Kvenréttindi um allan heim Brynhildur Bolladóttir skrifar 19. júní 2020 09:30 Um leið og við fögnum kvenréttindadeginum og öllum þeim árangri sem náðst hefur hér á landi í baráttu fyrir jafnrétti eru milljónir kvenna sem þurfa enn að þola mismunun af ýmsu tagi og fá ekki þau tækifæri sem okkur bjóðast. Á dögum sem þessum hugsa ég til systra minna um allan heim sem standa ekki jafnfætis karlmönnum, einungis vegna kynferðis síns. Verkefnin eru ærin. Í Sómalíu eru um 98% stúlkna umskornar á aldursbilinu 5-11 ára. Ástæður þessarar skaðlegu siðvenju eru mismunandi milli samfélaga. Sums staðar eru stúlkur sagðar „hreinni” ef þær eru umskornar og annars staðar eru stúlkur umskornar til að tryggja að þær geti ekki stundað kynlíf fyrir hjónaband. Þá er þetta oft partur af helgiathöfn sem talin er nauðsynlegur hluti af menningu og sjálfsmynd samfélaga. Í kórónuveirufaraldrinum, þegar fólk hefur haldið sig heima og einangrast meira, hefur það sýnt sig að súlkur eru enn útsettari fyrir umskurði þar sem fólk sem hagnast á því að framkvæma þessar óafturkræfu aðgerðir hefur nýtt sér ástandið. Fólk gengur hús úr húsi og framkvæmir aðgerðina, oft með hrikalegum afleiðingum og erfiðum ef ekki lífshættulegum fylgikvillum. Þá eru óupptaldir sálrænir erfiðleikar sem fylgja slíku inngripi. Undirstaða baráttunnar gegn umskurði er að tryggja að samfélögin hafi aðgang að réttum upplýsingum. Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins leggja áherslu á að vinna með samfélögum og veita fræðslu um skaðsemi umskurðar. Umskurður er ekki siðvenja sem aðeins karlmenn þrýsta á. Konur eiga mikinn þátt í að viðhalda venjunni. Konur framkvæma aðgerðina, mæður hvetja dætur sínar til að gangast undir hana og í mörgum tilfellum vilja dæturnar það sjálfar því þær vilja ekki vera öðruvísi en aðrar stúlkur í samfélaginu, vilja ekki eiga minni möguleika á að giftast og finnst það jafnvel heiður að vera umskornar. Mikið traust er lagt á trúarleiðtoga og höfðingja í samfélögum Sómalíu og því er nauðsynlegt að taka umræðuna við þá og tryggja að þeir hafi allar upplýsingar, til að mynda um þær skelfilegu afleiðingar sem umskurður getur haft og áhrifin, bæði líkamleg og andleg, sem hann hefur á líf stúlkna og kvenna. Þá benda sjálfboðaliðar á fleiri leiðir til að fagna kynþroska stúlkna, s.s. með dansi, tónlist og gjöfum. Eitt af undirmarkmiðum fimmta Heimsmarkmiðs Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti kynjanna, er að útrýma umskurði kvenna fyrir árið 2030. Það verður fyrst og fremst gert með fræðslu í heimabyggð, fræðslu sem Rauði krossinn sinnir. Þú getur hjálpað okkur að efla hana enn frekar með því að styðja við verkefni okkar í Sómalíu. Höfundur er upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Brynhildur Bolladóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Um leið og við fögnum kvenréttindadeginum og öllum þeim árangri sem náðst hefur hér á landi í baráttu fyrir jafnrétti eru milljónir kvenna sem þurfa enn að þola mismunun af ýmsu tagi og fá ekki þau tækifæri sem okkur bjóðast. Á dögum sem þessum hugsa ég til systra minna um allan heim sem standa ekki jafnfætis karlmönnum, einungis vegna kynferðis síns. Verkefnin eru ærin. Í Sómalíu eru um 98% stúlkna umskornar á aldursbilinu 5-11 ára. Ástæður þessarar skaðlegu siðvenju eru mismunandi milli samfélaga. Sums staðar eru stúlkur sagðar „hreinni” ef þær eru umskornar og annars staðar eru stúlkur umskornar til að tryggja að þær geti ekki stundað kynlíf fyrir hjónaband. Þá er þetta oft partur af helgiathöfn sem talin er nauðsynlegur hluti af menningu og sjálfsmynd samfélaga. Í kórónuveirufaraldrinum, þegar fólk hefur haldið sig heima og einangrast meira, hefur það sýnt sig að súlkur eru enn útsettari fyrir umskurði þar sem fólk sem hagnast á því að framkvæma þessar óafturkræfu aðgerðir hefur nýtt sér ástandið. Fólk gengur hús úr húsi og framkvæmir aðgerðina, oft með hrikalegum afleiðingum og erfiðum ef ekki lífshættulegum fylgikvillum. Þá eru óupptaldir sálrænir erfiðleikar sem fylgja slíku inngripi. Undirstaða baráttunnar gegn umskurði er að tryggja að samfélögin hafi aðgang að réttum upplýsingum. Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins leggja áherslu á að vinna með samfélögum og veita fræðslu um skaðsemi umskurðar. Umskurður er ekki siðvenja sem aðeins karlmenn þrýsta á. Konur eiga mikinn þátt í að viðhalda venjunni. Konur framkvæma aðgerðina, mæður hvetja dætur sínar til að gangast undir hana og í mörgum tilfellum vilja dæturnar það sjálfar því þær vilja ekki vera öðruvísi en aðrar stúlkur í samfélaginu, vilja ekki eiga minni möguleika á að giftast og finnst það jafnvel heiður að vera umskornar. Mikið traust er lagt á trúarleiðtoga og höfðingja í samfélögum Sómalíu og því er nauðsynlegt að taka umræðuna við þá og tryggja að þeir hafi allar upplýsingar, til að mynda um þær skelfilegu afleiðingar sem umskurður getur haft og áhrifin, bæði líkamleg og andleg, sem hann hefur á líf stúlkna og kvenna. Þá benda sjálfboðaliðar á fleiri leiðir til að fagna kynþroska stúlkna, s.s. með dansi, tónlist og gjöfum. Eitt af undirmarkmiðum fimmta Heimsmarkmiðs Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti kynjanna, er að útrýma umskurði kvenna fyrir árið 2030. Það verður fyrst og fremst gert með fræðslu í heimabyggð, fræðslu sem Rauði krossinn sinnir. Þú getur hjálpað okkur að efla hana enn frekar með því að styðja við verkefni okkar í Sómalíu. Höfundur er upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun