Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um og sýnum myndir frá vettvangi brunans á Vesturgötu og Bræðraborgarstíg. Þrír voru handteknir á vettvangi eftir að mikil eldur kom upp. Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir að hafa flúið undan eldtungunum út um glugga.
Þá verður rætt við formann Framsýnar - Stéttarfélags á Húsavík sem og sveitarstjóra Norðurþings vegna uppsagna tæplega hundrað starfsmanna kísilvers PCC á Bakka. Þeir segja uppsagnirnar mikið reiðarslag fyrir samfélagið fyrir norðan og margir sem reiði sig á starfstarfsemi álversins.
Þá höldum við áfram umfjöllun okkar um fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. Samningar tókust í nótt á milli Flugfreyjufélags Íslands og flugfélagsins um nýja kjarasamning en hann er aðeins einn liður í mörgum sem þurfa að ganga upp áður en hlutafjárútboðið hefst. Stjórnvöld fylgjast náið með framvindunni og óformlega vinna er í gangi innan stjórnarráðsins við að meta til hvaða ráðstafana þurfi að grípa gangi það ekki eftir.
Þetta og meira til í kvöldfréttum á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og á Vísi klukkan 18:30.