Umdeildar kosningar hefjast í Rússlandi í dag Samúel Karl Ólason skrifar 25. júní 2020 12:04 Kosningarnar áttu formlega að fara fram 1. júní en ákveðið var að opna kjörstaði viku áður og dreifa úr álagi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. EPA/ANATOLY MALTSEV Kosningar um umdeildar stjórnarskrárbreytingar sem gætu gert Vladimir Pútín kleift að vera forseti í tvö kjörtímabil til viðbótar hefjast í Rússlandi í dag. Stjórnarandstæðingar segja að breytingarnar muni gera Pútín að forseta til æviloka en sjálfur segir forsetinn að breytingarnar séu nauðsynlegar til að tryggja stöðugleika. Kosningarnar áttu formlega að fara fram 1. júní en ákveðið var að opna kjörstaði viku áður og dreifa úr álagi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, samkvæmt frétt BBC. Stærstu breytingarnar yrðu í raun þær að forsetar gætu ekki setið lengur en tvö sex ára kjörtímabil samfleytt. Breytingarnar myndu þá núllstilla talninguna hjá Pútín, svo hann gæti setið tvö kjörtímabil til viðbótar við þau fjögur sem hann hefur setið í embætti. Stjórnarskrárbreytingarnar myndu þar að auki svo gott sem banna samkynhneigð í Rússlandi og tryggja trú Rússa á guð. Pútín hefur verið við völd í Rússlandi frá 1999 og mest allan tímann sem forseti. Eftir tvö kjörtímabil sem forseti frá 2000 til 2008 varð Dmitry Medvedev forseti og Pútín forsætisráðherra. Stjórnarskrá Rússlands meinar forsetum að sitja meira en tvö kjörtímabil samfleytt. Eftir 2012 settist Pútín aftur í embætti forseta og var kjörtímabilið lengt úr fjórum árum í sex. Medvedev var forsætisráðherra, þar til í síðustu viku. Núverandi kjörtímabili Pútín lýkur árið 2024, þannig að hann gæti tæknilega séð setið í embætti til 2036. Forsetinn hefur ekki sagt berum orðum hvort hann muni sækjast eftir því að vera forseti áfram. Hann hefur þó gefið það sterklega í skyn. Gátu ekki mótmælt og meinað að safna undirskriftum Stjórnarandstaðan í Rússlandi hefur reynt að berjast gegn breytingunum en sú barátta hefur skilað litlum sem engum árangri. Öll mótmæli voru til að mynda bönnuð með tilliti til reglna um félagsforðun vegna faraldursins og undirskriftasöfnun á netinu var stöðvuð af dómstólum. Sérfræðingar segja öruggt að breytingarnar nái í gegn. Kannanir sem ríkismiðlar hafa framkvæmt í Rússlandi gefa í skyn að mikill meirihluti kjósenda styðji breytingarnar, eða allt að 71 prósent þeirra. Í samtali við Moscow Times segir eftirlitsaðili að útlit sé fyrir að kosningarnar verði minnst gagnsæju kosningar landsins um árabil. Fregnir hafa borist af því að fyrirtæki séu að þvinga starfsmenn sína til að taka þátt í kosningunum og búið er að gera sjálfstæðum eftirlitsaðilum mjög erfitt með að fylgjast með kosningunum. Meðal hafi yfirkjörstjórn Rússland hætt því að setja upp myndavélar á kjörstöðum svo eftirlitsaðilar geti farið yfir upptökur eftir á. Rússland Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Kosningar um umdeildar stjórnarskrárbreytingar sem gætu gert Vladimir Pútín kleift að vera forseti í tvö kjörtímabil til viðbótar hefjast í Rússlandi í dag. Stjórnarandstæðingar segja að breytingarnar muni gera Pútín að forseta til æviloka en sjálfur segir forsetinn að breytingarnar séu nauðsynlegar til að tryggja stöðugleika. Kosningarnar áttu formlega að fara fram 1. júní en ákveðið var að opna kjörstaði viku áður og dreifa úr álagi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, samkvæmt frétt BBC. Stærstu breytingarnar yrðu í raun þær að forsetar gætu ekki setið lengur en tvö sex ára kjörtímabil samfleytt. Breytingarnar myndu þá núllstilla talninguna hjá Pútín, svo hann gæti setið tvö kjörtímabil til viðbótar við þau fjögur sem hann hefur setið í embætti. Stjórnarskrárbreytingarnar myndu þar að auki svo gott sem banna samkynhneigð í Rússlandi og tryggja trú Rússa á guð. Pútín hefur verið við völd í Rússlandi frá 1999 og mest allan tímann sem forseti. Eftir tvö kjörtímabil sem forseti frá 2000 til 2008 varð Dmitry Medvedev forseti og Pútín forsætisráðherra. Stjórnarskrá Rússlands meinar forsetum að sitja meira en tvö kjörtímabil samfleytt. Eftir 2012 settist Pútín aftur í embætti forseta og var kjörtímabilið lengt úr fjórum árum í sex. Medvedev var forsætisráðherra, þar til í síðustu viku. Núverandi kjörtímabili Pútín lýkur árið 2024, þannig að hann gæti tæknilega séð setið í embætti til 2036. Forsetinn hefur ekki sagt berum orðum hvort hann muni sækjast eftir því að vera forseti áfram. Hann hefur þó gefið það sterklega í skyn. Gátu ekki mótmælt og meinað að safna undirskriftum Stjórnarandstaðan í Rússlandi hefur reynt að berjast gegn breytingunum en sú barátta hefur skilað litlum sem engum árangri. Öll mótmæli voru til að mynda bönnuð með tilliti til reglna um félagsforðun vegna faraldursins og undirskriftasöfnun á netinu var stöðvuð af dómstólum. Sérfræðingar segja öruggt að breytingarnar nái í gegn. Kannanir sem ríkismiðlar hafa framkvæmt í Rússlandi gefa í skyn að mikill meirihluti kjósenda styðji breytingarnar, eða allt að 71 prósent þeirra. Í samtali við Moscow Times segir eftirlitsaðili að útlit sé fyrir að kosningarnar verði minnst gagnsæju kosningar landsins um árabil. Fregnir hafa borist af því að fyrirtæki séu að þvinga starfsmenn sína til að taka þátt í kosningunum og búið er að gera sjálfstæðum eftirlitsaðilum mjög erfitt með að fylgjast með kosningunum. Meðal hafi yfirkjörstjórn Rússland hætt því að setja upp myndavélar á kjörstöðum svo eftirlitsaðilar geti farið yfir upptökur eftir á.
Rússland Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira