Góð ráð til að láta yfirmanninn vita hversu góður starfsmaður þú ert Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. júlí 2020 10:00 Það skiptir ekki máli við hvað við störfum, við viljum öll vera metin að verðleikum þegar við leggjum okkur mikið fram. Vísir/Getty Að leggja sig fram í vinnu er eitt en að fá viðurkenningu fyrir dugnaðinn er annað. Sumir glíma til dæmis við það óöryggi að vera ekki vissir um að yfirmaðurinn þeirra viti hversu mikið þeir eru að leggja sig fram eða hverju þeir er að áorka í starfi. Þess vegna getur það verið ágætt markmið að vinna stöðugt að því að yfirmaðurinn viti hversu góður starfsmaður þú ert. Það getur bæði þjónað þeim tilgangi að síðar meir færðu góð meðmæli frá viðkomandi en eins líka tryggt þér aukið öryggi í starfi. Hér eru fimm ráð sem hægt er að fylgja eftir. 1. Haltu yfirmanninum upplýstum Stjórnendur eru upp til hópa sjálfir mjög uppteknir þannig að eitt af því sem þú þarft að gera er að halda yfirmanninum upplýstum um það hvernig þér gengur og hvernig þér er að takast til. Hér er mælt með því að þú setjir það hreinlega inn í dagskránna hjá þér að einu sinni í viku náir þú tali af yfirmanninum og farir hratt yfir helstu verkefnin þín. Ekki telja allt upp heldur fyrst og fremst þau verkefni sem skipta mestu máli. 2. Leggðu áherslu á árangur Það skiptir yfirmanninn þinn ekkert endilega máli hvað þú ert að gera heldur frekar hvaða árangri þú ert að ná. Þess vegna þarft þú að vera vakandi yfir því að þau verkefni sem þú ert að leysa séu mælanleg út frá árangri. Þegar þú tekur síðan yfirmanninn tali, segir þú frá því hvaða árangri þú hefur náð eða ætlir þér að ná og þá helst þannig að það sé auðskilið fyrir heildarmyndina. Dæmi: Fyrir sölumann gæti það til dæmis verið betra að tala út frá markmiðum um sölu eða hlutfallslega aukningu frekar en að þylja upp hvað talað var við marga viðskiptavini. 3. Vertu félagslega virkur í vinnunni Eitt af því sem skiptir máli er að vera vel liðinn og félagslega virkur með samstarfsfólki þínu. Það sem þú uppskerð af því er til dæmis það að samstarfsfélagar munu líka láta vita vel af þér. Að hjálpa til, að hrósa öðrum, að segja félögunum frá því hvernig þér gengur er því hluti af því sem þarf að vera á markmiða listanum þínum. Og lykilatriði hér er að sýna samstarfsfólki þakklæti þegar þér er hrósað eða eftir þínum verkum er tekið. Ef þú ert með millistjórnanda en langar að koma boðum um árangur til enn æðri yfirmanns, biddu þá um að viðkomandi verði látin/n vita þegar þú nærð einhverjum stórum áfanga. 4. Talaðu við þann sem ræður Þegar þú vilt kynna hugmyndir eða sýna frumkvæði í einhverju er mikilvægt að þú viðrir þær hugmyndir við þá aðila sem hafa ákvörðunarvaldið. Veldu líka vel hvaða hugmyndir þú kynnir. Oft fara þessi samtöl fram á vinnufundum og þar er til dæmis mælt með því að þú kynnir fyrst og fremst bestu hugmyndirnar þínar frekar en að taka langan tíma í að ræða allt sem þú gerir. Í sumum tilfellum þarf að ræða við enn fleiri en næsta yfirmann. Ef hugmyndin er almennt að fá góðar undirtektir skaltu biðja um að þær verði kynntar hjá þeim aðilum sem við á og að sá aðili fái að vita að hugmyndin sé frá þér komin. 5. Láttu ekki ræna þig Síðasta atriðið er síðan það að passa upp á þær hugmyndir sem þú svo sannarlega átt. Stundum vill það nefnilega gerast að eitthvað sem þú segir upphátt á vinnustaðnum hljómar svo vel í eyrum samstarfsfélaga að áður en þú veist af er eitthvað komið á skrið án þess að þú hafir nokkra aðkomu að því. Ef svona aðstæður koma upp, skaltu stíga fram og láta vita að hugmyndin var frá þér komin. Þetta þarf ekki að vera erfitt. Stundum nægir að segja bara yfir hópinn (og fyrir framan yfirmanninn), „Hey, þetta er hugmyndin sem ég nefndi við þig um daginn!“ Loks er þó minnt á að öll erum við hluti af teymi. Að setja sér markmið um að yfirmaðurinn viti að þú sért duglegur starfsmaður er gott og gilt markmið svo lengi sem þú vinnur að því á jákvæðan hátt og sem liðsmaður heildar. Góðu ráðin Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Sjá meira
Að leggja sig fram í vinnu er eitt en að fá viðurkenningu fyrir dugnaðinn er annað. Sumir glíma til dæmis við það óöryggi að vera ekki vissir um að yfirmaðurinn þeirra viti hversu mikið þeir eru að leggja sig fram eða hverju þeir er að áorka í starfi. Þess vegna getur það verið ágætt markmið að vinna stöðugt að því að yfirmaðurinn viti hversu góður starfsmaður þú ert. Það getur bæði þjónað þeim tilgangi að síðar meir færðu góð meðmæli frá viðkomandi en eins líka tryggt þér aukið öryggi í starfi. Hér eru fimm ráð sem hægt er að fylgja eftir. 1. Haltu yfirmanninum upplýstum Stjórnendur eru upp til hópa sjálfir mjög uppteknir þannig að eitt af því sem þú þarft að gera er að halda yfirmanninum upplýstum um það hvernig þér gengur og hvernig þér er að takast til. Hér er mælt með því að þú setjir það hreinlega inn í dagskránna hjá þér að einu sinni í viku náir þú tali af yfirmanninum og farir hratt yfir helstu verkefnin þín. Ekki telja allt upp heldur fyrst og fremst þau verkefni sem skipta mestu máli. 2. Leggðu áherslu á árangur Það skiptir yfirmanninn þinn ekkert endilega máli hvað þú ert að gera heldur frekar hvaða árangri þú ert að ná. Þess vegna þarft þú að vera vakandi yfir því að þau verkefni sem þú ert að leysa séu mælanleg út frá árangri. Þegar þú tekur síðan yfirmanninn tali, segir þú frá því hvaða árangri þú hefur náð eða ætlir þér að ná og þá helst þannig að það sé auðskilið fyrir heildarmyndina. Dæmi: Fyrir sölumann gæti það til dæmis verið betra að tala út frá markmiðum um sölu eða hlutfallslega aukningu frekar en að þylja upp hvað talað var við marga viðskiptavini. 3. Vertu félagslega virkur í vinnunni Eitt af því sem skiptir máli er að vera vel liðinn og félagslega virkur með samstarfsfólki þínu. Það sem þú uppskerð af því er til dæmis það að samstarfsfélagar munu líka láta vita vel af þér. Að hjálpa til, að hrósa öðrum, að segja félögunum frá því hvernig þér gengur er því hluti af því sem þarf að vera á markmiða listanum þínum. Og lykilatriði hér er að sýna samstarfsfólki þakklæti þegar þér er hrósað eða eftir þínum verkum er tekið. Ef þú ert með millistjórnanda en langar að koma boðum um árangur til enn æðri yfirmanns, biddu þá um að viðkomandi verði látin/n vita þegar þú nærð einhverjum stórum áfanga. 4. Talaðu við þann sem ræður Þegar þú vilt kynna hugmyndir eða sýna frumkvæði í einhverju er mikilvægt að þú viðrir þær hugmyndir við þá aðila sem hafa ákvörðunarvaldið. Veldu líka vel hvaða hugmyndir þú kynnir. Oft fara þessi samtöl fram á vinnufundum og þar er til dæmis mælt með því að þú kynnir fyrst og fremst bestu hugmyndirnar þínar frekar en að taka langan tíma í að ræða allt sem þú gerir. Í sumum tilfellum þarf að ræða við enn fleiri en næsta yfirmann. Ef hugmyndin er almennt að fá góðar undirtektir skaltu biðja um að þær verði kynntar hjá þeim aðilum sem við á og að sá aðili fái að vita að hugmyndin sé frá þér komin. 5. Láttu ekki ræna þig Síðasta atriðið er síðan það að passa upp á þær hugmyndir sem þú svo sannarlega átt. Stundum vill það nefnilega gerast að eitthvað sem þú segir upphátt á vinnustaðnum hljómar svo vel í eyrum samstarfsfélaga að áður en þú veist af er eitthvað komið á skrið án þess að þú hafir nokkra aðkomu að því. Ef svona aðstæður koma upp, skaltu stíga fram og láta vita að hugmyndin var frá þér komin. Þetta þarf ekki að vera erfitt. Stundum nægir að segja bara yfir hópinn (og fyrir framan yfirmanninn), „Hey, þetta er hugmyndin sem ég nefndi við þig um daginn!“ Loks er þó minnt á að öll erum við hluti af teymi. Að setja sér markmið um að yfirmaðurinn viti að þú sért duglegur starfsmaður er gott og gilt markmið svo lengi sem þú vinnur að því á jákvæðan hátt og sem liðsmaður heildar.
Góðu ráðin Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Sjá meira