Pútín segir Rússa hafa greitt atkvæði „með hjartanu“ Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2020 15:59 Með stjórnarskrárbreytingunum gæti Pútín setið sem forseti til 2036. Hann hefði þá verið við völd í hátt í fjörutíu ár. Vísir/EPA Stjórnarskrárbreytingar sem gera Vladímír Pútín forseta kleift að sitja á forsetastóli í allt að sextán ár í viðbót taka gildi strax á morgun. Samkvæmt opinberum tölum greiddu 78% kjósenda atkvæða með breytingunum og segir Pútín landsmenn hafa greitt atkvæði „með hjartanu“. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Atkvæðagreiðslunni lauk á miðvikudag en hún stóð yfir í viku til þess að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins. Ríkisstjórnin hefur lýst úrslitunum sem meiriháttar sigri fyrir Pútín en stjórnarandstæðingar segja atkvæðagreiðsluna ólöglega og ólögmæta. Pútín hrósaði sigri í dag og tilkynnti að nýbreytt stjórnarskrá tæki gildi á morgun, laugardaginn 4. júlí. „Fólk fann í hjarta sér að það var eftirspurn eftir því sem var í boði og að það væri það sem landið þarfnaðist,“ sagði Pútín sem hélt því fram að úrslitin sýndu hversu mikil eining væri á meðal rússnesku þjóðarinnar. Auk þess að gera Pútín kleift að bjóða sig fram aftur þegar núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024 veita stjórnarskárbreytingarnar fyrrverandi forsetum friðhelgi fyrir saksókn, koma ákvæði um guð inn í stjórnarskrána og skilgreina hjónaband sem aðeins á milli karls og konu. Pútín hefur setið á stóli forseta nær óslitið frá árinu 1999. Frá 2008 til 2012 var hann forsætisráðherra þar sem hann mátti ekki bjóða sig fram til þriðja kjörtímabilsins sem forseti í röð. Nýju stjórnarskrárbreytingarnar gera honum kleift að hanga á embættinu til 2036. Í tíð Pútín hefur Rússland hneigst í átt að valdboði og íhaldssemi. Stjórnarandstæðingar og blaðamenn sem hafa verið gagnrýnir á stjórnvöld hafa meðal annars verið myrtir. Þá hefur forsetinn beitt sér gegn réttindum hinsegin fólks. Þegar hann tilkynnti um gildistöku stjórnarskrárbreytinganna í dag skaut hann á bandaríska sendiráðið sem flaggaði regnbogafána í tilefni af hinsegin dögum í Moskvu. „Þau hafa sýnt okkur eitthvað um þá sem vinna þarna,“ sagði forsetinn sem lét lögleiða bann við „samkynhneigðum áróðri“ árið 2013. Rússland Tengdar fréttir Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti stjórnarskrárbreytingar Pútíns Yfirgæfandi meirihluti þeirra sem kusu í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar í Rússlandi samþykktu breytingarnar. 1. júlí 2020 23:30 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Stjórnarskrárbreytingar sem gera Vladímír Pútín forseta kleift að sitja á forsetastóli í allt að sextán ár í viðbót taka gildi strax á morgun. Samkvæmt opinberum tölum greiddu 78% kjósenda atkvæða með breytingunum og segir Pútín landsmenn hafa greitt atkvæði „með hjartanu“. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Atkvæðagreiðslunni lauk á miðvikudag en hún stóð yfir í viku til þess að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins. Ríkisstjórnin hefur lýst úrslitunum sem meiriháttar sigri fyrir Pútín en stjórnarandstæðingar segja atkvæðagreiðsluna ólöglega og ólögmæta. Pútín hrósaði sigri í dag og tilkynnti að nýbreytt stjórnarskrá tæki gildi á morgun, laugardaginn 4. júlí. „Fólk fann í hjarta sér að það var eftirspurn eftir því sem var í boði og að það væri það sem landið þarfnaðist,“ sagði Pútín sem hélt því fram að úrslitin sýndu hversu mikil eining væri á meðal rússnesku þjóðarinnar. Auk þess að gera Pútín kleift að bjóða sig fram aftur þegar núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024 veita stjórnarskárbreytingarnar fyrrverandi forsetum friðhelgi fyrir saksókn, koma ákvæði um guð inn í stjórnarskrána og skilgreina hjónaband sem aðeins á milli karls og konu. Pútín hefur setið á stóli forseta nær óslitið frá árinu 1999. Frá 2008 til 2012 var hann forsætisráðherra þar sem hann mátti ekki bjóða sig fram til þriðja kjörtímabilsins sem forseti í röð. Nýju stjórnarskrárbreytingarnar gera honum kleift að hanga á embættinu til 2036. Í tíð Pútín hefur Rússland hneigst í átt að valdboði og íhaldssemi. Stjórnarandstæðingar og blaðamenn sem hafa verið gagnrýnir á stjórnvöld hafa meðal annars verið myrtir. Þá hefur forsetinn beitt sér gegn réttindum hinsegin fólks. Þegar hann tilkynnti um gildistöku stjórnarskrárbreytinganna í dag skaut hann á bandaríska sendiráðið sem flaggaði regnbogafána í tilefni af hinsegin dögum í Moskvu. „Þau hafa sýnt okkur eitthvað um þá sem vinna þarna,“ sagði forsetinn sem lét lögleiða bann við „samkynhneigðum áróðri“ árið 2013.
Rússland Tengdar fréttir Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti stjórnarskrárbreytingar Pútíns Yfirgæfandi meirihluti þeirra sem kusu í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar í Rússlandi samþykktu breytingarnar. 1. júlí 2020 23:30 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti stjórnarskrárbreytingar Pútíns Yfirgæfandi meirihluti þeirra sem kusu í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar í Rússlandi samþykktu breytingarnar. 1. júlí 2020 23:30