Kjósum Guðna Eiríkur Hjálmarsson skrifar 23. júní 2020 14:00 Sú tilfinning er góð að þegar líður að hádegi á nýársdag viti maður að upp úr hádeginu birtist á sjónvarpsskjánum manneskja sem eigi eftir að bregða upp svipmyndum úr þjóðlífinu frá sjónarhorni sem fengur er að. Þegar forsetum lýðveldisins hefur tekist best upp hefur manni fundist sú birta sem þau hafa varpað á viðfangsefnin í lífi lands og þjóðar vera svo sjálfsögð að þó það hafi ekki blasað við manni áður verður það manns eigið þaðan í frá. Þetta hefur nokkrum forsetum lýðveldisins tekist og þetta liggur einkar vel fyrir Guðna Th. Jóhannessyni. Þennan kost hans held ég megi rekja til yfirgripsmikillar þekkingar hans en ekki síður til auðmjúkrar afstöðu hans til hennar. Hann sýnir þá forvitni um hagi okkar og hugmyndir að þar hlýtur að búa að baki sú vissa að hann sé enn að læra. Þannig leiðir hann vangaveltur okkar um hvað sé farsælt og hvað geti síður verið til farsældar fallið. Það er verðmætt að þjóðin geti átt slík innihaldsrík samtöl samhliða eðlilegum ágreiningi um málefni dagsins. Það verðmæti held ég sé að birtast okkur í viðureigninni við yfirstandandi heimsfaraldur. Við höfum skipst á skoðunum um hvað sé farsælast í baráttunni við veiruna, þar sem stjórnvöld hafa viðurkennt að vita hugsanlega ekki allt best, en sýnum svo nauðsynlega samstöðu í daglegri hegðun okkar þannig að framúrskarandi árangur hefur náðst. Mér finnst þessi nálgun vera í samræmi við þann hógværa tón sem Guðni sló svo fersklega þegar hann gaf blessunarlega kost á sér fyrir kosningarnar fyrir fjórum árum. Sumstaðar í veröldinni eru þjóðarleiðtogar þannig innréttaðir að viðhorf þeirra og framganga stendur í vegi fyrir árangri í mikilvægum málum þjóðanna. Sú er ekki raunin hér. Á Íslandi hefur Guðni forseti aukið við félagsauðinn en ekki dregið úr honum. Ein birtingarmynd þess sem í þjóðinni býr, hvað hún er fær um og hvað hún kann að meta, er kosningaþátttaka. Hver sem hin formlegu völd þjóðaleiðtoga eru, þá hafa þeir oftast talsverð áhrif. Þess vegna eru forsetakosningar mikilvægar til að sýna hvort við látum okkur í raun einhverju varða í hvaða átt samfélagið okkar þróast. Á laugardaginn er boltinn hjá okkur. Ég ætla að kjósa Guðna. Höfundur er sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá OR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2020 Eiríkur Hjálmarsson Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Sú tilfinning er góð að þegar líður að hádegi á nýársdag viti maður að upp úr hádeginu birtist á sjónvarpsskjánum manneskja sem eigi eftir að bregða upp svipmyndum úr þjóðlífinu frá sjónarhorni sem fengur er að. Þegar forsetum lýðveldisins hefur tekist best upp hefur manni fundist sú birta sem þau hafa varpað á viðfangsefnin í lífi lands og þjóðar vera svo sjálfsögð að þó það hafi ekki blasað við manni áður verður það manns eigið þaðan í frá. Þetta hefur nokkrum forsetum lýðveldisins tekist og þetta liggur einkar vel fyrir Guðna Th. Jóhannessyni. Þennan kost hans held ég megi rekja til yfirgripsmikillar þekkingar hans en ekki síður til auðmjúkrar afstöðu hans til hennar. Hann sýnir þá forvitni um hagi okkar og hugmyndir að þar hlýtur að búa að baki sú vissa að hann sé enn að læra. Þannig leiðir hann vangaveltur okkar um hvað sé farsælt og hvað geti síður verið til farsældar fallið. Það er verðmætt að þjóðin geti átt slík innihaldsrík samtöl samhliða eðlilegum ágreiningi um málefni dagsins. Það verðmæti held ég sé að birtast okkur í viðureigninni við yfirstandandi heimsfaraldur. Við höfum skipst á skoðunum um hvað sé farsælast í baráttunni við veiruna, þar sem stjórnvöld hafa viðurkennt að vita hugsanlega ekki allt best, en sýnum svo nauðsynlega samstöðu í daglegri hegðun okkar þannig að framúrskarandi árangur hefur náðst. Mér finnst þessi nálgun vera í samræmi við þann hógværa tón sem Guðni sló svo fersklega þegar hann gaf blessunarlega kost á sér fyrir kosningarnar fyrir fjórum árum. Sumstaðar í veröldinni eru þjóðarleiðtogar þannig innréttaðir að viðhorf þeirra og framganga stendur í vegi fyrir árangri í mikilvægum málum þjóðanna. Sú er ekki raunin hér. Á Íslandi hefur Guðni forseti aukið við félagsauðinn en ekki dregið úr honum. Ein birtingarmynd þess sem í þjóðinni býr, hvað hún er fær um og hvað hún kann að meta, er kosningaþátttaka. Hver sem hin formlegu völd þjóðaleiðtoga eru, þá hafa þeir oftast talsverð áhrif. Þess vegna eru forsetakosningar mikilvægar til að sýna hvort við látum okkur í raun einhverju varða í hvaða átt samfélagið okkar þróast. Á laugardaginn er boltinn hjá okkur. Ég ætla að kjósa Guðna. Höfundur er sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá OR.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar