Geðheilbrigði

Fréttamynd

Lokun Janusar er svikið kosninga­lof­orð um geð­heil­brigði

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 21. desember 2024 segir að sérstök áhersla verði lögð á að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og að áfram verði stuðst við fjölbreytt rekstrarform. Þetta loforð hefur nú verið svikið með því að stjórnvöld hyggjast skera niður endurhæfingu fyrir ungt fólk með geðræna erfiðleika.

Skoðun
Fréttamynd

Hamingja dvínandi þótt Ís­land berjist um topp­sæti

Rannsókn bendir til þess að Íslendingar hrapi niður lista hamingjusömustu þjóða í heimi og því fylgir aukinn kostnaður í heilbrigðiskerfinu. Ísland deilir öðru til þriðja sæti listans með Dönum en Finnar toppa listann. Auðveld leið til félagslegra tengsla og áhrif á eigin líf skipta sköpum.

Innlent
Fréttamynd

Al­þjóð­legi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, sam­kennd og Riddarar kær­leikans

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, veitir fyrsta spilastokknum sem tileinkaður er Riddurum kærleikans og Minningarsjóði Bryndísar Klöru viðtöku á málþingi á Alþjóðlega hamingjudaginn sem haldið er í Hátíðarsal Háskóla Íslands klukkan 13:00 þar sem yfirskriftin er: Kærleikur og samkennd– mikilvægi félagslegra tengsla fyrir hamingju og velsæld. Málþingið má sjá í beinni útsendingu hér á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Að toga í sömu átt

Í rúman áratug hefur geðheilbrigðisþjónusta barna og þjónusta við börn með fjölþættan vanda verið föst í reiptogi á milli ríkis og sveitarfélaga.

Skoðun
Fréttamynd

Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í ver­öldinni

Foreldrar sem eiga tvítugan son með fjölþættan vanda eru sorgmædd yfir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að loka eigi Janusi endurhæfingu eftir að vera loksins komin með úrræði sem þau telja að geti mætt þörfum sonar þeirra. Þau óttast að hans bíði ekkert annað en líf á örorku ef fer sem horfir. 

Innlent
Fréttamynd

Óttast að missa úr­ræðið sem breytti lífi hennar

Ungmenni með fjölþættan vanda sem hafa fengið fjölbreytta geðheilbrigðisþjónustu hjá Janusi endurhæfingu eru uggandi yfir því að þjónustan færist undir VIRK þegar Janus lokar þann 1. júní. Þau hafa sett af stað undirskriftalista til að skora á stjórnvöld að halda úrræðinu opnu svo fleiri geti sótt hjálpina sem þau hafa notið.

Innlent
Fréttamynd

Vill opna á um­ræðuna um átröskun

„Á þessum tíma horfði ég í spegil og sá feita manneskju en í dag, þegar ég horfi á myndir af mér frá þessum tíma þá fæ ég hreinlega illt í magann,“segir Hekla Sif Magnúsdóttir en hún byrjaði að þróa með sér átröskun þegar hún var 19 ára gömul afrekskona í frjálsum íþróttum. Óheilbrigt samband hafði seinna meir þau áhrif að einkennin versnuðu hratt. Í dag er Hekla á góðum batavegi og hefur nýtt samfélagsmiðla til að miðla reynslu sinni og þekkingu, sjálfri sér og öðrum til góðs.

Lífið
Fréttamynd

Lærði að byggja sig upp og elska úr fjar­lægð

„Í dag getur maður verið þakklátur fyrir alla þessa lífsreynslu en þetta var gríðarlega erfitt,“ segir tónlistarmaðurinn Arnór Dan sem á að baki sér langa og magnaða sögu. Síðastliðin ár hafa verið bæði viðburðarík og krefjandi hjá honum þar sem hann hefur þurft að taka nokkur skref aftur á bak til þess að hlúa að sjálfum sér og ná áttum. Blaðamaður ræddi við Arnór á einlægum nótum.

Tónlist
Fréttamynd

Þörf á þolin­mæði fyrir með­ferð með hugvíkkandi efnum

Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi og Helga Þórarinsdóttir læknir á geðdeild Landspítalans segja enn nokkuð langt í að hægt sé að fullyrða um öryggi og gagnsemi hugvíkkandi efna við meðferð á geð- og fíknisjúkdómum. Valgerður og Helga ræddu hugvíkkandi efni í Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag.

Innlent
Fréttamynd

Þegar lífið snýst á hvolf

Sjálfsvíg er ósegjanlegur harmleikur sem hefur langtímaáhrif á fjölskyldu og ástvini þess sem sviptir sig lífi. Eftir sitja aðstandendur harmi slegnir með brennandi spurningar sem oftast fást engin svör við. Lífið hefur umturnast og langur tími líður þar til fótfestu er náð, sem ekki er sjálfgefið að öllum takist.

Skoðun
Fréttamynd

Grátandi for­eldrar ein­hverfra ung­menna án úr­ræða

Janus endurhæfing mun loka geðendurhæfingarúrræði sínu þann 1. júní og hefur öllu starfsfólki verið sagt upp. Framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna segir að grátandi foreldrar hringi ráðalausir þar sem engin önnur lausn er í sjónmáli í stað þeirrar þjónustu sem Janus endurhæfing hefur veitt börnum þeirra, fullorðnum ungmennum með fjölþættan vanda. Skjólstæðingar hafa sjálfir hafið undirskriftasöfnun.

Innlent
Fréttamynd

Hrós getur skipt sköpum

Í dag, 1. mars, fögnum við Alþjóðlega hrósdeginum – degi sem er tileinkaður því að lyfta öðrum upp með jákvæðum orðum og hrósi. Hrós er ein áhrifaríkasta og um leið einfaldasta leiðin til að styrkja sjálfstraust, bæta samskipti og skapa jákvætt andrúmsloft.

Skoðun
Fréttamynd

Alls­konar núansar

Það hefur vafalaust ekki farið framhjá mörgum að Kastljós tók Þorgrím Þráinsson tali nú í vikunni, og ræddi við hann um geðheilsu ungmenna á Íslandi. Ég vil byrja á að segja við öll börn og unglinga sem mögulega lesa þetta að hika ekki við að leita aðstoðar hjá fullorðnum þegar ykkur líður illa. Það er fólk úti um allt í samfélaginu sem vill hjálpa, styðja, og hlusta.

Skoðun
Fréttamynd

Hug­myndir Þor­gríms séu litaðar van­þekkingu og for­dómum

Hulda Tölgyes sálfræðingur og Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur segja Þorgrím Þráinsson miðla eitraðri jákvæðni og skaðlegri einstaklingshyggju til grunnskólabarna. Þorgrímur sagði í viðtali við Kastljós í gær að kvíði væri orðinn samheiti yfir feimni, áhyggjur og óöryggi og allt væri leyst með því að gefa börnum pillur.

Innlent
Fréttamynd

„Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Ís­lands“

Gaflaraleikhúsið og Geðhjálp eru í skemmtilegu samstarfi þessa dagana sem snýr að því að finna fyndnasta hlátur Íslands. Landsmenn eru hvattir til að senda inn myndband af þeim sem þeim finnst búa yfir fyndnasta hlátrinum en sigurvegari fær gjafabréf á sýninguna Tóm hamingja sem leikhópurinn sýnir við miklar vinsældir í Borgarleikhúsinu.

Lífið samstarf
Fréttamynd

„Þetta var orðið svo­lítið hættu­legt fyrir mig“

„Ég fattaði að fólk gat sagt allt sem það vildi um mig óháð því hvort það væri satt. Það var svolítið sjokk fyrir mig að vita að ég væri orðin svoleiðis manneskja. Ég varð svolítið hrædd að vera búin að hleypa fólki svona nálægt mér,“ segir Sonja Valdín, sem var lengi þekkt sem Sonja Story. Sonja er viðmælandi í Einkalífinu og er jafnframt í sínu fyrsta viðtali í fjögur ár.

Lífið
Fréttamynd

Minna af þér og meira af öðrum

Til hvers ættir þú að hjálpa náunganum og til hvers að gefa af þér til annarra? Ert þú ekki alltaf í tímaþröng og hefur ekki einu sinni tíma til að mála baðherbergið, fara í ræktina eða ryksuga? Hvers vegna ættir þú þá að gefa þinn dýrmæta tíma til annarra?

Skoðun