David Luiz allt í öllu er Arsenal tapaði fyrir City Anton Ingi Leifsson skrifar 17. júní 2020 21:15 David Luiz fær að líta rauða spjaldið. vísir/getty David Luiz átti erfiðan dag er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í öðrum leik dagsins en dagurinn í dag markaði upphafið að 92 leikjum á næstu vikum er enska úrvalsdeildin verður kláruð. City-menn voru sterkari framan af leik en Arsenal þurfti að gera tvær breytingar á liði sínu á fyrstu 22 mínútunum. Granit Xhaka og Pablo Mari fóru báðir af velli vegna meiðsla og Daniel Ceballos og David Luiz komu inn. Raheem Sterling kom City yfir eftir hörmuleg mistök David Luiz í uppbótartíma fyrri hálfleiks en fram að því hafði Sterling farið illa með góð færi. Heimamenn í City 1-0 yfir eftir fyrri hálfleikinn. David Luiz in the Premier League since returning to Chelsea:2016/17: 0 penalties conceded2017/18: 0 penalties conceded2018/19: 0 penalties conceded*joins Arsenal*2019/20: 4 penalties conceded pic.twitter.com/zSRWuQyUbF— Squawka Football (@Squawka) June 17, 2020 Martraðardagur David Luiz var ekki á enda. Síðari hálfleikur var ekki nema fimm mínútna gamall er hann missti Riyad Mahrez frá sér, braut á honum og vítaspyrna var dæmd. Í þokkabót fékk Luiz rauða spjaldið. Kevin De Bruyne fór á punktinn og skoraði af öryggi. Hlé þurfti að gera á leiknum undir lok leiksins er markvörðurinn Ederson og Eric Garcia lentu illa saman. Miðvörðurinn var borinn af velli en varamaðurinn Phil Foden bætti við þriðja markinu í uppbótartíma. Lokatölur 3-0. Get well soon, @EricGM3! pic.twitter.com/CQpKS4LzcC— SPORF (@Sporf) June 17, 2020 City er í 2. sætinu, 22 stigum á eftir Liverpool, en Bítlaborgarliðið getur þar af leiðandi ekki tryggt sér titilinn um helgina. Arsenal er í 9. sætinu, 20 stigum á eftir City. Arsenal have now failed to win any of their last 26 Premier League away games against 'Big Six' teams.LDLDLDDDLLLLLDLLLLDLLDLDDLThe n e w normal. pic.twitter.com/3AYtHKVNVV— Squawka Football (@Squawka) June 17, 2020
David Luiz átti erfiðan dag er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í öðrum leik dagsins en dagurinn í dag markaði upphafið að 92 leikjum á næstu vikum er enska úrvalsdeildin verður kláruð. City-menn voru sterkari framan af leik en Arsenal þurfti að gera tvær breytingar á liði sínu á fyrstu 22 mínútunum. Granit Xhaka og Pablo Mari fóru báðir af velli vegna meiðsla og Daniel Ceballos og David Luiz komu inn. Raheem Sterling kom City yfir eftir hörmuleg mistök David Luiz í uppbótartíma fyrri hálfleiks en fram að því hafði Sterling farið illa með góð færi. Heimamenn í City 1-0 yfir eftir fyrri hálfleikinn. David Luiz in the Premier League since returning to Chelsea:2016/17: 0 penalties conceded2017/18: 0 penalties conceded2018/19: 0 penalties conceded*joins Arsenal*2019/20: 4 penalties conceded pic.twitter.com/zSRWuQyUbF— Squawka Football (@Squawka) June 17, 2020 Martraðardagur David Luiz var ekki á enda. Síðari hálfleikur var ekki nema fimm mínútna gamall er hann missti Riyad Mahrez frá sér, braut á honum og vítaspyrna var dæmd. Í þokkabót fékk Luiz rauða spjaldið. Kevin De Bruyne fór á punktinn og skoraði af öryggi. Hlé þurfti að gera á leiknum undir lok leiksins er markvörðurinn Ederson og Eric Garcia lentu illa saman. Miðvörðurinn var borinn af velli en varamaðurinn Phil Foden bætti við þriðja markinu í uppbótartíma. Lokatölur 3-0. Get well soon, @EricGM3! pic.twitter.com/CQpKS4LzcC— SPORF (@Sporf) June 17, 2020 City er í 2. sætinu, 22 stigum á eftir Liverpool, en Bítlaborgarliðið getur þar af leiðandi ekki tryggt sér titilinn um helgina. Arsenal er í 9. sætinu, 20 stigum á eftir City. Arsenal have now failed to win any of their last 26 Premier League away games against 'Big Six' teams.LDLDLDDDLLLLLDLLLLDLLDLDDLThe n e w normal. pic.twitter.com/3AYtHKVNVV— Squawka Football (@Squawka) June 17, 2020
Enski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Sjá meira