Af hverju kýs ég Guðmund Franklín? Stefán Páll Páluson skrifar 26. júní 2020 12:00 Undanfarin ár hefur almenningur risið reglulega upp gegn ríkisstjórninni vegna vinnubragða þeirra; öryrkjar, eldri borgarar ofl. Ég er öryrki. Þingmenn, ráðherrar og í raun svo gott sem allir þeir sem koma að okkar málum hafa annaðhvort svikið gefin loforð eða einfaldlega ekki náð neinum árangri. Hver er ástæðan? Það er ekki vilji innan þings né ríkisstjórnar að leiðrétta skerðingar, loforð sem gefið var 2009, leiðrétting átti að fara fram 2011. Það vita það allir að lífeyrisskerðingar eru ólögmætar. Þessa sögu þekkja allir. Í þessarri stöðu er mikilvægt að hafa í huga að við almenningur eigum verkfæri í kistunni sem við getum notað og það verkfæri er Forseti Íslands. Þetta verkfæri hefur nú ekki verið notað í þágu almennings í 4 ár. Guðmundur Franklín er einstaklingur sem ég treysti til að beita bæði beinum og óbeinum áhrifum forsetaembættisins í þágu okkar öryrkja og eldri borgara. En það er ekki bara málefni öryrkja og eldri borgara sem ráða minni för, ég á börn sem munu erfa landið, börn sem ég vill skilja eftir í betra samfélagi með einstaklinga við stjórn sem láta sér öll málefni almennings varða eins og t.d. orku- og sjávarauðlindir. Að gefa einstaka einstaklingum yfirráð yfir þessum auðlindum er án efa stærstu mistök sem við getum gert. Guðmundur Franklín er sá maður sem hefur kjark til að takast á við það verkefni svo ekki verði úr stórslys sem börnin mín og ykkar munu greiða fyrir ef illa fer. Alls 11% treysta ríkisstjórninni fullkomlega, 22,1% treystir henni mjög vel, og 26,6% treysta henni frekar vel.(samkvæmt þjóðarpúls Gallup) Það er því einmitt núna meira en nokkru sinni fyrr sem við þurfum kjarkmikin forseta, forseta sem beitir beinum og óbeinum áhrifum sínum til að vernda rétt okkar almennings. Kjarkmikill, ákveðin og óhræddur við að rísa upp gegn hagsmunaöflum eru bara nokkrir góðir kostir við Guðmund Franklín sem munu gera hann að góðum forseta. Við þurfum forseta sem hefur tekið þátt í lífinu en ekki bara lesið um það. Við þurfum forseta sem veit hvað það er að missa allt. Við þurfum forseta sem þekkir erfiðleikana sem koma upp við það endurreisa sig. Forsetaembættið snýst nefnilega ekki um að sýna vöðvana og vekja upp ótta. Hver sá sem heldur slíku fram veit ekki ekki hvað forsetaembættið er og gengur erinda hagsmunaafla sem við viljum ekki að stjórni þeim forseta sem við kjósum okkur í lýðræðislegum kosningum. Ekki láta neinn blekkja ykkur í að halda það að embættið sé gagnslaust. Ef svo væri þá værum við ekki með forseta enda tilgangslaust að vera með einstakling á launum við að gera ekkert annað en að ganga erinda alþingis. Ég kýs með lýðræði gegn hagsmunaöflum. Ég kýs Guðmund Franklín svo börnin mín búi í betra samfélagi. #minnforseti #Franklín2020 #fyrirbörninmín #klárlega Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2020 Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur almenningur risið reglulega upp gegn ríkisstjórninni vegna vinnubragða þeirra; öryrkjar, eldri borgarar ofl. Ég er öryrki. Þingmenn, ráðherrar og í raun svo gott sem allir þeir sem koma að okkar málum hafa annaðhvort svikið gefin loforð eða einfaldlega ekki náð neinum árangri. Hver er ástæðan? Það er ekki vilji innan þings né ríkisstjórnar að leiðrétta skerðingar, loforð sem gefið var 2009, leiðrétting átti að fara fram 2011. Það vita það allir að lífeyrisskerðingar eru ólögmætar. Þessa sögu þekkja allir. Í þessarri stöðu er mikilvægt að hafa í huga að við almenningur eigum verkfæri í kistunni sem við getum notað og það verkfæri er Forseti Íslands. Þetta verkfæri hefur nú ekki verið notað í þágu almennings í 4 ár. Guðmundur Franklín er einstaklingur sem ég treysti til að beita bæði beinum og óbeinum áhrifum forsetaembættisins í þágu okkar öryrkja og eldri borgara. En það er ekki bara málefni öryrkja og eldri borgara sem ráða minni för, ég á börn sem munu erfa landið, börn sem ég vill skilja eftir í betra samfélagi með einstaklinga við stjórn sem láta sér öll málefni almennings varða eins og t.d. orku- og sjávarauðlindir. Að gefa einstaka einstaklingum yfirráð yfir þessum auðlindum er án efa stærstu mistök sem við getum gert. Guðmundur Franklín er sá maður sem hefur kjark til að takast á við það verkefni svo ekki verði úr stórslys sem börnin mín og ykkar munu greiða fyrir ef illa fer. Alls 11% treysta ríkisstjórninni fullkomlega, 22,1% treystir henni mjög vel, og 26,6% treysta henni frekar vel.(samkvæmt þjóðarpúls Gallup) Það er því einmitt núna meira en nokkru sinni fyrr sem við þurfum kjarkmikin forseta, forseta sem beitir beinum og óbeinum áhrifum sínum til að vernda rétt okkar almennings. Kjarkmikill, ákveðin og óhræddur við að rísa upp gegn hagsmunaöflum eru bara nokkrir góðir kostir við Guðmund Franklín sem munu gera hann að góðum forseta. Við þurfum forseta sem hefur tekið þátt í lífinu en ekki bara lesið um það. Við þurfum forseta sem veit hvað það er að missa allt. Við þurfum forseta sem þekkir erfiðleikana sem koma upp við það endurreisa sig. Forsetaembættið snýst nefnilega ekki um að sýna vöðvana og vekja upp ótta. Hver sá sem heldur slíku fram veit ekki ekki hvað forsetaembættið er og gengur erinda hagsmunaafla sem við viljum ekki að stjórni þeim forseta sem við kjósum okkur í lýðræðislegum kosningum. Ekki láta neinn blekkja ykkur í að halda það að embættið sé gagnslaust. Ef svo væri þá værum við ekki með forseta enda tilgangslaust að vera með einstakling á launum við að gera ekkert annað en að ganga erinda alþingis. Ég kýs með lýðræði gegn hagsmunaöflum. Ég kýs Guðmund Franklín svo börnin mín búi í betra samfélagi. #minnforseti #Franklín2020 #fyrirbörninmín #klárlega
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar