Segir dapurt að Þórsarar hafi bakkað með stóra Coolbet-málið Ísak Hallmundarson skrifar 1. júlí 2020 18:00 Þjálfari og leikmenn Þórs mættu í viðtöl með derhúfur merktar Coolbet og fyrirtækið auglýsti á árskortum á heimaleiki liðsins. Samsett mynd/fótbolti.net/vísir Það fór varla framhjá nokkrum knattspyrnuáhugamanni á Íslandi þegar þjálfari og leikmenn Þórs frá Akureyri mættu með húfur merktar erlenda veðmálafyrirtækinu Coolbet í viðtöl á Fótbolta.net. Lauk málinu með afsökunarbeiðni frá Þór og félagið dæmt til að greiða 50.000 króna sekt. Málið hefur fangað athygli út fyrir íþróttaheiminn en pistlahöfundur á Viðskiptablaðinu, sem gengur undir dulnefninu „Huginn og muninn,“ gerði málið að umfjöllunarefni sínu um helgina. Greinahöfundur telur núverandi lög um veðmálaauglýsingar „tímaskekkju“ og hefði viljað sjá Þórsara ganga alla leið og opna á frekari umræðu um þessi mál. „Eftir að fjallað var um málið bakkaði félagið hins vegar og baðst afsökunar á athæfinu. Þá urðu hrafnarnir daprir. Nærtækara hefði verið að taka málið á kassann og fara með það alla leið til að koma umræðu um málið á almennilegt skrið. Ella er betra að sitja heima en að fara af stað,“ segir í greininni. Knattspyrnudeild Þórs sagði í yfirlýsingu um málið að um „stór mistök“ hafi verið að ræða og að félagið hefði ekki gert neinn samning við né hlotið greiðslur frá Coolbet. Þessar skýringar töldu margir ótrúverðugar. Hvort er líklegra.Að Gunnar Bragi hafi farið í blackout í 36 klukkustundir?eðaAð þórsarar hafi fengið 0 krónur fyrir að vera með Coolbet derrur í viðtölum?— Sigurður O. (@SiggiOrr) June 24, 2020 Einnig komst upp að samstarf Þórs og Coolbet væri ekki nýtt af nálinni þar sem árskort stuðningsmanna var prýtt merki veðmálafyrirtækisins. Jóhann Már Helgason, sérfræðingur í fjármálum íslenskra knattspyrnufélaga, sagði í viðtali við Vísi í síðustu viku að honum þætti lögin úrelt. „Að mínu viti eru þessi lög úrelt því það er verið að auglýsa veðmálastarfsemi á Íslandi í gegnum Lengjuna og því halda ekki þau rök að þessar auglýsingar frá fyrirtækjum eins og Coolbet séu eitthvað verri en frá Lengjunni - þær eru grófari ef eitthvað er. Frá mínum bæjardyrum séð stendur þessi einokun Íslenskra Getrauna knattspyrnudeildum landsins fyrir þrifum, jafnvel þó allur hagnaður þeirra renni aftur til félaganna,“ sagði Jóhann. Þór Akureyri Fjárhættuspil Tengdar fréttir Segir lögin úrelt því veðmálastarfsemi sé auglýst í gegnum Lengjuna Sérfræðingur um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga segir lög um auglýsingar veðmálafyrirtækja hér á landi ekki halda vatni. 25. júní 2020 16:00 Þjálfari Þórs um Coolbet-málið: „Leiðinlegt að svona hlutir komi upp“ Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, segir að stóra Coolbet-málið hafi verið leiðinlegt og það hafi ekki verið gaman fyrir þá standa að knattspyrnuliði Þórs. 25. júní 2020 11:30 Yfirlýsing Þórs: Þungbær en réttmæt niðurstaða Knattspyrnudeild Þórs biður KSÍ, knattspyrnuáhugamenn og félagsmenn Þórs afsökunar á framferði sínu í tengslum við auglýsingu á erlendu veðmálafyrirtæki, bæði í viðtölum og á árskortum á heimaleiki liðsins. 24. júní 2020 15:39 Þór fékk fimmtíu þúsund króna sekt Knattspyrnudeild Þórs hefur verið sektuð um 50.000 krónur vegna framkomu þjálfara og tveggja leikmanna eftir sigur á Grindavík síðasta föstudag, „derhúfumálsins“ svokallaða. 24. júní 2020 15:10 Samstarf Þórs og Coolbet ekki nýtt af nálinni Samstarf Þórs og Coolbet hófst ekki með því að leikmenn og þjálfari karlaliðs félagsins í fótbolta klæddust derhúfu með merki veðmálafyrirtækisins í myndbandsviðtölum á föstudaginn. Yfirlýsing knattspyrnudeildar félagsins frá því í gær heldur ekki vatni. 24. júní 2020 12:25 Þórsarar auglýstu erlenda veðmálasíðu Þjálfari og leikmenn Þórs á Akureyri auglýstu erlenda veðmálasíðu í viðtölum eftir að þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í fyrsta leik í 1. deildinni í fótbolta, sem í sumar heitir Lengjudeildin vegna samnings við Íslenskar getraunir. 20. júní 2020 09:17 Lögbrot sem varðað getur hálfs árs fangelsi - Mál Þórsara til aganefndar Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur vísað til aga- og úskurðarnefndar máli Þórsara á Akureyri sem auglýstu erlent veðmálafyrirtæki í viðtölum. Um lögbrot er að ræða sem varðað getur sektum eða allt að hálfs árs fangelsi. 23. júní 2020 15:15 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Það fór varla framhjá nokkrum knattspyrnuáhugamanni á Íslandi þegar þjálfari og leikmenn Þórs frá Akureyri mættu með húfur merktar erlenda veðmálafyrirtækinu Coolbet í viðtöl á Fótbolta.net. Lauk málinu með afsökunarbeiðni frá Þór og félagið dæmt til að greiða 50.000 króna sekt. Málið hefur fangað athygli út fyrir íþróttaheiminn en pistlahöfundur á Viðskiptablaðinu, sem gengur undir dulnefninu „Huginn og muninn,“ gerði málið að umfjöllunarefni sínu um helgina. Greinahöfundur telur núverandi lög um veðmálaauglýsingar „tímaskekkju“ og hefði viljað sjá Þórsara ganga alla leið og opna á frekari umræðu um þessi mál. „Eftir að fjallað var um málið bakkaði félagið hins vegar og baðst afsökunar á athæfinu. Þá urðu hrafnarnir daprir. Nærtækara hefði verið að taka málið á kassann og fara með það alla leið til að koma umræðu um málið á almennilegt skrið. Ella er betra að sitja heima en að fara af stað,“ segir í greininni. Knattspyrnudeild Þórs sagði í yfirlýsingu um málið að um „stór mistök“ hafi verið að ræða og að félagið hefði ekki gert neinn samning við né hlotið greiðslur frá Coolbet. Þessar skýringar töldu margir ótrúverðugar. Hvort er líklegra.Að Gunnar Bragi hafi farið í blackout í 36 klukkustundir?eðaAð þórsarar hafi fengið 0 krónur fyrir að vera með Coolbet derrur í viðtölum?— Sigurður O. (@SiggiOrr) June 24, 2020 Einnig komst upp að samstarf Þórs og Coolbet væri ekki nýtt af nálinni þar sem árskort stuðningsmanna var prýtt merki veðmálafyrirtækisins. Jóhann Már Helgason, sérfræðingur í fjármálum íslenskra knattspyrnufélaga, sagði í viðtali við Vísi í síðustu viku að honum þætti lögin úrelt. „Að mínu viti eru þessi lög úrelt því það er verið að auglýsa veðmálastarfsemi á Íslandi í gegnum Lengjuna og því halda ekki þau rök að þessar auglýsingar frá fyrirtækjum eins og Coolbet séu eitthvað verri en frá Lengjunni - þær eru grófari ef eitthvað er. Frá mínum bæjardyrum séð stendur þessi einokun Íslenskra Getrauna knattspyrnudeildum landsins fyrir þrifum, jafnvel þó allur hagnaður þeirra renni aftur til félaganna,“ sagði Jóhann.
Þór Akureyri Fjárhættuspil Tengdar fréttir Segir lögin úrelt því veðmálastarfsemi sé auglýst í gegnum Lengjuna Sérfræðingur um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga segir lög um auglýsingar veðmálafyrirtækja hér á landi ekki halda vatni. 25. júní 2020 16:00 Þjálfari Þórs um Coolbet-málið: „Leiðinlegt að svona hlutir komi upp“ Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, segir að stóra Coolbet-málið hafi verið leiðinlegt og það hafi ekki verið gaman fyrir þá standa að knattspyrnuliði Þórs. 25. júní 2020 11:30 Yfirlýsing Þórs: Þungbær en réttmæt niðurstaða Knattspyrnudeild Þórs biður KSÍ, knattspyrnuáhugamenn og félagsmenn Þórs afsökunar á framferði sínu í tengslum við auglýsingu á erlendu veðmálafyrirtæki, bæði í viðtölum og á árskortum á heimaleiki liðsins. 24. júní 2020 15:39 Þór fékk fimmtíu þúsund króna sekt Knattspyrnudeild Þórs hefur verið sektuð um 50.000 krónur vegna framkomu þjálfara og tveggja leikmanna eftir sigur á Grindavík síðasta föstudag, „derhúfumálsins“ svokallaða. 24. júní 2020 15:10 Samstarf Þórs og Coolbet ekki nýtt af nálinni Samstarf Þórs og Coolbet hófst ekki með því að leikmenn og þjálfari karlaliðs félagsins í fótbolta klæddust derhúfu með merki veðmálafyrirtækisins í myndbandsviðtölum á föstudaginn. Yfirlýsing knattspyrnudeildar félagsins frá því í gær heldur ekki vatni. 24. júní 2020 12:25 Þórsarar auglýstu erlenda veðmálasíðu Þjálfari og leikmenn Þórs á Akureyri auglýstu erlenda veðmálasíðu í viðtölum eftir að þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í fyrsta leik í 1. deildinni í fótbolta, sem í sumar heitir Lengjudeildin vegna samnings við Íslenskar getraunir. 20. júní 2020 09:17 Lögbrot sem varðað getur hálfs árs fangelsi - Mál Þórsara til aganefndar Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur vísað til aga- og úskurðarnefndar máli Þórsara á Akureyri sem auglýstu erlent veðmálafyrirtæki í viðtölum. Um lögbrot er að ræða sem varðað getur sektum eða allt að hálfs árs fangelsi. 23. júní 2020 15:15 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Segir lögin úrelt því veðmálastarfsemi sé auglýst í gegnum Lengjuna Sérfræðingur um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga segir lög um auglýsingar veðmálafyrirtækja hér á landi ekki halda vatni. 25. júní 2020 16:00
Þjálfari Þórs um Coolbet-málið: „Leiðinlegt að svona hlutir komi upp“ Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, segir að stóra Coolbet-málið hafi verið leiðinlegt og það hafi ekki verið gaman fyrir þá standa að knattspyrnuliði Þórs. 25. júní 2020 11:30
Yfirlýsing Þórs: Þungbær en réttmæt niðurstaða Knattspyrnudeild Þórs biður KSÍ, knattspyrnuáhugamenn og félagsmenn Þórs afsökunar á framferði sínu í tengslum við auglýsingu á erlendu veðmálafyrirtæki, bæði í viðtölum og á árskortum á heimaleiki liðsins. 24. júní 2020 15:39
Þór fékk fimmtíu þúsund króna sekt Knattspyrnudeild Þórs hefur verið sektuð um 50.000 krónur vegna framkomu þjálfara og tveggja leikmanna eftir sigur á Grindavík síðasta föstudag, „derhúfumálsins“ svokallaða. 24. júní 2020 15:10
Samstarf Þórs og Coolbet ekki nýtt af nálinni Samstarf Þórs og Coolbet hófst ekki með því að leikmenn og þjálfari karlaliðs félagsins í fótbolta klæddust derhúfu með merki veðmálafyrirtækisins í myndbandsviðtölum á föstudaginn. Yfirlýsing knattspyrnudeildar félagsins frá því í gær heldur ekki vatni. 24. júní 2020 12:25
Þórsarar auglýstu erlenda veðmálasíðu Þjálfari og leikmenn Þórs á Akureyri auglýstu erlenda veðmálasíðu í viðtölum eftir að þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í fyrsta leik í 1. deildinni í fótbolta, sem í sumar heitir Lengjudeildin vegna samnings við Íslenskar getraunir. 20. júní 2020 09:17
Lögbrot sem varðað getur hálfs árs fangelsi - Mál Þórsara til aganefndar Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur vísað til aga- og úskurðarnefndar máli Þórsara á Akureyri sem auglýstu erlent veðmálafyrirtæki í viðtölum. Um lögbrot er að ræða sem varðað getur sektum eða allt að hálfs árs fangelsi. 23. júní 2020 15:15