Mega brjóta reglur UEFA út af COVID-19 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2020 09:00 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City með eigendum félagsins. Getty/Victoria Haydn Það er öllum ljóst að tekjustreymi knattspyrnufélaga hefur að mestu stöðvast vegna baráttunnar við kórónuveiruna. Fyrst fóru engir leikir fram en núna fara leikir fram án áhorfenda. Félögin eru vön að fá miklar tekjur í gegnum heimaleiki sína en það eru engar slíkar tekjur að koma inn þessa dagana. Þá má ekki gleyma því að það kreppir að hjá mörgum fyrirtækjum sem hefur líka áhrif á styrktaraðila knattspyrnufélaganna. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, vill koma til móts við félögin sem hafa hingað til hamast við að vera réttum megin núllið á tímum þegar kaupverð og laun leikmanna eru komin upp úr öllu valdi. Uefa adjusts FFP rules with clubs unable to comply this season. By @david_conn https://t.co/J3XysDddvZ— Guardian sport (@guardian_sport) June 19, 2020 Eigendur knattspyrnufélaga Evrópu fá þess vegna tímabundið leyfi til þess að brjóta reglur UEFA um rekstur knattspyrnufélaga á meðan félög þeirra eru að vinna sig út úr öllum fjárhagsvandræðum sínum vegna kórónuveirufaraldrins. Forráðamenn UEFA tilkynntu það að rekstrarárið 2020 mun ekki falla undir sömu rekstrarreglur og önnur ár, fyrir og eftir. UEFA segir að þessi undanþága sé sett inn svo að félögin fái meiri tíma til að mæla og gera sér grein fyrir ófyrirséðu tapi á tekjum vegna faraldursins. Félögin hafa þurft að sýna fram á góðan rekstur og það er ekki ásættanlegt ef ríkir eigendur dæli inn peningum í félagið til að búa til ósanngjarnt forskot á önnur félög. Góður rekstur tryggir líka góða framtíð fyrir félögin í stað þess að safna skuldum. Hvert félag má ekki tapa meira en 30 milljónum evra á hverjum þremur árum en eigendurnir mega koma til bjargar vegna 25 milljóna af því tapi. UEFA leggur samt áherslu á hagkvæman rekstur fótboltafélaga þrátt fyrir þetta tímabundna leyfi til þess að brjóta reglurnar. 2020 mun á endanum teljast með því litið verður á árinu 2020 og 2021 sem eitt heilt fjárhagsár þegar bækurnar verða gerðar upp. Enski boltinn Spænski boltinn Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð Sjá meira
Það er öllum ljóst að tekjustreymi knattspyrnufélaga hefur að mestu stöðvast vegna baráttunnar við kórónuveiruna. Fyrst fóru engir leikir fram en núna fara leikir fram án áhorfenda. Félögin eru vön að fá miklar tekjur í gegnum heimaleiki sína en það eru engar slíkar tekjur að koma inn þessa dagana. Þá má ekki gleyma því að það kreppir að hjá mörgum fyrirtækjum sem hefur líka áhrif á styrktaraðila knattspyrnufélaganna. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, vill koma til móts við félögin sem hafa hingað til hamast við að vera réttum megin núllið á tímum þegar kaupverð og laun leikmanna eru komin upp úr öllu valdi. Uefa adjusts FFP rules with clubs unable to comply this season. By @david_conn https://t.co/J3XysDddvZ— Guardian sport (@guardian_sport) June 19, 2020 Eigendur knattspyrnufélaga Evrópu fá þess vegna tímabundið leyfi til þess að brjóta reglur UEFA um rekstur knattspyrnufélaga á meðan félög þeirra eru að vinna sig út úr öllum fjárhagsvandræðum sínum vegna kórónuveirufaraldrins. Forráðamenn UEFA tilkynntu það að rekstrarárið 2020 mun ekki falla undir sömu rekstrarreglur og önnur ár, fyrir og eftir. UEFA segir að þessi undanþága sé sett inn svo að félögin fái meiri tíma til að mæla og gera sér grein fyrir ófyrirséðu tapi á tekjum vegna faraldursins. Félögin hafa þurft að sýna fram á góðan rekstur og það er ekki ásættanlegt ef ríkir eigendur dæli inn peningum í félagið til að búa til ósanngjarnt forskot á önnur félög. Góður rekstur tryggir líka góða framtíð fyrir félögin í stað þess að safna skuldum. Hvert félag má ekki tapa meira en 30 milljónum evra á hverjum þremur árum en eigendurnir mega koma til bjargar vegna 25 milljóna af því tapi. UEFA leggur samt áherslu á hagkvæman rekstur fótboltafélaga þrátt fyrir þetta tímabundna leyfi til þess að brjóta reglurnar. 2020 mun á endanum teljast með því litið verður á árinu 2020 og 2021 sem eitt heilt fjárhagsár þegar bækurnar verða gerðar upp.
Enski boltinn Spænski boltinn Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð Sjá meira