Sögðust stefna að því að vera í toppbaráttu en hafa ekki enn unnið leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. júní 2020 16:30 Arnar á hliðarlínunni. Vísir/Daniel Bikarmeistarar Víkings voru – og eru eflaust enn – stórhuga fyrir tímabilið. Fyrir tímabil var það gefið út að þeir stefndu á að landa þeim stóra, Íslandsmeistaratitlinum. Nú þegar liðið hefur leikið fjóra leiki, tvo á Íslandsmóti,einn í bikarkeppni og svo einn leik í meistarakeppni KSÍ, á það enn eftir að vinna leik í venjulegum leiktíma. Víkingar eru ríkjandi Mjólkurbikarmeistarar og stefna á að verja þann titil. Þá vilja þeir blanda sér í toppbaráttuna. Kári Árnason og Óttar Magnús Karlsson eru með liðinu frá upphafi tímabils en þeir komu inn á miðri síðustu leiktíð. Liðinu var spáð í kringum 4. til 6. sæti en Arnar sagði í viðtali við Fótbolta.net að liðið yrði „pottþétt ofar en þetta.“ Ingvar Jónsson kom í markið en hann hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið undanfarin ár. Þá fékk liðið unga og efnilega leikmenn til liðs við sig fyrir tímabilið en það hefur einkennt stjórnartíð Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara liðsins. Það virðist þó sem eitthvað eigi enn eftir að smella í Fossvoginum. Þó svo að það sé deginum ljósara að liðið er stútfullt af hæfileikum – enda með frábæra leikmenn í flestum stöðum vallarins – þá er það einnig ljóst að það vantar ákveðið krydd í leik liðsins. Guðmundur Andri Tryggvason skoraði sjö mörk í 16 leikjum í deildinni á síðustu leiktíð. Hann var á láni hjá Víkingum frá IK Start í Noregi þar sem hann er í dag. Þá var Kwame Quee einnig á láni frá Breiðabliki en hann skoraði fjögur mörk í 12 leikjum. Guðmundur Andri í bikarúrslitaleiknum gegn FH á síðustu leiktíð.Vísir/Vilhelm Þarna eru 11 mörk af þeim 37 sem Víkingar skoruðu horfin á braut sem og einu náttúrulegu vængmenn liðsins. Arnar notaði reyndar mikið 4-4-2 leikkerfi með tígul miðju þegar fór að líða á síðast sumar. Þá var Guðmundur Andri oftar en ekki með Óttari Magnúsi í fremstu víglínu en Guðmundur var þó mikið vinstra megin á vellinum og keyrði síðan þaðan á vörn mótherjanna. Þó Víkingar hafi endaði í 7. sæti deildarinnar þá voru þeir samt sem áðru aðeins einu stigi frá ÍA sem endaði í 10. sæti. Líkt og áður sagði hafa Víkingar leikið fjóra leiki án þess að landa sigri í venjulegum leiktíma. Liðið tapaði 1-0 gegn KR í Meistarakeppni KSÍ. Leikurinn var ekki ekkert endilega illa leikinn af hálfu Víkinga en þeir lentu í miklum vandræðum með pressu KR í upphafi og áttu svo einkar erfitt með að brjóta þá niður eftir að þeir lentu undir. Úr leik Víkings og KR í Meistarakeppni KSÍ.Vísir/HAG Óttar Magnús kom þeim yfir með marki úr aukaspyrnu gegn Fjölni en það dugði skammt. Nýliðarnir jöfnuðu í síðari hálfleik og þar við sat. Liðið gerði markalaust jafntefli við KA á Akureyri í leik sem Tómas Ingi Tómasson – sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar – var langt því frá sáttur með. Þá þurfti liðið mark í uppbótartíma til að tryggja sér framlengingu gegn nöfnum sínum frá Ólafsvík í Mjólkurbikarnum. Víkingar voru svo manni fleiri í 18 mínútur í framlengingunni eftir að James Dale var vikið af velli í liði Ólsara. Þrátt fyrir það tókst þeim ekki að tryggja sér sigur og því þurfti að fara í vítaspyrnukeppni. Þó sumarið sé rétt að hefjast er eðlilegt að velta fyrir sér hvort lið sem hefur aðeins skorað tvö mörk á 390 mínútum, þá er uppbótartími ekki talinn með, geti barist um Íslandsmeistaratitilinn. Næstu þrír leikir Víkings eru svo FH (H), Valur (Ú) og KR (H). Það er ljóst að erfitt verkefni bíður Víkinga en nú er bara að standa við stóru orðin. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Sjá meira
Bikarmeistarar Víkings voru – og eru eflaust enn – stórhuga fyrir tímabilið. Fyrir tímabil var það gefið út að þeir stefndu á að landa þeim stóra, Íslandsmeistaratitlinum. Nú þegar liðið hefur leikið fjóra leiki, tvo á Íslandsmóti,einn í bikarkeppni og svo einn leik í meistarakeppni KSÍ, á það enn eftir að vinna leik í venjulegum leiktíma. Víkingar eru ríkjandi Mjólkurbikarmeistarar og stefna á að verja þann titil. Þá vilja þeir blanda sér í toppbaráttuna. Kári Árnason og Óttar Magnús Karlsson eru með liðinu frá upphafi tímabils en þeir komu inn á miðri síðustu leiktíð. Liðinu var spáð í kringum 4. til 6. sæti en Arnar sagði í viðtali við Fótbolta.net að liðið yrði „pottþétt ofar en þetta.“ Ingvar Jónsson kom í markið en hann hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið undanfarin ár. Þá fékk liðið unga og efnilega leikmenn til liðs við sig fyrir tímabilið en það hefur einkennt stjórnartíð Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara liðsins. Það virðist þó sem eitthvað eigi enn eftir að smella í Fossvoginum. Þó svo að það sé deginum ljósara að liðið er stútfullt af hæfileikum – enda með frábæra leikmenn í flestum stöðum vallarins – þá er það einnig ljóst að það vantar ákveðið krydd í leik liðsins. Guðmundur Andri Tryggvason skoraði sjö mörk í 16 leikjum í deildinni á síðustu leiktíð. Hann var á láni hjá Víkingum frá IK Start í Noregi þar sem hann er í dag. Þá var Kwame Quee einnig á láni frá Breiðabliki en hann skoraði fjögur mörk í 12 leikjum. Guðmundur Andri í bikarúrslitaleiknum gegn FH á síðustu leiktíð.Vísir/Vilhelm Þarna eru 11 mörk af þeim 37 sem Víkingar skoruðu horfin á braut sem og einu náttúrulegu vængmenn liðsins. Arnar notaði reyndar mikið 4-4-2 leikkerfi með tígul miðju þegar fór að líða á síðast sumar. Þá var Guðmundur Andri oftar en ekki með Óttari Magnúsi í fremstu víglínu en Guðmundur var þó mikið vinstra megin á vellinum og keyrði síðan þaðan á vörn mótherjanna. Þó Víkingar hafi endaði í 7. sæti deildarinnar þá voru þeir samt sem áðru aðeins einu stigi frá ÍA sem endaði í 10. sæti. Líkt og áður sagði hafa Víkingar leikið fjóra leiki án þess að landa sigri í venjulegum leiktíma. Liðið tapaði 1-0 gegn KR í Meistarakeppni KSÍ. Leikurinn var ekki ekkert endilega illa leikinn af hálfu Víkinga en þeir lentu í miklum vandræðum með pressu KR í upphafi og áttu svo einkar erfitt með að brjóta þá niður eftir að þeir lentu undir. Úr leik Víkings og KR í Meistarakeppni KSÍ.Vísir/HAG Óttar Magnús kom þeim yfir með marki úr aukaspyrnu gegn Fjölni en það dugði skammt. Nýliðarnir jöfnuðu í síðari hálfleik og þar við sat. Liðið gerði markalaust jafntefli við KA á Akureyri í leik sem Tómas Ingi Tómasson – sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar – var langt því frá sáttur með. Þá þurfti liðið mark í uppbótartíma til að tryggja sér framlengingu gegn nöfnum sínum frá Ólafsvík í Mjólkurbikarnum. Víkingar voru svo manni fleiri í 18 mínútur í framlengingunni eftir að James Dale var vikið af velli í liði Ólsara. Þrátt fyrir það tókst þeim ekki að tryggja sér sigur og því þurfti að fara í vítaspyrnukeppni. Þó sumarið sé rétt að hefjast er eðlilegt að velta fyrir sér hvort lið sem hefur aðeins skorað tvö mörk á 390 mínútum, þá er uppbótartími ekki talinn með, geti barist um Íslandsmeistaratitilinn. Næstu þrír leikir Víkings eru svo FH (H), Valur (Ú) og KR (H). Það er ljóst að erfitt verkefni bíður Víkinga en nú er bara að standa við stóru orðin.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Sjá meira