Dánargjafir skipta máli Gréta Ingþórsdóttir skrifar 18. júní 2020 13:00 Stjórn Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, SKB, ákvað á síðasta ári að taka þátt í átaksverkefni Almannaheilla og nokkurra aðildarfélaga um að vekja athygli á erfðagjöfum. SKB nýtur engra beinna opinberra styrkja og reiðir sig alfarið á afrakstur af eigin söluvörum og fjáröflunum og á framlög frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum. Starfsemin felst fyrst og fremst í því að standa við bakið á fjölskyldum barna með krabbamein en 12-14 börn greinast með krabbamein á Íslandi á hverju ári. Yfirleitt þarf a.m.k. eitt foreldri að taka sér frí úr vinnu og stuðningur vinnuveitenda og rétturinn til greiðslna úr sjúkrasjóðum er afar mismunandi. Sumir geta orðið fyrir verulegu tekjutapi. SKB greiðir fyrir sálfræðiaðstoð og aðra heilsurækt, bæði andlega og líkamlega, fyrir börnin sjálf, foreldra þeirra og systkini að 18 ára aldri. Félagið á tvær íbúðir fyrir fjölskyldur utan af landi sem þurfa að dvelja í Reykjavík vegna meðferðar barna sinna. Fjölskyldur í félaginu hafa forgang um dvöl í þeim en þeim er ráðstafað til annarra landsbyggðarfjölskyldna ef SKB-fjölskyldur þurfa ekki á þeim að halda. Félagið greiðir ferðakostnað fyrir lækna og hjúkrunarfólk í krabbameinsteymi Barnaspítala Hringsins til að sækja ráðstefnur, fræðslu- og samráðsfundi erlendis og hefur komið að kostun sambærilegra viðburða sem haldnir eru hér á landi. Á þarsíðasta ári var stærsta einstaka framlag til félagsins dánargjöf sem það fékk ásamt tveimur öðrum líknarfélögum, ríflega 20 mkr. Slíkar gjafir geta því skipt verulegu máli í starfi félags eins og SKB. Þegar félaginu var komið á laggirnar árið 1991 og átti ekki neitt var efnt til stórrar söfnunar í sjónvarpi og um svipað leyti barst félaginu rausnarleg gjöf þegar Sigurbjörg Sighvatsdóttir arfleiddi félagið að öllum eigum sínum en hún sat í óskiptu búi sínu og Óskars Th. Þorkelssonar. Óhætt er að segja að þetta tvennt, sjónvarpssöfnunin og hin stóra dánargjöf, hafi lagt grunninn undir félagið. Sá grunnur hefur verið vel ávaxtaður og við hann hefur auðvitað bæst en án hans hefði stuðningur félagsins við börn með krabbamein ekki orðið eins myndarlegur og hann hefur verið. Ekki er í raun svo langt síðan það voru aðeins afar fáir Íslendingar sem náðu að safna eignum og sjóðum umfram fasteign, innbú og bíl. Nú eru margir í góðum efnum á efri árum og jafnvel afkomendur þeirra líka og þeir gætu hugsað sér að styrkja málefni sem stendur hjarta þeirra nærri. Dánargjöf kann þá að vera góður kostur og þess verður að kynna sér gaumgæfilega. Líknarfélög eru undanþegin erfðafjárskatti, þannig að dánargjafir renna óskertar til starfsemi þeirra og koma sér ævinlega vel. Höfundur er framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stjórn Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, SKB, ákvað á síðasta ári að taka þátt í átaksverkefni Almannaheilla og nokkurra aðildarfélaga um að vekja athygli á erfðagjöfum. SKB nýtur engra beinna opinberra styrkja og reiðir sig alfarið á afrakstur af eigin söluvörum og fjáröflunum og á framlög frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum. Starfsemin felst fyrst og fremst í því að standa við bakið á fjölskyldum barna með krabbamein en 12-14 börn greinast með krabbamein á Íslandi á hverju ári. Yfirleitt þarf a.m.k. eitt foreldri að taka sér frí úr vinnu og stuðningur vinnuveitenda og rétturinn til greiðslna úr sjúkrasjóðum er afar mismunandi. Sumir geta orðið fyrir verulegu tekjutapi. SKB greiðir fyrir sálfræðiaðstoð og aðra heilsurækt, bæði andlega og líkamlega, fyrir börnin sjálf, foreldra þeirra og systkini að 18 ára aldri. Félagið á tvær íbúðir fyrir fjölskyldur utan af landi sem þurfa að dvelja í Reykjavík vegna meðferðar barna sinna. Fjölskyldur í félaginu hafa forgang um dvöl í þeim en þeim er ráðstafað til annarra landsbyggðarfjölskyldna ef SKB-fjölskyldur þurfa ekki á þeim að halda. Félagið greiðir ferðakostnað fyrir lækna og hjúkrunarfólk í krabbameinsteymi Barnaspítala Hringsins til að sækja ráðstefnur, fræðslu- og samráðsfundi erlendis og hefur komið að kostun sambærilegra viðburða sem haldnir eru hér á landi. Á þarsíðasta ári var stærsta einstaka framlag til félagsins dánargjöf sem það fékk ásamt tveimur öðrum líknarfélögum, ríflega 20 mkr. Slíkar gjafir geta því skipt verulegu máli í starfi félags eins og SKB. Þegar félaginu var komið á laggirnar árið 1991 og átti ekki neitt var efnt til stórrar söfnunar í sjónvarpi og um svipað leyti barst félaginu rausnarleg gjöf þegar Sigurbjörg Sighvatsdóttir arfleiddi félagið að öllum eigum sínum en hún sat í óskiptu búi sínu og Óskars Th. Þorkelssonar. Óhætt er að segja að þetta tvennt, sjónvarpssöfnunin og hin stóra dánargjöf, hafi lagt grunninn undir félagið. Sá grunnur hefur verið vel ávaxtaður og við hann hefur auðvitað bæst en án hans hefði stuðningur félagsins við börn með krabbamein ekki orðið eins myndarlegur og hann hefur verið. Ekki er í raun svo langt síðan það voru aðeins afar fáir Íslendingar sem náðu að safna eignum og sjóðum umfram fasteign, innbú og bíl. Nú eru margir í góðum efnum á efri árum og jafnvel afkomendur þeirra líka og þeir gætu hugsað sér að styrkja málefni sem stendur hjarta þeirra nærri. Dánargjöf kann þá að vera góður kostur og þess verður að kynna sér gaumgæfilega. Líknarfélög eru undanþegin erfðafjárskatti, þannig að dánargjafir renna óskertar til starfsemi þeirra og koma sér ævinlega vel. Höfundur er framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun