Gústi Gylfa: Okkur greinilega fyrirmunað að skora Ísak Hallmundarson skrifar 29. júní 2020 23:15 Ágúst á hliðarlínunni í kvöld. vísir/vilhelm Fylkir og Grótta mættust í Pepsi Max deild karla á heimavelli Fylkis í Árbæ í kvöld. Lokatölur 2-0 fyrir Fylki í hörkuleik. Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu var að vonum svekktur með niðurstöðu leiksins en lið hans barðist hetjulega í kvöld. ,,Það má með sanni segja að við áttum skilið eitthvað úr þessum leik. Gríðarlega ánægður með fyrri hálfleik en okkur er greinilega fyrirmunað að skora. Við hefðum kannski getað verið búnir að klára þetta í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var ekki alveg eins góður en við fáum nokkur góð færi til að skora. Fáum svo víti á okkur og þeir komast yfir og bæta svo öðru marki við, þá var þetta á brattann að sækja fyrir okkur. Þetta var góður fyrri hálfleikur en við vorum ekki nógu góðir í seinni,‘‘ sagði Gústi. Grótta fékk fjöldan allan af tækifærum og komust oft í góða stöðu en áttu erfitt með að ná skoti á markið. ,,Það er eitthvað sem háir okkur varðandi að skora, mögulega þor, kannski reynsluleysi, við erum að reyna að grafa ofan í það. Búnir að spila þrjá leiki í deildinni og ekki skorað mark, við þurfum að gera þetta betur kannski á æfingasvæðinu og vorum frekar værukærir fannst mér í færunum og tók okkur langan tíma að ,,slútta‘‘, en við finnum lausn á þessu fyrir næstu leiki. Ég vil skila batakveðju til Helga Vals, leiðinlegt að heyra með hann og vonandi endar þetta ekki ferilinn hans og hann kemur sterkur til baka.‘‘ En getur Gústi tekið eitthvað jákvætt út úr þessum leik fyrir framhaldið? ,,Ég veit það ekki, við töpuðum leiknum og skoruðum ekki mark og það er það sem maður skilur eftir í þessum leik. Við erum ekki komnir með neinn punkt á töfluna og það er það sem svíður. Við þurfum að fara að hala inn stigum og með þessari frammistöðu jú þá munum við gera það, sérstaklega í fyrri hálfleik,‘‘ sagði hann að lokum. Grótta fær HK í heimsókn í næsta leik í deildinni þann 4. júlí. Grótta Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Sjá meira
Fylkir og Grótta mættust í Pepsi Max deild karla á heimavelli Fylkis í Árbæ í kvöld. Lokatölur 2-0 fyrir Fylki í hörkuleik. Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu var að vonum svekktur með niðurstöðu leiksins en lið hans barðist hetjulega í kvöld. ,,Það má með sanni segja að við áttum skilið eitthvað úr þessum leik. Gríðarlega ánægður með fyrri hálfleik en okkur er greinilega fyrirmunað að skora. Við hefðum kannski getað verið búnir að klára þetta í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var ekki alveg eins góður en við fáum nokkur góð færi til að skora. Fáum svo víti á okkur og þeir komast yfir og bæta svo öðru marki við, þá var þetta á brattann að sækja fyrir okkur. Þetta var góður fyrri hálfleikur en við vorum ekki nógu góðir í seinni,‘‘ sagði Gústi. Grótta fékk fjöldan allan af tækifærum og komust oft í góða stöðu en áttu erfitt með að ná skoti á markið. ,,Það er eitthvað sem háir okkur varðandi að skora, mögulega þor, kannski reynsluleysi, við erum að reyna að grafa ofan í það. Búnir að spila þrjá leiki í deildinni og ekki skorað mark, við þurfum að gera þetta betur kannski á æfingasvæðinu og vorum frekar værukærir fannst mér í færunum og tók okkur langan tíma að ,,slútta‘‘, en við finnum lausn á þessu fyrir næstu leiki. Ég vil skila batakveðju til Helga Vals, leiðinlegt að heyra með hann og vonandi endar þetta ekki ferilinn hans og hann kemur sterkur til baka.‘‘ En getur Gústi tekið eitthvað jákvætt út úr þessum leik fyrir framhaldið? ,,Ég veit það ekki, við töpuðum leiknum og skoruðum ekki mark og það er það sem maður skilur eftir í þessum leik. Við erum ekki komnir með neinn punkt á töfluna og það er það sem svíður. Við þurfum að fara að hala inn stigum og með þessari frammistöðu jú þá munum við gera það, sérstaklega í fyrri hálfleik,‘‘ sagði hann að lokum. Grótta fær HK í heimsókn í næsta leik í deildinni þann 4. júlí.
Grótta Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Sjá meira