Rekja slys í íranskri kjarnorkustöð til mögulegs tölvuinnbrots Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2020 15:24 Mynd sem er sögð sýna afleiðingar uppákomunnar í Natanz-auðgunarstöðinni sem Kjarnorkustofnun Írans birti í gær. Vísir/EPA Írönsk yfirvöld ýja að því að slys sem varð í neðanjarðarstöð þar sem úran er auðgað í gær megi rekja til tölvuinnbrots. Almannavarnir landsins segir að Íran muni ná sér niður á ríkjum sem reyna að brjótast inn í tölvukerfi auðgunarstöðva. Svo virðist sem að sprenging hafi orðið í Natanz-úranauðgunarstöðinni í Íran í gær. Engan sakaði samkvæmt yfirvöldum en myndir sýndu ummerki um bruna eða sprengingu á byggingu. Yfirmaður almannavarna segir að orsök atviksins liggi fyrir en ekki verði greint frá henni strax af öryggisástæðum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Að svara tölvuárásum er hluti af varnarmætti landsins. Ef sannað verður að landið hafi orðið fyrir tölvuárás munum við svara fyrir okkur,“ sagði Gholamreza Jalali, yfirmaður almannavarna, við ríkissjónvarpsstöð Írans. Leiddar hafa verið líkur að því að Ísraelar eða Bandaríkjamenn kunni að hafa staðið að slíkri árás en hvorugt ríki hefur þó verið sakað um skemmdarverk berum orðum í írönskum fjölmiðlum. Heimildarmenn Reuters segjast telja að tölvuskemmdarverk hafi valdið eldsvoðanum en færðu ekki frekari sannanir fyrir þeirri skoðun sinni. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, vildi ekki svara spurningum um nýlegar uppákomur í kjarnorkustöðvum Írana. Natanz-stöðin varð fyrir tölvuárás með veiru sem almennt er talið að Bandaríkjamenn og Ísraelar hafi þróað árið 2010. Íran Tengdar fréttir „Atvik“ í úranauðgunarstöð í Íran Kjarnorkustofnun Írans segir að „atvik“ hafi átt sér stað í Natanz-úranauðgunarstöðinni en að enginn mannskaði hafi orðið og að ekki sé hætta á mengun. Slökkviliðs- og björgunarmenn voru sendir í stöðina. 2. júlí 2020 13:16 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Írönsk yfirvöld ýja að því að slys sem varð í neðanjarðarstöð þar sem úran er auðgað í gær megi rekja til tölvuinnbrots. Almannavarnir landsins segir að Íran muni ná sér niður á ríkjum sem reyna að brjótast inn í tölvukerfi auðgunarstöðva. Svo virðist sem að sprenging hafi orðið í Natanz-úranauðgunarstöðinni í Íran í gær. Engan sakaði samkvæmt yfirvöldum en myndir sýndu ummerki um bruna eða sprengingu á byggingu. Yfirmaður almannavarna segir að orsök atviksins liggi fyrir en ekki verði greint frá henni strax af öryggisástæðum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Að svara tölvuárásum er hluti af varnarmætti landsins. Ef sannað verður að landið hafi orðið fyrir tölvuárás munum við svara fyrir okkur,“ sagði Gholamreza Jalali, yfirmaður almannavarna, við ríkissjónvarpsstöð Írans. Leiddar hafa verið líkur að því að Ísraelar eða Bandaríkjamenn kunni að hafa staðið að slíkri árás en hvorugt ríki hefur þó verið sakað um skemmdarverk berum orðum í írönskum fjölmiðlum. Heimildarmenn Reuters segjast telja að tölvuskemmdarverk hafi valdið eldsvoðanum en færðu ekki frekari sannanir fyrir þeirri skoðun sinni. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, vildi ekki svara spurningum um nýlegar uppákomur í kjarnorkustöðvum Írana. Natanz-stöðin varð fyrir tölvuárás með veiru sem almennt er talið að Bandaríkjamenn og Ísraelar hafi þróað árið 2010.
Íran Tengdar fréttir „Atvik“ í úranauðgunarstöð í Íran Kjarnorkustofnun Írans segir að „atvik“ hafi átt sér stað í Natanz-úranauðgunarstöðinni en að enginn mannskaði hafi orðið og að ekki sé hætta á mengun. Slökkviliðs- og björgunarmenn voru sendir í stöðina. 2. júlí 2020 13:16 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
„Atvik“ í úranauðgunarstöð í Íran Kjarnorkustofnun Írans segir að „atvik“ hafi átt sér stað í Natanz-úranauðgunarstöðinni en að enginn mannskaði hafi orðið og að ekki sé hætta á mengun. Slökkviliðs- og björgunarmenn voru sendir í stöðina. 2. júlí 2020 13:16