Hver ber ábyrgð á kverúlantinum? Ólafur Hauksson skrifar 24. júní 2020 13:31 Guðmundur Franklín forsetaframbjóðandi er kverúlant. Einn af mörgum slíkum sem hefur reynt gegnum tíðina að komast í forsetaframboð án árangurs, ef undan er skilinn jólasveinninn. En Guðmundi tókst það, meirihluta þjóðarinnar til ama og ekki síst skattgreiðendum sem fá reikning upp á rúmar 400 milljónir króna fyrir að halda forsetakosningar. Óþarfi er að kenna Guðmundi Franklín um að vera í vonlausu framboði til að verða forseti Íslands. Hann fór eftir reglunum og fann 1.500 meðmælendur sem þurfti til að komast í framboð. Þar liggur hundurinn grafinn. Tilskilinn fjöldi meðmælenda hefur verið óbreyttur frá stofnun embættis forseta árið 1944. Þá voru landsmenn 126 þúsund, nú eru þeir yfir 360 þúsund. Miðað við mannfjöldaþróun ætti að þurfa að lágmarki 4.500 meðmælendur til að komast í forsetaframboð, fyrst og fremst til að koma í veg fyrir að kverúlantar á borð við Guðmund Franklín, jólasveininn og málarameistarann þvælist þangað sem þeir eiga ekkert erindi. Íslendingar hafa sýnt það í gegnum tíðina hvernig þjóðhöfðingja þeir vilja. Íslendingar vilja ekki eins máls fólk sem heldur að embætti forseta sé eins manns pólitískur flokkur og hefur í raun enga hugmynd um tilgang þess. En hinn lági þröskuldur til að komast í framboð hefur freistað margra þrasara. Ástæða þess að flestum kverúlöntunum hefur gengið illa til þessa er sá að fá þurfti undirritun tilskilins fjölda meðmælenda í hverju kjördæmi. Það var létt mál á höfuðborgarsvæðinu, en þyngra á landsbyggðinni. Það kallaði á ferðalög út um allt land með undirskriftalista. Yfirleitt nægði fólki að hitta frambjóðandann til að vilja ekki skrifa upp á framboðið. En núna hefur sú breyting orðið á að fólk getur kvittað rafrænt upp á stuðning sinn við framboð. Það kom Guðmundi Franklín til góða. Hann og stuðningsfólk hans gat að mestu látið sér nægja að hringja í fólk, senda því tölvupósta eða skilaboð á samfélagsmiðlum. Enginn þurfi að sjá frambjóðandann eða heyra í honum og það hjálpaði vafalaust til. Söfnun 1.500 „undirskrifta“ var létt verk og löðurmannlegt miðað við það sem áður þurfti. Að sjálfsögðu ber Alþingi ábyrgð á því að Guðmundur Franklín kostar okkur skattgreiðendur hundruð milljónir króna með fullkomlega tilgangslausu forsetakjöri. Alþingi átti fyrir löngu að vera búið að breyta þeim kafla stjórnarskrárinnar sem kveður á um fjölda meðmælenda með forsetaframboði. Ekki síst hefðu núverandi þingmenn og þeir sem sátu á síðasta kjörtímabili að beita sér fyrir þessu, í ljósi þess að rafrænar undirskriftir voru á næsta leiti. Höfundur starfar við almannatengsl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2020 Ólafur Hauksson Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Guðmundur Franklín forsetaframbjóðandi er kverúlant. Einn af mörgum slíkum sem hefur reynt gegnum tíðina að komast í forsetaframboð án árangurs, ef undan er skilinn jólasveinninn. En Guðmundi tókst það, meirihluta þjóðarinnar til ama og ekki síst skattgreiðendum sem fá reikning upp á rúmar 400 milljónir króna fyrir að halda forsetakosningar. Óþarfi er að kenna Guðmundi Franklín um að vera í vonlausu framboði til að verða forseti Íslands. Hann fór eftir reglunum og fann 1.500 meðmælendur sem þurfti til að komast í framboð. Þar liggur hundurinn grafinn. Tilskilinn fjöldi meðmælenda hefur verið óbreyttur frá stofnun embættis forseta árið 1944. Þá voru landsmenn 126 þúsund, nú eru þeir yfir 360 þúsund. Miðað við mannfjöldaþróun ætti að þurfa að lágmarki 4.500 meðmælendur til að komast í forsetaframboð, fyrst og fremst til að koma í veg fyrir að kverúlantar á borð við Guðmund Franklín, jólasveininn og málarameistarann þvælist þangað sem þeir eiga ekkert erindi. Íslendingar hafa sýnt það í gegnum tíðina hvernig þjóðhöfðingja þeir vilja. Íslendingar vilja ekki eins máls fólk sem heldur að embætti forseta sé eins manns pólitískur flokkur og hefur í raun enga hugmynd um tilgang þess. En hinn lági þröskuldur til að komast í framboð hefur freistað margra þrasara. Ástæða þess að flestum kverúlöntunum hefur gengið illa til þessa er sá að fá þurfti undirritun tilskilins fjölda meðmælenda í hverju kjördæmi. Það var létt mál á höfuðborgarsvæðinu, en þyngra á landsbyggðinni. Það kallaði á ferðalög út um allt land með undirskriftalista. Yfirleitt nægði fólki að hitta frambjóðandann til að vilja ekki skrifa upp á framboðið. En núna hefur sú breyting orðið á að fólk getur kvittað rafrænt upp á stuðning sinn við framboð. Það kom Guðmundi Franklín til góða. Hann og stuðningsfólk hans gat að mestu látið sér nægja að hringja í fólk, senda því tölvupósta eða skilaboð á samfélagsmiðlum. Enginn þurfi að sjá frambjóðandann eða heyra í honum og það hjálpaði vafalaust til. Söfnun 1.500 „undirskrifta“ var létt verk og löðurmannlegt miðað við það sem áður þurfti. Að sjálfsögðu ber Alþingi ábyrgð á því að Guðmundur Franklín kostar okkur skattgreiðendur hundruð milljónir króna með fullkomlega tilgangslausu forsetakjöri. Alþingi átti fyrir löngu að vera búið að breyta þeim kafla stjórnarskrárinnar sem kveður á um fjölda meðmælenda með forsetaframboði. Ekki síst hefðu núverandi þingmenn og þeir sem sátu á síðasta kjörtímabili að beita sér fyrir þessu, í ljósi þess að rafrænar undirskriftir voru á næsta leiti. Höfundur starfar við almannatengsl.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar