Hafa fengið fjölmargar ábendingar um lélegar brunavarnir Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. júlí 2020 20:00 Jón Viðar Matthíasson, slökkvilisstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur borist fjöldi ábendinga um húsnæði þar sem óttast er að brunavörnum og aðbúnaði sé ábótavant í framhaldi af brunanum á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir ærið tilefni til að endurskoða lög. Bruninn á Bræðraborgarstíg í síðustu viku, þar sem þrír létu lífið og fleiri slösuðust, var til umfjöllunar á fundi borgarráðs í dag. „Við vorum að fara í gegnum málið, fengum slökkviliðsstjóra hingað til okkar bara til þess að fara í gegnum hvernig þetta gekk allt saman, hvað við viljum endurskoða, nú á að gera rannsókn hjá Mannvirkjastofnun. Við viljum bara styðja við að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að passa upp á að regluverkið og eftirlitsumhverfið sé bara gott,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Eru einhverjar vísbendingar um að einhver misbrestur hafi orðið á því eftirlitshlutverki sem borgin eða starfsfólk hennar átti að gegna? „Ekki svo við þekkjum til og við kannski fórum ekki beint ofan í það. Við bara viljum styðja við það að umhverfið, sem snýr annars vegar að atvinnuhúsnæði og hins vegar að íbúðarhúsnæði, að það sé horft á það í samfellu og við viljum bara líka vakta það, er eitthvað sem við getum gert betur? Við viljum svo sannarlega styðja við eftirlitsaðilana hvað það varðar,“ svarar Þórdís Lóa. Þurfi góða endurskoðun á löggjöfinni Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu kom á fund borgarráðs í dag en hann hefur að undanförnu farið yfir stöðu mála með fulltrúum sveitarfélaga og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Aðspurður segir hann að meira þurfi til en einstaka átaksverkefni í brunavörnum. „Ég vona að eftir þennan bruna, eftir þennan hörmulega atburð, notum við ekki orðið átak. Því að það þarf í rauninni að gera dálítið góða endurskoðun á löggjöfinni og í rauninni gera þetta dálítið straumlínulaga því að löggjöfin í dag er dálítill bútasaumur. Það þarf tengingar á milli lagabálka og úrræða þannig að ég bind miklar vonir við það,“ segir Jón Viðar í samtali við fréttastofu. Slökkvilismaður að störfum á vettvangi eldsvoðans á Bræðraborgarstíg í síðustu viku.Vísir/Vilhelm Hann segir að frá því að eldsvoðinn varð í síðustu viku og í kjölfar umræðunnar sem skapaðist í kjölfarið hafi slökkviliðinu borist ábendingar um atvinnu- og íbúðarhúsnæði þar sem óttast er að aðbúnaði sé ábótavant. „Við höfum verið að fá núna töluvert af ábendingum í gegnum ábendingahnapp sem er á heimasíðunni okkar og við erum bara afskaplega þakklát fyrir það og vonum að menn bara haldi áfram, þannig að já, fjöldinn hefur verið að rísa,“ segir Jón Viðar. Er eitthvað þar sem hefur leitt til þess að ástæða hefur þótt til að grípa til einhvers konar aðgerða? „Þetta kom eiginlega bara og heltist yfir okkur þannig að við erum ekki búin að rýna. Sumt af þessu kannski er eitthvað sem við þekkjum, annað ekki. Þannig að við erum að vinna í því núna að flokka og greina.“ Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Reykjavík Stjórnsýsla Borgarstjórn Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur borist fjöldi ábendinga um húsnæði þar sem óttast er að brunavörnum og aðbúnaði sé ábótavant í framhaldi af brunanum á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir ærið tilefni til að endurskoða lög. Bruninn á Bræðraborgarstíg í síðustu viku, þar sem þrír létu lífið og fleiri slösuðust, var til umfjöllunar á fundi borgarráðs í dag. „Við vorum að fara í gegnum málið, fengum slökkviliðsstjóra hingað til okkar bara til þess að fara í gegnum hvernig þetta gekk allt saman, hvað við viljum endurskoða, nú á að gera rannsókn hjá Mannvirkjastofnun. Við viljum bara styðja við að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að passa upp á að regluverkið og eftirlitsumhverfið sé bara gott,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Eru einhverjar vísbendingar um að einhver misbrestur hafi orðið á því eftirlitshlutverki sem borgin eða starfsfólk hennar átti að gegna? „Ekki svo við þekkjum til og við kannski fórum ekki beint ofan í það. Við bara viljum styðja við það að umhverfið, sem snýr annars vegar að atvinnuhúsnæði og hins vegar að íbúðarhúsnæði, að það sé horft á það í samfellu og við viljum bara líka vakta það, er eitthvað sem við getum gert betur? Við viljum svo sannarlega styðja við eftirlitsaðilana hvað það varðar,“ svarar Þórdís Lóa. Þurfi góða endurskoðun á löggjöfinni Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu kom á fund borgarráðs í dag en hann hefur að undanförnu farið yfir stöðu mála með fulltrúum sveitarfélaga og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Aðspurður segir hann að meira þurfi til en einstaka átaksverkefni í brunavörnum. „Ég vona að eftir þennan bruna, eftir þennan hörmulega atburð, notum við ekki orðið átak. Því að það þarf í rauninni að gera dálítið góða endurskoðun á löggjöfinni og í rauninni gera þetta dálítið straumlínulaga því að löggjöfin í dag er dálítill bútasaumur. Það þarf tengingar á milli lagabálka og úrræða þannig að ég bind miklar vonir við það,“ segir Jón Viðar í samtali við fréttastofu. Slökkvilismaður að störfum á vettvangi eldsvoðans á Bræðraborgarstíg í síðustu viku.Vísir/Vilhelm Hann segir að frá því að eldsvoðinn varð í síðustu viku og í kjölfar umræðunnar sem skapaðist í kjölfarið hafi slökkviliðinu borist ábendingar um atvinnu- og íbúðarhúsnæði þar sem óttast er að aðbúnaði sé ábótavant. „Við höfum verið að fá núna töluvert af ábendingum í gegnum ábendingahnapp sem er á heimasíðunni okkar og við erum bara afskaplega þakklát fyrir það og vonum að menn bara haldi áfram, þannig að já, fjöldinn hefur verið að rísa,“ segir Jón Viðar. Er eitthvað þar sem hefur leitt til þess að ástæða hefur þótt til að grípa til einhvers konar aðgerða? „Þetta kom eiginlega bara og heltist yfir okkur þannig að við erum ekki búin að rýna. Sumt af þessu kannski er eitthvað sem við þekkjum, annað ekki. Þannig að við erum að vinna í því núna að flokka og greina.“
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Reykjavík Stjórnsýsla Borgarstjórn Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira