Kjaradeila flugfreyja: „Alltaf von þegar fólk talar saman“ Atli Ísleifsson skrifar 19. júní 2020 12:23 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir er starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vísir/Vilhelm Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair koma saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Ekkert hefur verið fundað á milli aðila í tvær vikur. Lítið hefur gerst í viðræðum Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair frá því Flugfreyjufélagið hafnaði svokölluðu lokatilboði flugfélagsins 20. maí síðastliðinn. Tvær vikur eru síðan samningsaðilar funduðu hjá ríkissáttasemjara en sá fundur var árángurslaus. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segist bjartsýn fyrir fundinn í dag. „Aðilar hittast hjá sáttasemjara í fyrsta skipti síðan 5. júní. Ríkissáttasemjari boðaði til lögboðins fundar núna í dag.“ Hverju áttu von á í viðræðunum í dag? „Ég á allavega von á samtali og það er nú alltaf von þegar fólk talar saman þannig að ég fer bjartsýn inn í daginn.“ Engar óformlegar viðræður hafa átt sér stað á milli aðila frá síðasta fundi. „Samninganefndin okkar hefur verið dugleg að hittast og hitta félagsmenn á opnum húsum og við erum að reyna leita allra leiða sem við sjáum að hægt væri að fara,“ segir Guðlaug Líney. Hún segir marga hluti í viðræðunum óleysta. „Í stuttu málið er þetta aukið vinnuframlag og kannski breyting á starfsöryggi stéttarinnar til framtíðar sem er það sem við erum helst ósátt um.“ Líkt og áður hefur komið fram eru ferðamenn farnir að koma til landsins aftur eftir tilslakanir á landamærum Íslands. Icelandair áætlar að auka flugframboð sitt í júlí gangi allt eftir. Guðlaug segir Flugfreyjufélagið sem stendur ekki vera íhuga aðgerðir. „Ekki að svo stöddu,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sjá meira
Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair koma saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Ekkert hefur verið fundað á milli aðila í tvær vikur. Lítið hefur gerst í viðræðum Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair frá því Flugfreyjufélagið hafnaði svokölluðu lokatilboði flugfélagsins 20. maí síðastliðinn. Tvær vikur eru síðan samningsaðilar funduðu hjá ríkissáttasemjara en sá fundur var árángurslaus. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segist bjartsýn fyrir fundinn í dag. „Aðilar hittast hjá sáttasemjara í fyrsta skipti síðan 5. júní. Ríkissáttasemjari boðaði til lögboðins fundar núna í dag.“ Hverju áttu von á í viðræðunum í dag? „Ég á allavega von á samtali og það er nú alltaf von þegar fólk talar saman þannig að ég fer bjartsýn inn í daginn.“ Engar óformlegar viðræður hafa átt sér stað á milli aðila frá síðasta fundi. „Samninganefndin okkar hefur verið dugleg að hittast og hitta félagsmenn á opnum húsum og við erum að reyna leita allra leiða sem við sjáum að hægt væri að fara,“ segir Guðlaug Líney. Hún segir marga hluti í viðræðunum óleysta. „Í stuttu málið er þetta aukið vinnuframlag og kannski breyting á starfsöryggi stéttarinnar til framtíðar sem er það sem við erum helst ósátt um.“ Líkt og áður hefur komið fram eru ferðamenn farnir að koma til landsins aftur eftir tilslakanir á landamærum Íslands. Icelandair áætlar að auka flugframboð sitt í júlí gangi allt eftir. Guðlaug segir Flugfreyjufélagið sem stendur ekki vera íhuga aðgerðir. „Ekki að svo stöddu,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.
Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent