Bálreiður Rúnar: Sorgmæddur fyrir hönd Gunnars sem sleit krossbönd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júní 2020 23:00 Rúnar hefur fengið nóg af gervigrasinu inn í Egilshöll. Mynd/Vísir Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór Gunnarsson meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. „Glaður að við skyldum hafa unnið leikinn en ég er sorgmæddur fyrir hönd Gunnars Þórs sem virðist hafa spilað sinn síðasta leik á ferlinum. Það er kannski þessu gervigrasi að þakka sem við erum búnir að vera blóta í sand og ösku lengi. Algjörlega óþolandi að spila hérna inni,“ sagði Rúnar sem var augljóslega mikið niðri fyrir þó svo að leikurinn hafi unnist 8-1. KR missir þarna góðan liðsmann en Gunnar Þór hefur verið hluti af KR liðinu til fjölda ára. „Ekkert sem ég er fúll yfir varðandi Vængi Júpíters. Þeir vildu spila á KR-vellinum og við vildum það. Samkvæmt einhverjum reglum KSÍ má það ekki. Ég er bara drullufúll,“ sagði Rúnar enn fremur. „Bæði lið óskuðu eftir því að spila á KR-vellinum en fengu neitun. Samkvæmt einhverjum reglum er það bannað. Við erum að reyna færa íslenska knattspyrnu á hærri stall og þetta er ekki boðlegt í 32-liða úrslitum að vera inn í höll að spila fótbolta þar sem þú getur ekki bleytt grasið. Þetta er bara slysahætta,“ sagði Rúnar aðspurður hvort bæði lið hefðu óskað eftir því að færa leikinn. „Gunnar Þór, sem hefur verið frábær fyrir KR í mörg ár, er að enda ferilinn sinn hér í stað þess að taka þátt í öllu sumrinu með okkur ef við hefðum spilað við almennilegar aðstæður. Við höfum verið ósáttir með þetta síðan í vetur í Reykjavíkurmótinu og erum það enn, það þarf að gera eitthvað í þessu,“ sagði Rúnar áður en hann ræddi leikinn aðeins nánar að lokum. Viðtalið við Rúnar í heild sinni má sjá hér að neðan en Ingvar Örn Ákason sá um spurningarnar að þessu sinni. Klippa: Bálreiður Rúnar vegna meiðsla Gunnars Þórs Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn KR Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór Gunnarsson meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. „Glaður að við skyldum hafa unnið leikinn en ég er sorgmæddur fyrir hönd Gunnars Þórs sem virðist hafa spilað sinn síðasta leik á ferlinum. Það er kannski þessu gervigrasi að þakka sem við erum búnir að vera blóta í sand og ösku lengi. Algjörlega óþolandi að spila hérna inni,“ sagði Rúnar sem var augljóslega mikið niðri fyrir þó svo að leikurinn hafi unnist 8-1. KR missir þarna góðan liðsmann en Gunnar Þór hefur verið hluti af KR liðinu til fjölda ára. „Ekkert sem ég er fúll yfir varðandi Vængi Júpíters. Þeir vildu spila á KR-vellinum og við vildum það. Samkvæmt einhverjum reglum KSÍ má það ekki. Ég er bara drullufúll,“ sagði Rúnar enn fremur. „Bæði lið óskuðu eftir því að spila á KR-vellinum en fengu neitun. Samkvæmt einhverjum reglum er það bannað. Við erum að reyna færa íslenska knattspyrnu á hærri stall og þetta er ekki boðlegt í 32-liða úrslitum að vera inn í höll að spila fótbolta þar sem þú getur ekki bleytt grasið. Þetta er bara slysahætta,“ sagði Rúnar aðspurður hvort bæði lið hefðu óskað eftir því að færa leikinn. „Gunnar Þór, sem hefur verið frábær fyrir KR í mörg ár, er að enda ferilinn sinn hér í stað þess að taka þátt í öllu sumrinu með okkur ef við hefðum spilað við almennilegar aðstæður. Við höfum verið ósáttir með þetta síðan í vetur í Reykjavíkurmótinu og erum það enn, það þarf að gera eitthvað í þessu,“ sagði Rúnar áður en hann ræddi leikinn aðeins nánar að lokum. Viðtalið við Rúnar í heild sinni má sjá hér að neðan en Ingvar Örn Ákason sá um spurningarnar að þessu sinni. Klippa: Bálreiður Rúnar vegna meiðsla Gunnars Þórs
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn KR Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira