Brynjar Björn: Þetta eru fullkomin úrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2020 20:30 Brynjar Björn og Viktor Bjarki Arnarsson virðast vita nákvæmlega hvað þarf til að vinna Íslandsmeistara KR. Vísir/Bára Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var eðlilega mjög sáttur eftir ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. „Já þetta eru fullkomin úrslit. Þetta var góður leikur af okkar hálfu, við stóðum af okkur smá stórskotahríð um miðjan seinni hálfleik en skorum þrjú frábær mörk og held mjög verðskulduð lokastaða,“ sagði Brynjar Björn aðspurður hvort þetta hefði verið hinn fullkomni leikur hjá HK-ingum. „Náðum að snúa því í hag. Gerðum ekki mistök sem við gerðum í síðasta leik. Vorum búnir að fara yfir það og tala um það. Vorum mjög fókuseraðir yfir því og koma hérna með svipað leikskipulag en skorum líka þrjú góð mörk úr frábærum sóknum,“ sagði Brynjar um muninn á leik kvöldsins og síðasta leik HK sem tapaðist 3-2 á móti FH. HK-ingar skoruðu samtals sex mörk gegn Íslandsmeisturum KR í fyrra. Tvö í Vesturbænum og fjögur í Kórnum. Mörkin eru því orðin níu í aðeins þremur leikjum. Brynjar var einfaldlega spurður hvað veldur. „Ég veit það bara ekki,“ sagði Brynjar og hló áður en hann hélt áfram. „Þeir spila með marga frammi. Þeir henda báðum bakvörðunum upp og það hentar leikstíl okkar ágætlega þegar við liggjum svona til baka. Að sama skapi getum við spilað okkur ágætlega upp völlinn líka og komið okkur í skot- og fyrirgjafastöður.“ „Ég held við megum fara búast við 1-2 meiðslum í hverjum leik. Við erum með tvo leikmenn sem eru ekki með leikheimild í dag og ég ætla að fara vona að þeir fari að koma inn í hópinn,“ sagði Brynjar að lokum um stöðuna á leikmannahópi HK. HK hefur misst Arnar Frey markvörð og Bjarna Gunnarsson framherja í meiðsli í síðasta leik. Þá fóru Valgeir Valgeirsson og Ásgeir Marteinsson af velli í dag eftir högg en mikið hefur verið um meiðsli í fyrstu tveimur umferðum deildarinnar. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Leik lokið: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 19:50 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Sjá meira
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var eðlilega mjög sáttur eftir ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. „Já þetta eru fullkomin úrslit. Þetta var góður leikur af okkar hálfu, við stóðum af okkur smá stórskotahríð um miðjan seinni hálfleik en skorum þrjú frábær mörk og held mjög verðskulduð lokastaða,“ sagði Brynjar Björn aðspurður hvort þetta hefði verið hinn fullkomni leikur hjá HK-ingum. „Náðum að snúa því í hag. Gerðum ekki mistök sem við gerðum í síðasta leik. Vorum búnir að fara yfir það og tala um það. Vorum mjög fókuseraðir yfir því og koma hérna með svipað leikskipulag en skorum líka þrjú góð mörk úr frábærum sóknum,“ sagði Brynjar um muninn á leik kvöldsins og síðasta leik HK sem tapaðist 3-2 á móti FH. HK-ingar skoruðu samtals sex mörk gegn Íslandsmeisturum KR í fyrra. Tvö í Vesturbænum og fjögur í Kórnum. Mörkin eru því orðin níu í aðeins þremur leikjum. Brynjar var einfaldlega spurður hvað veldur. „Ég veit það bara ekki,“ sagði Brynjar og hló áður en hann hélt áfram. „Þeir spila með marga frammi. Þeir henda báðum bakvörðunum upp og það hentar leikstíl okkar ágætlega þegar við liggjum svona til baka. Að sama skapi getum við spilað okkur ágætlega upp völlinn líka og komið okkur í skot- og fyrirgjafastöður.“ „Ég held við megum fara búast við 1-2 meiðslum í hverjum leik. Við erum með tvo leikmenn sem eru ekki með leikheimild í dag og ég ætla að fara vona að þeir fari að koma inn í hópinn,“ sagði Brynjar að lokum um stöðuna á leikmannahópi HK. HK hefur misst Arnar Frey markvörð og Bjarna Gunnarsson framherja í meiðsli í síðasta leik. Þá fóru Valgeir Valgeirsson og Ásgeir Marteinsson af velli í dag eftir högg en mikið hefur verið um meiðsli í fyrstu tveimur umferðum deildarinnar.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Leik lokið: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 19:50 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Sjá meira
Leik lokið: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 19:50