Kidda,“ sagði Gummi Ben í Pepsi Max stúkunni þegar rætt var um Kristin Steindórsson og langþráð mark hans gegn Gróttu á sunnudag. Kristinn skoraði lokamarkið í 3-0 sigri Breiðabliks, í sínum fyrsta leik Blika eftir níu ár í atvinnumennsku og hjá FH. Markið laglega er það fyrsta sem Kristinn skorar í deildarleik síðan árið 2014. „Gaurinn hérna við hliðina á mér hlýtur að vera brjálaður að sjá þetta. Hvar var þetta í Hafnarfirðinum? „I want my money back“,“ sagði Hjörvar Hafliðason léttur í bragði og horfði til sessunautar síns, Davíðs Þórs Viðarssonar, sem lék með Kristni hjá FH síðustu tvö ár. Innslagið má sjá neðst í greininni og mark Kristins má sjá hér að neðan. Klippa: Magnað mark og viðtal við Kristin Steindórsson „Það vita það allir að hann er frábær leikmaður,“ sagði Davíð. „Maður sá þetta alveg þegar hann var í FH, það var ekki málið, á æfingum og slíkt. En hann náði sér ekki á strik, það er engum blöðum um það að fletta, en hann fékk líka kannski ekki að spila sig inn í eina, ákveðna stöðu. Hann byrjaði úti á væng, svo kom hann inn á miðja miðjuna, svo var hann fremstur á miðjunni, svo aftastur. Það var kannski dálítið erfitt fyrir hann. En það er frábært að hann hafi náð að skora þetta mark því ég held að það gefi honum virkilega mikið. Ég vona innilega að hann nái sér á strik með Blikunum; frábær leikmaður og frábær náungi,“ sagði Davíð. Hefði getað endað í 2. deild Hjörvar benti á að Kristinn hefði í raun verið í talsverðri óvissu eftir að samningur hans við FH rann út síðasta haust. Hann skrifaði undir samning við Breiðablik í febrúar. „Það er líka svo magnað að eftir að FH-tímabilinu lauk í fyrra þá voru liðin ekkert að hringja í hann. Hann var kannski bara, með fullri virðingu fyrir því metnaðarfulla verkefni, á leiðinni í Kórdrengi [sem leika í 2. deild]. Hann var bara úti með símann að sjá hvort það ætlaði ekki einhver að hringja í sig. Hvort það væri ekki samband. „Er enginn að fara að hringja?“ En Blikarnir taka hann inn á æfingar, sjá hvernig standi hann er í, og að sjálfsögðu tóku þeir hann. Ég held að það séu allir að vonast til að þetta gangi upp,“ sagði Hjörvar. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um Kristin Steindórsson
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Breiðablik Tengdar fréttir Kristinn braut loks ísinn eftir 92 leiki án marks | Sjáðu markið Kristinn Steindórsson skoraði sitt fyrsta deildarmark síðan í október 2014 í gær þegar Breiðablik vann Gróttu 3-0 á Kópavogsvelli. 15. júní 2020 18:00 Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05 Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
Kristinn braut loks ísinn eftir 92 leiki án marks | Sjáðu markið Kristinn Steindórsson skoraði sitt fyrsta deildarmark síðan í október 2014 í gær þegar Breiðablik vann Gróttu 3-0 á Kópavogsvelli. 15. júní 2020 18:00
Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05