Geðræktarstöð á Suðurnesjum lokað vegna smits Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2020 06:52 Björgin er til húsa í Reykjanesbæ. Vísir/Vilhelm Skjólstæðingur Bjargarinnar, geðræktarmiðstöðvar Suðurnesja, hefur greinst með kórónuveirusmit. Af þeim sökum hafa tíu aðrir notendur Bjargarinnar verið skikkaðir í sóttkví og Björginni verið lokað meðan unnið er að sótthreinsun. Frá þessu greindi geðræktarmiðstöðin sjálf á Facebook í gærkvöld. Áður hafði fjölskyldumeðlimur einstaklings í Björginni greinst með kórónuveirusmit, sem kom í ljós þann 30. júní síðastliðinn. Rannsókn leiddi síðar í ljós fyrrnefndur skjólstæðingur var jafnframt smitaður og því ákváðu stjórnendur Bjargarinnar að grípa til ofangreindra aðgerða. Forstöðumaður miðstöðvarinnar, Díana Hilmarsdóttir, segir við Fréttablaðið að verið sé að sinna viðkvæmum hópi sem átti um sárt að binda þegar Björgin var lokuð um nokkurra vikna skeið á meðan faraldurinn stóð sem hæst. Alls sækji um 25 til 40 einstaklingar geðheilbrigðishjálp og félagsskap í Björgina á dag, bæði starfsmenn og skjólstæðingar. Sem fyrr segir hefur Björginni verið lokað meðan unnið er að sótthreinsun á húsnæðinu. Stefnt er að því að það opni aftur á mánudag. „Viljum við ítreka mikilvægi handþvottar og að viðhalda 2ja metra reglunni eftir fremsta megni. Einnota hanskar eru til staðar ásamt handspritti. Mikilvægt er að halda sig heima ef einhver flensueinkenni eru til staðar einsog hiti, hósti, bein-og vöðvaverkir og þreyta,“ segja aðstandendur Bjargarinnar. Reykjanesbær Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Skjólstæðingur Bjargarinnar, geðræktarmiðstöðvar Suðurnesja, hefur greinst með kórónuveirusmit. Af þeim sökum hafa tíu aðrir notendur Bjargarinnar verið skikkaðir í sóttkví og Björginni verið lokað meðan unnið er að sótthreinsun. Frá þessu greindi geðræktarmiðstöðin sjálf á Facebook í gærkvöld. Áður hafði fjölskyldumeðlimur einstaklings í Björginni greinst með kórónuveirusmit, sem kom í ljós þann 30. júní síðastliðinn. Rannsókn leiddi síðar í ljós fyrrnefndur skjólstæðingur var jafnframt smitaður og því ákváðu stjórnendur Bjargarinnar að grípa til ofangreindra aðgerða. Forstöðumaður miðstöðvarinnar, Díana Hilmarsdóttir, segir við Fréttablaðið að verið sé að sinna viðkvæmum hópi sem átti um sárt að binda þegar Björgin var lokuð um nokkurra vikna skeið á meðan faraldurinn stóð sem hæst. Alls sækji um 25 til 40 einstaklingar geðheilbrigðishjálp og félagsskap í Björgina á dag, bæði starfsmenn og skjólstæðingar. Sem fyrr segir hefur Björginni verið lokað meðan unnið er að sótthreinsun á húsnæðinu. Stefnt er að því að það opni aftur á mánudag. „Viljum við ítreka mikilvægi handþvottar og að viðhalda 2ja metra reglunni eftir fremsta megni. Einnota hanskar eru til staðar ásamt handspritti. Mikilvægt er að halda sig heima ef einhver flensueinkenni eru til staðar einsog hiti, hósti, bein-og vöðvaverkir og þreyta,“ segja aðstandendur Bjargarinnar.
Reykjanesbær Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira