Njarðvík er með sex stig eftir fyrstu tvo leikina í 2. deild karla eftir að hafa unnið öflugan útisigur á Selfossi í dag, 2-1.
Selfyssingar komust yfir með marki frá markahróknum Hrvoje Tokic á 29. mínútu en Atli Freyr Ottesen Pálsson jafnaði á síðustu mínútu fyrri hálfleiks.
Njarðvíkingar byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og á fjórðu mínútu síðari hálfleiks kom Kenneth Hogg Njarðvíkingum yfir. Lokatölur 2-1.
Njarðvík er með sex stig en Selfoss þrjú eftir fyrstu tvær umferðirnar.
ÞAÐ BERGMÁLAR
— Njarðvíkfc_official (@fcnjardvik) June 27, 2020
FULLT HÚS
Áfram Njarðvík
Víðir vann 1-0 sigur á KF með marki frá Guyon Philips en þetta voru fyrstu þrjú stig Víðis. KF er án stiga líkt og Völsungur sem tapaði 2-4 fyrir Haukum á heimavelli. Haukarnir eru með sex stig.
Fjarðabyggð vann 4-1 sigur á ÍR eftir að hafa leitt 4-0 í hálfleik og Kórdrengir höfðu betur gegn Dalvík/Reyni á heimavelli. Bikarleikurinn gegn ÍA stóð ekkert í Kórdrengjunum sem eru með sex stig eftir fyrstu tvo leikina.
Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.