Ekki sex ár síðan að ég skoraði en þetta var kærkomið Sindri Sverrisson skrifar 29. júní 2020 21:45 Gísli Eyjólfsson. „Þetta byrjar vel hjá okkur,“ sagði Gísli Eyjólfsson, miðjumaður Breiðabliks, sem átti mjög góðan leik í 3-1 sigri liðsins á Fjölni í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Blikar hafa nú unnið fyrstu þrjá leiki sína og eru á toppi deildarinnar, auk þess sem þeir slógu Keflavík út úr Mjólkurbikarnum í síðustu viku. Þeir virtust hins vegar værukærir í upphafi leiks gegn Fjölni í kvöld, sem og í upphafi seinni hálfleiks. „Við spiluðum heilt yfir ágætlega en misstum þetta niður á köflum. Við náðum samt að klára þetta í lokin,“ sagði Gísli og tók undir að Blikar hefðu fengið einhvers konar kinnhest í upphafi beggja hálfleika áður en þeir tóku við sér: „Öll liðin í þessari deild eru virkilega góð og ef að maður er ekki á tánum þá fær maður skellinn. Það gerðist líka á móti Keflavík. Það er svo sem fínt að fá þennan skell en við þurfum að fara að klára þessa leiki betur. Fá smá drápseðli í þetta.“ Kristinn á fullt inni Kristinn Steindórsson hefur að mörgu leyti stolið senunni í Kópavoginum í upphafi tímabils. Hann kom Blikum yfir í kvöld, eftir að hafa skorað tvö mörk gegn Keflavík í bikarnum sem og gegn Gróttu í fyrstu umferð. Hann hafði áður ekki skorað í deildarleik síðan árið 2014 en Gísli glotti bara aðspurður hvort að Kristinn væri ekki þegar búinn að gera meira en búast hefði mátt við: „Nei, nei. Ég býst bara við meiru af honum, miðað við það sem hann er búinn að vera að gera í vetur. Hann á fullt inni.“ Sjálfur skoraði Gísli ekki mark í tíu deildarleikjum síðasta sumar, eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku, en hann skoraði sjö mörk í 22 leikjum sumarið 2018 þegar hann fór á kostum. Hann skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni í kvöld, og kórónaði eins og fyrr segir með því mjög góðan leik: „Ég er virkilega sáttur. Ég er búinn að eiga góðan vetur og byrja vel. Það eru ekki sex ár síðan ég skoraði en það er slatti langt síðan að ég skoraði hérna þannig að þetta var kærkomið.“ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Fjölnir 3-1 | Blikar áfram með fullt hús stiga Breiðablik hefur farið afar vel af stað í Pepsi Max-deildinni undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar og eru með fullt hús stiga eftir sigur á Fjölni, 3-1, í þriðju umferð í kvöld. Fjölnismenn eru áfram með eitt stig. 29. júní 2020 21:06 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Sjá meira
„Þetta byrjar vel hjá okkur,“ sagði Gísli Eyjólfsson, miðjumaður Breiðabliks, sem átti mjög góðan leik í 3-1 sigri liðsins á Fjölni í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Blikar hafa nú unnið fyrstu þrjá leiki sína og eru á toppi deildarinnar, auk þess sem þeir slógu Keflavík út úr Mjólkurbikarnum í síðustu viku. Þeir virtust hins vegar værukærir í upphafi leiks gegn Fjölni í kvöld, sem og í upphafi seinni hálfleiks. „Við spiluðum heilt yfir ágætlega en misstum þetta niður á köflum. Við náðum samt að klára þetta í lokin,“ sagði Gísli og tók undir að Blikar hefðu fengið einhvers konar kinnhest í upphafi beggja hálfleika áður en þeir tóku við sér: „Öll liðin í þessari deild eru virkilega góð og ef að maður er ekki á tánum þá fær maður skellinn. Það gerðist líka á móti Keflavík. Það er svo sem fínt að fá þennan skell en við þurfum að fara að klára þessa leiki betur. Fá smá drápseðli í þetta.“ Kristinn á fullt inni Kristinn Steindórsson hefur að mörgu leyti stolið senunni í Kópavoginum í upphafi tímabils. Hann kom Blikum yfir í kvöld, eftir að hafa skorað tvö mörk gegn Keflavík í bikarnum sem og gegn Gróttu í fyrstu umferð. Hann hafði áður ekki skorað í deildarleik síðan árið 2014 en Gísli glotti bara aðspurður hvort að Kristinn væri ekki þegar búinn að gera meira en búast hefði mátt við: „Nei, nei. Ég býst bara við meiru af honum, miðað við það sem hann er búinn að vera að gera í vetur. Hann á fullt inni.“ Sjálfur skoraði Gísli ekki mark í tíu deildarleikjum síðasta sumar, eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku, en hann skoraði sjö mörk í 22 leikjum sumarið 2018 þegar hann fór á kostum. Hann skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni í kvöld, og kórónaði eins og fyrr segir með því mjög góðan leik: „Ég er virkilega sáttur. Ég er búinn að eiga góðan vetur og byrja vel. Það eru ekki sex ár síðan ég skoraði en það er slatti langt síðan að ég skoraði hérna þannig að þetta var kærkomið.“
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Fjölnir 3-1 | Blikar áfram með fullt hús stiga Breiðablik hefur farið afar vel af stað í Pepsi Max-deildinni undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar og eru með fullt hús stiga eftir sigur á Fjölni, 3-1, í þriðju umferð í kvöld. Fjölnismenn eru áfram með eitt stig. 29. júní 2020 21:06 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Fjölnir 3-1 | Blikar áfram með fullt hús stiga Breiðablik hefur farið afar vel af stað í Pepsi Max-deildinni undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar og eru með fullt hús stiga eftir sigur á Fjölni, 3-1, í þriðju umferð í kvöld. Fjölnismenn eru áfram með eitt stig. 29. júní 2020 21:06