Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fréttamynd

Ögur­stund, staða Play og ó­reyndur rútubílstjóri

Kennarar samþykktu nú síðdegis innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga sem lögð var fram til þess að reyna að afstýra umfangsmiklum verkfallsaðgerðum í fyrramálið. Samninganefndir ríkis og sveitarfélaga hafa til tíu í kvöld til að samþykkja eða hafna tillögunni. Við ræðum við deiluaðila um stöðu mála á ögurstundu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir

Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, tók í dag þátt í fundi Emanuels Macron Frakklandsforseta um öryggi Evrópu og málefni Úkraínu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við forsætisráðherra um það sem fór fram á fundinum sem boðað var til vegna viðræðna Bandaríkjamanna og Rússa um frið í Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

For­maður fjár­laga­nefndar fullur efa og uggandi fanga­verðir

Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast. Rætt verður við Ragnar Þór Ingólfsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Vegaskemmdir skaði fyrir­tæki og bankasamruni

Holóttir og blæðandi vegir á Vesturlandi valda því að þungatakmarkanir eru í gildi þar víða. Bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar segir lykilatriði að fyrirtæki úti á landi séu samkeppnishæf og því verði að sinna viðhaldi á vegum.

Innlent
Fréttamynd

„Kryddpíur“ með gæsa­húð, krefjandi lending og hraðstefnumót

Oddvitar fimm félagshyggjuflokka í Reykjavík ákváðu eftir fundahöld í dag að ganga til formlegra viðræðna um meirihlutamyndun. Tveir oddvitar hins fallna meirihluta segja hina þrjá flokkana ekki vera að ganga inn í gamalt samstarf heldur nýtt. Við ræðum kryddpíurnar svokölluðu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá heyrum við einnig í borgarfulltrúa Framsóknar sem gagnrýnir ummæli þeirra fyrrnefndu um tiltekt eftir vesen karlanna í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Meiri­hlutinn sem er að myndast, vopna­burður og mót­mæli brimbrettakappa

Oddvitar Pírata, Sósíalista, Vinstri grænna og Flokks fólksins áttu í óformlegum meirihlutaviðræðum á heimili oddvita Samfylkingarinnar í dag. Næst á dagskrá er að athuga hvernig vinstri meirihluti leggst í bakland umræddra flokkanna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgjumst við með viðræðum, heyrum í formanni Flokks fólksins sem útilokaði Sjálfstæðisflokkinn og verðum í beinni með oddvita sem var ekki boðið í samtalið.

Innlent
Fréttamynd

Styrkir til stjórn­mála­flokka og galin á­form um upp­byggingu

Stjórnmálaflokkar, sem hafa fengið greidda styrki úr ríkissjóði undanfarin ár þrátt fyrir að uppfylla ekki skilyrði til þess, verða ekki krafnir um endurgreiðslu. Fjármálaráðherra segir ráðuneytið hafa brugðist skyldum sinum. Björg Eva Erlendsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna, kemur og ræðir málið í myndveri í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Manndrápsmálið í Nes­kaup­stað og meint vil­yrði ráð­herra

Heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra skoða nú hvernig bæta megi úrræði fyrir nauðungarvistun. Maður, sem banaði hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar, átti að vera í nauðungarvistun á þeim tíma en gekk laus. Rætt verður við ráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem segja málið hörmulegt og endurspegla langvinnan vanda kerfisins.

Innlent
Fréttamynd

Veður­ofsi, þrumur og eldingar í beinni út­sendingu

Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna ofsveðurs sem gengur yfir landið og rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út. Veðrið hefur valdið víðtækum samgöngutruflunum og vegalokunum, viðburðum hefur verið frestað og vinnustöðum lokað. Þá hefur eldingum lostið niður víða á landinu síðdegis.

Innlent
Fréttamynd

Harm­leikur í Örebro og þing­menn búa sig undir á­tök

Íslenskur rektor í skóla í Örebro í Svíþjóð, þar sem að minnsta kosti tíu voru skotnir til bana í dag, segir örvæntingu og ringulreið hafa gripið um sig í skólanum þegar byssumaðurinn hóf skothríð. Hún hafi gengið fram á blóðug fórnarlömb og komið einu þeirra til aðstoðar. Samfélagið í Örebro sé í áfalli.

Innlent
Fréttamynd

Tollastríð, kennaraverkfall og ham­borgarar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hafið tollastríð við helstu viðskiptalönd sín, sem hann segir hafa féflett Bandaríkin. Ákvörðun hans verður svarað í sömu mynt. Farið verður yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt um möguleg áhrif tollastríðs á Ísland við utanríkisráðherra í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Ó­veður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón

Óveðrið sem gengur yfir landið hefur valdið víðtækum samgöngutruflunum og nær öllum flugferðum innanlands og um Keflavík hefur verið aflýst. Við ræðum við flugrekstrarstjóra Icelandair og verðum í beinni frá vonskuverðinu með veðurfræðingi í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Vonar­glæta, ó­veður og bar­átta um skrif­stofur

Ríkissáttasemjari lagði í dag fram innanhússtillögu að kjarasamningi í deilu kennara við ríki og sveitarfélög. Samninganefndir þurfa að taka afstöðu til hennar fyrir klukkan eitt á laugardag. Ekkert verður af boðuðum verkfallsaðgerðum verði samningurinn samþykktur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við samninganefndir og ríkisáttasemjara um stöðu deilunnar og efni samningsins.

Innlent
Fréttamynd

Undrandi for­eldrar og barnið sem fæddist í flug­vél

Ríkissáttasemjari býst við að boðað verði til fundar á morgun í kjaradeilu kennara. Verkföll hefjast í ríflega tuttugu leik- og grunnskólum eftir helgi takist ekki að semja. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við foreldri sem undrast aðgerðarleysi í deilunni síðustu vikur og óttast verkföll.

Innlent
Fréttamynd

Stór­hættu­leg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar andlát karlmanns um fertugt en grunur leikur að dauða hans megi rekja til hættulegra falskvíðalyfja sem eru í umferð. Yfirlögregluþjónn segir sölu ólöglegra lyfja hafa aukist og varar fólk við að taka þau. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Endur­greiðsla sem jafn­gildi gjald­þroti og íbúafundur

Alls hafa fimm stjórnmálaflokkar fengið greiðslur úr ríkissjóði þrátt fyrir að uppfylla ekki skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Flokkur fólksins er eini flokkurinn sem enn hefur ekki breytt skráningu sinni en formaður segir flokkinn munu fara í þrot, verði honum gert að greiða fjárhæðirnar til baka. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við prófessor í stjórnmálafræði í beinni um mögulegar pólitískar afleiðingar málsins.

Innlent
Fréttamynd

Þing­menn búast við formannsslag og Lífskviða Ás­geirs

Spennan magnast fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins en þingmenn telja allar líkur á að barist verði um formannsembættið. Fyrsti frambjóðandinn mun tilkynna framboð sitt á morgun. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Á­fellis­dómur á stjórn­sýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur

Úrskurður sem fellir úr gildi heimild fyrir búsetuúrræði fyrir hælisleitendur í JL húsinu er enn annar áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Þetta segir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við forstjóra Vinnumálastofnunar, sem segir úrskurðinn hafa komið sér í opna skjöldu.

Innlent